Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Page 19
Verslunarskýrslur 1924
17
Innflutningur á allskonar fóðri hefur farið vaxandi síðustu árin, en
einkum hefur innflutningur á tilbúnum áburði aukist stórlega. Innflutningur
á gaddavír hefur líka aukist þessi ár, en er samt miklu minni en fyrir stríðið.
Árið 1921 voru aðeins fluttar inn 117 skilvindur, 180 árið 1922,
240 árið 1923 og 340 árið 1924. Hæstur hefur þessi innflutningur orðið
630 skilvindur árið 1916.
Til ýmislegvar fram/eiðslu er talið, að innflutt hafi verið fyrir 7.8
milj. kr. árið 1924. Vörur þær, sem hjer eru taldar, eru harla margs-
konar og sundurleitar og lenda hjer þær vörur, sem ekki falla beinlínis
undir neinn af hinum flokkunum. Af þeim vörum eru þessar helstar,
(taldar í 1000 kg).
1921 1 922 1923 1924
Sútuð skinn og Ieður 25 36 28 34
Kókosfeiti 217 276 283 413
Jurtaolía 66 88 88 127
Aburðarolía 258 469 375 584
Prentpappír og skrifpappír 131 143 160 175
Umbúðapappír 99 83 116 144
Stangajárn 197 376 398 473
Járnpípur 99 152 ' 460 220
Sijettur vír 32 58 71 106
Rafmagnsvjelar og áhöld 76 74 93 57
Bifreiðahlufar 15 8 12 28
Mótorhlutar 15 28 70 75
Af bifreiðum í heilu lagi voru fluttar inn 7 árið 1921, 9 árið 1922,
27 árið 1923 og 44 árið 1924.
4. Útfluttar vörutegundir.
Exportation des marchandises.
í töflu II Ð (bls. 29—33) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
skyldleika þeirra, á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og er yfirlit yfir
þá flokkaskiftingu í töflu I (bls. 1).
3. yfirlit (bls. 18*) sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan
hefur numið árlega síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir
því, frá hvaða atvinnuvegi þær stafa. Ennfremur er sýnt með hlutfalls-
tölum, hve mikill hluti verðmagnsins stafar árlega frá hverjum atvinnu-
vegi. Hefur hlutdeild sjávarafurða vaxið, en landbúnaðarafurða minkað.
Fram að 1920 námu landbúnaðarvörurnar að meðaltali rúml. Vs af út-