Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Síða 26
24
Verslunarskýrslur 1924
5. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pa\>s étrangers.
5. yfirlil (bls. 22*—23*) sýnir hvernig verðupphæð innfluttu og út-
fluttu varanna hefur skifst síðan í stríðsbyrjun eftir löndunum, þar sem
vörurnar hafa verið keyptar eða seldar. Neðri hluti töflunnar sýnir, hvern
þátt löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við Island samkvæmt
íslensku verslunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar hefur venjulega komið frá
Danmörku og Bretlandi, oftast meir en 2/3 hlutar alls innflutningsins.
Aðeins á síðustu stríðsárunum og rjett þar á eftir, var hlutdeild þessara
landa í innflutningnum nokkru minni. Venjulega er Danmörk heldur
hærri en Bretland, en árið 1924 hefur Bretland þó verið heldur hærra.
Næst þessum löndum gengur Noregur. Hefur innflutningur þaðan aukist
mjög mikið síðustu árin og var 1924 orðinn 15°/o - af öllum innflutningn-
um. Því næst kemur Spánn og Þýskaland með 4—5% og þá Svíþjóð
með 2—3°/o. Þegar erfitt tók að gerast um aðflutninga frá Norðurálf-
unni á stríðsárunum, þá jókst mjög innflutningur frá Bandaríkjunum. A
árunum 1917 og 1918 kom nál. þriðjungur innflutningsins þaðan, en
síðan hefur innflutningur þaðan aftur farið minkandi og árið 1924 var
hann ekki nema tæpl. 2°/o af innflutningnum.
Af verðmagni útflutningsins hefur síðustu árin meir en þriðjungur-
inn komið á Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum, enda
útflutningur aukist þangað afarmikið. Fyrir stríðið var útflutningur aftur á
móti langmestur til Danmerkur (um 2/s af öllum útflutningnum), en á
stríðsárunum síðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og síðan
hefur hann ekki náð sjer aftur í hið fyrra horf (aldrei komist upp í lh
af útflutningnum). Árið 1924 fór aðeins um 15°/o af útflutningnum til
Danmerkur. Svipaður var útflutningurinn til Bretlands og hefur hann oft-
ast verið nálægt því, nema á stríðsárunum varð hann miklu meiri, 1918
jafnvel nærri helmingur af öllum útflutningnum. Á eftir þessum löndum
koma Noregur og Italía, sem hvort fyrir sig taka við meiru en Vio af
útflutningnum og árið 1924 slagar Italía jafnvel hátt upp í Bretland
(með 14°/o af útflutningnum). Til Svíþjóðar hefur útflutningurinn verið
nokkuð breytilegur. Eftir stríðið hefur hann numið 5—11 °/o af öllum út-
flutningi hjeðan.
Á 5. yfirliti sjest, að miklu meira er flutt út frá íslandi til Spánar,
Ítalíu og Sviþjóðar heldur en innflutt er frá þessum löndum, en aftur á
móti er miklu meira innflutt frá Danmörku og Bretlandi heldur en út-
flutt er þangað. Útflutningur til Noregs hefur æfinlega verið töluvert meiri