Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Síða 18
Vikublað 4.–6. mars 201418 Fréttir Erlent
Næsti konungur
Sádi-Arabíu
n Endurhæfir öfgamenn n Fremstur innan næstu kynslóðar prinsa
E
inn valdamesti maður Sádi-
Arabíu í dag er prins Mo-
hammed bin Nayef sem tók
við af föður sínum sem inn-
anríkisráðherra árið 2012
og hefur styrkt stöðu sína umtals-
vert í kjölfar þess. Hann er auk
þess talinn vera meðal sterkustu
kandídata sem næsti konungur rík-
isins en hann er barnabarn stofn-
anda ríkisins. Hann hefur haldið
skoðunum sínum leyndum og telja
jafnt umbótasinnar sem og harð-
línumenn hann vera bandamann
þeirra. Hann hefur getið sér gott
orð með sérstakri leið til að draga
úr öfgamennsku sem gengur út á
að endurhæfa vígamenn. Sú leið
hefur styrkt stöðu hans meðal vald-
hafa sem hafa nú vaxandi áhyggjur
af uppreisnarmönnum.
Voldugastur meðal sinnar
kynslóðar
Stutt er í kynslóðaskipti meðal að-
alsins í Sádi-Arabíu og telst Mo-
hammed einn voldugasti prins
hinnar nýju kynslóðar. Erfðaröð
landsins er þó ólík því sem tíðk-
ast meðal vestrænna konungsríkja;
elsti sonur konungs er ekki næstur
í röð eftir fráfall föður síns. Erfðar-
öðin segir til um að eftir fráfall kon-
ungs sé næstur í röðinni næstelsti
sonur Abdulaziz konungs, lands-
föður Sádi-Arabíu. Abdulaziz, sem
lést árið 1953, átti fjörutíu og fimm
syni en flestir þeirra eru látnir. Senn
fer því að líða að því að barnabörn
hans taki við keflinu og hafa því
völd verið færð í auknum mæli til
þeirrar kynslóðar. Eftir fráfall sein-
asta sonar Abdulaziz er ljóst að
eitthvert barnabarn hans verði
konungur. Framsal er hvergi nærri
skýrt og snýst mest um áhrif við-
komandi. Það má vel segja að prins
Mohammed sé valdamestur þeirr-
ar kynslóðar, meðal annars í krafti
embættis síns.
„Ekki hægt að flokka hann“
Styrkur Mohammeds prins hef-
ur einnar helst verið fólginn í því
að bæði frjálslynd sem íhaldssöm
öfl telja hann vera samferðamann.
Með því að tjá sig ekki mikið um
umdeild mál hefur hann náð að
halda sitthvorri fylkingu vinveittri
sér. „Það halda allir að hann sé
góðvinur þeirra. Bæði frjálslyndir
og íhaldssamir vilja kenna sig við
hann. Það er ekki hægt að flokka
hann,“ segir Jamal Khashoggi,
fréttastjóri sádiarabískrar sjón-
varpsstöðvar, í samtali við Reuters.
Heilagt stríð á forsendum
ríkisins
Vísbending um stjórnmálaskoðun
Mohammeds prins er ein fárra
stofnana í Sádi-Arabíu sem bera
nafn hans. Stofnunin, sem er í
einu fátækrahverfa höfuðborgar-
innar Riyadh, er nokkurs kon-
ar endurhæfingarmiðstöð fyrir ji-
hadista. Þar er vestrænni sálfræði
blandað saman við fyrirlestra wa-
hhabista-klerka og reynt að sann-
færa öfgamenn um nauðsyn þess
að heyja heilagt stríð á forsend-
um ríkisins en ekki einstaklings-
ins. „Hann skilur mjög vel hvern-
ig slæm trúarkennsla getur leitt til
öfga. Hans leið til að draga úr öfg-
um hefur verið að benda á hvernig
ákveðin vers í Kóraninum hafi ver-
ið rangtúlkuð,“ segir Robert Jord-
an, sem var sendiherra Bandaríkj-
anna í landinu á árunum 2001 til
2003, í samtali við Reuters. Vísar
tilvist endurhæfingarmiðstöðvar-
innar til þess að Mohammed sverji
sig fremur í ætt við umbótasinna
en harðlínumenn.
Græðir á hræðslu
Þetta viðhorf hans til öfgamanna
kemur honum sérstaklega vel nú
þar sem valdastétt Sádi-Arabíu er
uggandi vegna vaxandi öfgahyggju
í landinu. Hafa ráðamenn áhyggj-
ur af því að öfgamenn sem send-
ir séu til Sýrlands muni snúa aft-
ur og beina spjótum sínum þá að
konungsfjölskyldunni. Því hef-
ur ákveðinn viðsnúningur átt sér
stað í stefnu ríkisins hvað varðar
styrkveitingu uppreisnarmanna í
Sýrlandi, sem hingað til hafa not-
ið velvildar aðalsins. Til marks um
þennan viðsnúning þá ákvað Abd-
ullah konungur landsins fyrr í þess-
um mánuði að þeir sem færu að
berjast í Sýrlandi gætu átt allt að
tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði
sér. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Óræður Mohammed
bin Nayef prins tók við
af föður sínum sem
innanríkisráðherra árið
2012 og hefur styrkt
stöðu sína talsvert í
kjölfar þess. „Það halda
allir að hann
sé góðvinur þeirra
Spánverjar
flykkjast til
Bretlands
Rúmlega 51 þúsund Spánverjar
yfirgáfu heimahagana í fyrra og
héldu til Bretlands í atvinnuleit.
Þetta kemur fram í tölum sem
breska hagstofan birti í liðinni
viku. Þetta er 36 prósenta aukning
frá árinu 2012 þegar 38 þúsund
Spánverjar fluttu til Bretlands. At-
vinnuleysi er mikið á Spáni, eða
um 26 prósent, á meðan það er
um 7 prósent í Bretlandi.
Flestir sem freistuðu gæfunn-
ar í Bretlandi í fyrra komu frá Pól-
landi. Spánverjar komu þar á eft-
ir en skammt á eftir þeim komu
Ítalir og Portúgalar. Alls fluttu
209 þúsund manns frá löndum
Evrópusambandsins til Bretlands
í fyrra í samanburði við 149 þús-
und árið 2012. 244 þúsund komu
frá löndum utan Evrópusam-
bandsins, samanborið við 269
þúsund árið 2012.
Ellefu ára
og 130 kíló
Að minnsta kosti 74 börn hafa
verið tekin frá foreldrum sínum
í Bretlandi síðastliðin fimm ár
vegna offitu. Það voru félags-
málayfirvöld í sveitarfélögum
víða um Bretland sem fjarlægðu
börnin af heimilum sínum af ör-
yggisástæðum. Þetta kemur fram
í úttekt sem breska blaðið Mirror
birti á föstudag, en blaðið leitaði
upplýsinga hjá sveitarfélögum.
Flest þessara barna voru veru-
lega þung, þar af voru átta börn
undir ellefu ára aldri 130 kíló eða
þyngri. „Þetta eru ekki börn sem
eru nokkrum kílóum of þung.
Þetta snýst um að vernda þau
börn sem eru í lífshættu vegna
offitu,“ sagði talsmaður breska
menntamálaráðuneytisins í
samtali við Mirror.
Berfættur
í heilt ár
Bandaríkjamaðurinn Richard
Hudgins ætlar að freista þess að
vera berfættur í heilt ár. Ástæðan
er sú að hann vill vekja athygli á
og safna fyrir þá fjölmörgu sem
ekki hafa efni á að kaupa sér skó.
Hudgins hefur opnað vefsíðu þar
sem hægt er að heita á hann, en
hann stefnir á að safna 25 þús-
und Bandaríkjadölum, tæpum
þremur milljónum króna. Þegar
tilrauninni lýkur á næsta ári ætlar
hann að fara með söfnunarféð til
Kenía og gefa börnum þar í landi
skó og skólabúninga.
Æfur í garð Bandaríkjastjórnar
Al-Kaída er nær því að vera goðsögn en raunverulega ógn,“ segir forseti Afganistan
H
amid Karzai, forseti
Afganistan, sagðist í við-
tali við Washington Post á
sunnudaginn vera ákaflega
reiður í garð bandaríska yf-
irvalda. Í viðtalinu sagði hann stríð-
ið í Afganistan ekki vera háð með
hagsmuni landsins í huga. „Afganar
eru að deyja í stríði sem er ekki okkar
að heyja,“ sagði Karzai. Hann sagðist
vera sannfærður um það að stríðið
væri háð með hagsmuni Bandaríkj-
anna og Vesturlanda í huga. „Al-
Kaída er nær því að vera goðsögn en
raunverulega ógn,“ sagði forsetinn.
Karzai var óvenjutilfinninga-
ríkur í viðtalinu og sagði með tár
á hvarmi frá kynnum sínum af
fjögurra ára stúlku sem hafði af-
myndast í loftskeytaárás Bandaríkja-
hers. Hann hafði kynnst stúlkunni í
skoðunarferð á spítala í höfuðborg
landsins, Kabúl. Stúlkan hafði lifað
árásina af, ólíkt fjölskyldu sinni, en
samt sem áður hlotið alvarleg bruna-
sár á andliti. „Þann dag óskaði ég
þess að hún væri dáin svo hún gæti
verið borin til grafar ásamt foreldr-
um og systkinum sínum sem öll lét-
ust í loftárásinni,“ sagði hann. Karzai
sagði að þar hafi hann séð hinar
hrikalegu afleiðingar af tólf ára stríði
Bandaríkjahers í Afganistan.
Karzai hefur verið forseti landsins
allt frá innrásinni í landið árið 2001
og hefur lengst af verið mesti banda-
maður Vesturveldanna. Á síðastliðn-
um misserum hefur þó komið annað
hljóð í strokkinn og hefur hann ver-
ið ötull við gagnrýna stríðið. Viðtalið
við Karzai hefur vakið reiði banda-
rískra embættismanna sem segja
hann gera lítið úr fórnum Banda-
ríkjamanna fyrir landið. Tvö þúsund
bandarískir hermenn hafa lfallið í
stríðinu og nemur kostnaður allt að
sex hundruð billjónum dala. n
hjalmar@dv.is
Forseti í tólf
ár Hamid Karzai
hefur verið forseti
Afganistan í tólf ár.
Hann hefur áður verið
sakaður um að vera
leppur Bandaríkja-
manna en er nú
orðinn einn helsti
gagnrýnandi þeirra í
landinu. Mynd AFp