Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1935, Blaðsíða 19
Verslunarskýrslur 1033
17*
Afurðir ctf veiðiskap ocj hlunnindum hafa aðeins numið um %%
af verðmagni útflutningsins árið 1933. Helstu vörutegundir, sem hér falla
undir, eru æðárdúnn, selskinn og rjúpur. Af þeim hel'ur útflutningurinn
verið síðustu árin:
Æöardúnn Selskinn Rjúpur
1029 ............. 2 691 kfí 1 800 kg 4 540 stk.
1930 .............. 2 040 — 1 987 — )) -
1931 .............. 2 578 —• 1 804 — » —
1932 .............. 1 566 — 3 432 - » -
1933 .............. 1 089 — 3 387 — 887 -
Landbúnaðarafurðirnar eru annar aðalþáttur útflutningsins. Árið
1933 voru þær útfluttar fyrir 4% milj. kr., en það var þó ekki nema
8.o% af útflutningsverðmagninu alls það ár. Helstu útflutningsvörurnar
eru saltkjöt, fryst og kælt kjöt, ull og saltaðar sauðargærur. Síðan um
aldamót hefur útflutningur þessara tegunda verið:
Fryst og Saltaðar
Saltkjöt kælt kjöt Ull sauðargærur
1901—05 inéðaltnl 1 380 þús. kg » þús. kg 724 þús. kg' 89 þús. tals
1906—10 — 1 571 » — — 817 179 — —
1911—15 2 793 - » — — 926 — - 302 — —
1916—20 3 023 — » — — 744 — — 407 • —
1921—25 2 775 •— — » — - 778 — — 419 —
1926—30 2 345 498 — — 682 - 392 —
1929 2 347 - 694 — — 786 - 414 -
1930 2 288 875 — —• 306 406 — —
1931 1 523 1 129 — — 949 - 494 —
1932 1 488 - 1 658 — — 548 373 - —
1933 858 - 988 — — 1 288 - 399 - —
Sauðargærur hafa stundum verið gefnar upp i Jiyngd en ekki tölu.
Hér er þyngdinni breytt í tölu þannig, að gert er ráð fyrir, að hver
gæra söltuð vegi að meðaltali 2 kg.
Áður var mikill útflutningur af lilandi hrossum, en sá útflutningur
hefur mikið minkað. 1906—10 voru flutt úr 3 876 hross árlega að meðal-
tali, en 1926—30 ekki nema 876. Árið 1931 voru flutt út 1 184 hross, 783
árið 1932, en 601 árið 1933.
lðnaðarvörur útfluttar eru aðallega prjónles (einkum sokkar og
vetlingar) og kveður sáralítið að þeim útflutningi.
Undir flokkinn ,,Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heirna
annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. l'l.