Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1937, Page 26
22'
VcrslunarskjTslur 1935
hærra en Bretland, en siðari árin hefur Bretland vcrið töluvert hærra.
Næst þessum löndum gengur Þýskaland með 13% og Noregur með 11%
af öllum innflutningnum 1935. Því næst kemur Svíþjóð með 7%, Spánn
með 6% og Ítalía með 5%, en miklu lægri eru Pólland, Bandaríkin, Hol-
land og Belgía með 1—2% livert.
Áður hefur Spánn verið langhæstur af útflutningslöndunum, en 1934
var Portúgal heldur hærra, og 1935 var það hæst og tók við 16% af
útflutningnum. Næst var Bretland, sem tók við 15%, en fyrst í 3. röð kom
Spánn með 13%, enda lækkaði útflutningur til Spánar vegna innflutn-
ingshamla þar úr 15 milj. kr. árið 1933 niður í 6 milj. kr. árið 1935. Næst
á eftir Spáni kemur Þýskaland með 11% af útflutningnnm, en síðan Norð-
urlönd (Svíþjóð, Danmörk og Noregur) og Bandaríkin með 8—9%. Hefur
útflutningur til Bandaríkjanna aukist mikið þessi ár. Er það einkum
lýsi og ull, sem þangað fer. Til Ítalíu fór aðeins 6% af útflutningnum árið
1935. Lækkaði hann úr 5% milj. kr. 1934 niður í tæpar 3 milj. kr. 1935.
Á 7. yfirliti sést, að miklu meira er flutt út frá íslandi til Portúgal,
Bandaríkjanna og Spánar heldur en innflutt er frá þessum löndum og
eins hefur verið um Ítalíu þangað til 1935, að næstum er kominn jöfn-
uður á viðskiftin. Aftur á móti er miklu meira innflutt frá Danmörku og
Bretlandi heldur en útflutt er þangað. Venjulega er meira flutt inn frá
Noregi og Þýskalandi heldur en út þangað, og meira flutt út til Svíþjóðar
heldur en inn þaðan, en munurinn er þar minni.
Árið 1935 lækkaði innflutningur frá flestum löndum. Þó hefur hann
hækkað frá Svíþjóð, en einkum mikið frá Spáni og ítaliu vegna kröfu
þessara landa um viðskiftajafnvægi.
Árið 1935 hefur útflutningsupphæðin lækkað stórlega til Spánar og
Italíu og nokkuð til Portúgals og Noregs, en hækkað til flestra annara
landa.
í töflu IV A og B (bls. 42—93) eru taldar upp allar helstu innfluttar
og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og útflutningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. 1 töflu III (hls. 37—41) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks er í töflu V (bls. 93—109) taldar upp með magni og
verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og i lit-
flutningnum til þess.