Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1935, Blaðsíða 23
Verslunarskýrslui' 1933
21*
Innflutt Útflutt Samtals
Reykjavik ............... 63.4 ° o 63.5 °/o 63.5 °/«
Siglufjörður ............. 4.5 — 9.8 — 7.2 —
Akurevri.................. 8.1 — 3.4 — 5.7 —
ísafjörður................ 3.8 — 4.5 — 4.2 —
Hafnarfjörður ............ 3.2 — 4.o — 4.i —
Vestmannaeyjar ........... 3.5 — 4.i — 3.s —
NTes i Norðfirði ......... l.o — 1.4 — 1.2 —
Seyðisfjörður............. l.o — l.i — l.i —
Verslunarstaðir......... 11.5 — 7.3 — 9.2 —
Samtals lOO.o °/0 lOO.o °/0 lOO.o °/0
í töflu VI er tilgreint, hve mikið af innflutningi hvers staoar hefur
farið gegnum póst, en póstflutnings gætir mjög lítið í útflutningi. Samkv.
skýrslu þessari hefur innflutningur í pósti árið 1933 numið 2.o milj. kr.
eða um 2.o% af öllum innflutningnum (1932: I.3 milj. kr. eða 3.«%, 1931:
2.8 milj. kr. eða 5.7%).
í töflu VIII (bls. 114—118) er yfirlit um vörumagn innfluttra og út-
fluttra tollvara og hvernig það skiftist á einstök tollumdæmi. Vörumagnið
kemur hér ekki alveg heim við það, sem talið er í töflu II (hls. 2—33),
enda stafa tölurnar frá mismunandi skýrslum, í töflu II frá verslunar-
skýrslum, en í töflu VIII lrá tollskýrslum.
6. Tollarnir.
Droiis de dounne.
Á hls. 119—120 er yfirlit yfir tolltekjur ríkissjóðs árið 1933 og er
þar sýnt, hve mikill tollur hefur komið á hvern einstakan tolllið. 7. yfirlit
(hls. 22*) sýnir tollupphæðirnar í heild sinni og hvernig þær skiftast á
aðaltollana að meðaltali árlega á hverjum 5 árum siðan um aldamót og
á hverju ári síðustu árin. Tollupphæðirnar eru taldar hér eins og þær
eru lagðar á vörurnar, en innheimtulaun (meðan þau voru greidd sér-
staklega) ekki dregin frá. Heldur er ekki tekið tillit til þess, þó eitt-
hvað af tollinum hafi verið endurborgað aftur. Tollupphæðirnar koma
því ekki fyllilega heim við tollupphæðirnar í landsreikningunum. Vöru-
tollur af póstbögglum er ekki talinn hér með fyr en árið 1920, því að
áður var ekki gerð sérstök skilagrein fyrir honum, heldur var hann inni-
falinn í pósttekjunum (tekjum af frímerkjasölu, vegna þess að hann er
greiddur í frímerkjum). Með vörutolli eru taldir í 7. yfirliti nokkrir aðrir
tollar, er gilt hafa um skemmri tíma, svo sem tollur af síldartunnum og
efni i þær, er aðeins gilti 1919, og salttollur (frá ágúst 1919 til mars-
loka 1922) og kolatollur (1920—22), er báðir voru lagðir á til þess að
vinna upp þann halla, sem orðið hafði á salt- og kolakaupum lands-
stjórnarinnar vegna styrjaldarinnar. Með vörutolli er líka talinn auka-
tollur af bensíni og tollur af hjólabörðum og gúmslöngum á bifreiðar,