Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1944, Qupperneq 10
8
Verzlunarskýrslur 1943
oft töluvert ósaniræmi milli þess, se.m innflutningsskýrslur löldu og
l)ess, sem talið var í tollreikningum, þá er nú í innflutningsskýrslum
allt talið, sem follafgreitl hefur verið, en hins vegar aðeins það, sem toll-
afgreitt hefur verið, og á þeim tíma, þegar það er tollafgreitt. Ef vara
liggur óafgreidd í pakkhúsi skipaafgreiðslu, er lnín fyrst talin innflutt,
þ'egar hún er tollafgreidd, og ef liún er endursend áður en hún er af-
hent innflytjanda, lelst hún ekki innflult.
1. yfirlit (bls. 7) sýnir innflutning og útflutning í hverjum
m á n u ð i síðastliðin 5 ár samkvæmt bráðabirgðaskýrslum. Bráðabirgða-
skýrslurnar koma ekki nákvæmlega heim við endanlegu skýrslurnar. Mis-
munurinn hefur þó síðustu árin verið mjög lítill, og hefur honum verið
bætt við desembermánuð.
2. Inníluttar vörutegundir.
Importalion des marchandises.
Tafla III A (hls. 4—40) sýnir, hve mikið hefur flutzt til landsins af
hverri vörutegund. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir hinni alþjóðlegu
vöruskrá Þjóðabandalagsins, sem var fyrst lögð til grundvallar í verzl-
unarskýrslunum fyrir árið 1938. Þar sem sundurliðun hefur áður verið
meiri í íslenzku verzlunarskýrslunum heldur en í þessari vöruskrá, sem
er láginarkslisti til samanburðar við önnur lönd, þá hefur þeirri sund-
urliðun víðast verið lialdið jafnnákvæmri sem áður, með því að
skipta númerum vöruskrárinnar í undirliði. Þær vörutegundir, sein áður
voru taldar sérstakar í verzlunarskýrslunum, finnast því flestar í
þessari töflu, þótt þeim sé öðruvisi niðurraðað, en í registrinu aftan
við eru þær allar taldar í stafrófsröð, og má því með aðstoð þess
fljótlega finna, hvar þær eru tilfærðar. 1 verzlunarskýrslunum fvrir árin
1935—37 var lika birt aukalega tafla, sem var raðað eftir vöruskrá
Þjóðabandalagsins (tafla VI), og má nota þær töflur beinlínis til saman-
burðar við aðaltöfluna 1938—1943.
Öllum vörutegunduin í vöruskránni er skipt í 49 vöruflokka og þeim
aftur í 16 stærri vörubálka. Yfirlit um þessar skiptingar eru í töflu I og
II (bls. 1—3), en i sjálfri vöruskránni sést, hvaða vörutegundir teljast
til hvers vöruflokks og vörubálks.
Niðurskipun vörutegundanna í vöruskránni og skipting þeirra í vöru-
flokka og stærri vörubálka (sjá töflu I og II) hefur ekki verið miðuð
allsstaðar við eina og sömu reglu. Að mjög miklu leyti hefur verið farið
eftir því, úr hvaða efni varan er, en sumstaðar hefur þó notkun vör-
unnar ráðið skiptingunni, og stundum hefur líka komið til greina vinnslu-
stig vörunnar, eða hvort hún er óunnin, Htt unnin eða fullunnin. En
fyrir utan flokkunina í I. og II. töflu, sem algerlega fylgir niðurröðun
vöruskrárinnar, þá liefur einnig verið gerð önnur flokkun, sem algerlega