Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1927, Page 31
Verslunarskýrslur 1924
29
(nema Í5°/o af leikföngum) frá vorinu 1920 til ársloka 1921, því að
þessar greiðslur hafa eigi verið greindar frá öðru stimpilgjaldi.
Á 7. yfirliti má sjá hlutföllin á milli aðaltollanna innbyrðis á hverju
ári. Aftur á móti verður eigi bygður á því samanburður á milli áranna,
vegna þess hvað peningagildið hefur breyst. En ef inn- og útflutnings-
tollarnir eru bornir saman við verðmagn inn- og útflutnings sama árið,
þá má bera þau hlutföll saman frá ári til árs. Sýna þau hve miklum
hluta af verðmagninu tollarnir nema á ári hverju og þess vegna hvort
tollgjöldin hafa raunverulega hækkað eða lækkað. í eftirfarandi yfirliti
er slíkur samanburður gerður fyrir árin síðan um aldamót og sýnt, hve
miklum hundraðshluta af verðmagni innflutnings- og útflutnings inn- og
útfiutningstollarnir nema á ári hverju.
Innflutn. Útílutn. Innflutn. Útflutn.
tollar tollar tollar tollar
1901—05 meðalt. 6.3 °/o 0.9 % 1917 .. 3.0 % í.t %
1906-10 — 6.9 — 1.3 — 1918 . .. 2.7 — 0.1 — (+st.)
1911—15 — 6.5 — 1.0 — 1919 . . . 6.3 — 0.6 — (+St.)
1916-20 — 3.9 — 1.0 — 1920 . .. 3.4 -(+st.) 1.3 — (+St.)
1921 . .. 6.2 —*■ (+st.) 1.4 — (+St.)
1914 6.6 — 1.0 — 1922 . . . 5.8 — 1.6 —
1915 5.2 — 1.1 — 1923 . . . 5.7 — 1.5 —
1916 3.5 — 1.9 — 1924 . . . 7.4 — í.i —
Merkið (-f- st.) táknar, að þar við bætist stimpilgjaldstollurinn.
Vfirlitið sýnir, að á stríðsárunum hafa tollarnir í rauninni farið lækkandi,
vegna þess að þeir hafa ekki fylgst með verðhækkuninni, nema hvað
verðhækkunartollurinn á útfluttum vörum gerir töluverða hækkun árið
1916. Síðan 1919 hafa útflutningstollarnir verið yfirleitt hærri heldur en
fyrir stríðið, en innflutningstollarnir aðeins 1921 og 1924.
8. Tala fastra verslana.
Nombre des maisons de commerce.
Skýrsla um tölu fastra verslana í hverju lögsagnarumdæmi á land-
inu árið 1924 er í töflu VIII (bls. 95).
Síðan um aldamót hefur tala fastra verslana verið þessi: