Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2014, Qupperneq 44
36 Fólk Vikublað 4.–6. mars 2014
Pantaðar Pítsur
og sjálfsmyndir
Óskarsverðlaunin voru hin besta skemmtun
Ó
skarsverðlaunahátíðin fór
fram með pomp og prakt á
sunnudagskvöldið, en þetta
var í 86. sinn sem hátíðin er
haldin. Mikið var um dýrð-
ir í Dolby-leikhúsinu enda voru allar
helstu stjörnur Hollywood mættar til
að heiðra það besta í kvikmyndum á
árinu sem var að líða.
Ellen fór á kostum
Ellen DeGeneres fór á kostum sem
kynnir kvöldsins. Hún gerði góð-
látlegt grín að helstu stjörnum há-
tíðarinnar og fékk áhorfendur líka
til að taka virkan þátt í sýningunni.
Þannig tók hún til að mynda stjörn-
um prýdda sjálfsmynd sem hefur far-
ið eins og eldur í sinu um netið og sló
meira að segja nýtt met, en hátt í 2,5
milljónir manns hafa „endurtístað“
myndinni á Twitter sem er það mesta
í sögu samskiptamiðilsins. Eins tók
Ellen upp á því að panta pítsu fyrir
svangar stjörnurnar, en Brad Pitt tók
að sér að dreifa plastdiskum á með-
an spjallþáttadrottningin gekk um og
útdeildi pítsusneiðum. Til að borga
fyrir veitingarnar gekk hún svo á milli
stjarnanna og safnaði peningum í
hattinn hans Pharrells Williams.
Jared Leto stal senunni
Það var hinn bandaríski Jared Leto
sem hlaut fyrstu verðlaun kvöldsins,
en hann hreppti hnossið fyrir leik
sinn í Dallas Buyers Club. Leto þótti
af mörgum bera af í ræðuhöldum,
en hann hélt afar hjartnæma ræðu
þar sem hann þakkaði móður sinni
og bróður sérstaklega. Leto endaði
ræðuna svo á þessum fallegu orðum:
„Þetta er fyrir þær 36 milljónir
manna sem hafa tapað í baráttunni
við alnæmi og þau ykkar þarna úti
sem hafið fundið fyrir óréttlæti af því
hver þið eruð eða hvern þið elskið. Í
kvöld stend ég hér fyrir framan heim-
inn, með ykkur og fyrir ykkur.“
Leto þótti einnig stela senunni á
rauða dreglinum, en hann klæddist
hvítum jakka við hvíta skyrtu, svart-
ar buxur og eldrauða slaufu auk þess
sem hann skartaði sínu fallega, síða
rokkarahári.
Þakkaði Woody Allen
Annar senuþjófur á verðlaununum
var hin gullfallega Lupita Nyong‘o.
Hún þótti einstaklega falleg í ljós-
bláum kjól frá Prada auk þess sem
hún hélt bæði einlæga og hjartnæma
þakkarræðu. Nyong‘o var valin
besta leikkona í aukahlutverki fyrir
myndina 12 Years a Slave, sem einnig
var valin besta myndin, og endaði
ræðu sína á þessum fallegu orðum:
„Þegar ég lít á þessa gylltu styttu,
megi hún minna mig og öll lítil börn
á að sama hvaðan þú ert þá eru
draumar þínir fullgildir.“
Þakkarræða áströlsku leikkon-
unnar Cate Blanchett vakti einnig
athygli, en hún var valin best leik-
kona í aðalhlutverki fyrir myndina
Blue Jasmine. Margir biðu þess með
eftirvæntingu að sjá hvort og hvern-
ig Blanchett myndi þakka leikstjór-
anum Woody Allen, en sem kunn-
ugt er skrifaði fyrrverandi stjúpdóttir
hans, Dylan Farrow, opið bréf fyrir
skemmstu þar sem hún sakaði Allen
um að misnota sig kynferðislega sem
barn. Í bréfinu minntist Farrow með-
al annars á Blanchett og fleiri leik-
ara sem hún telur hafa tekið afstöðu
með Allen, en í ræðu sinni þakk-
aði Blanchett leikstjóranum fyrir að
hafa valið sig í hlutverkið. Þá nýtti
hún tækifærið og gagnrýndi skort á
myndum með konum í aðalhlutverki
og benti á að slíkar myndir væru vin-
sælar og þénuðu mikla peninga.
Williams í stuttbuxum
Á rauða dreglinum gerðist líka
ýmislegt skemmtilegt. Jennifer
Lawrence endurtók leikinn frá því í
fyrra en hún datt um umferðarkeilu
á rauða dreglinum, en það er flestum
enn í fersku minni þegar Lawrence
datt á leiðinni upp á svið til að taka
við verðlaununum sínum. Hún náði
þó að bjarga sér frá falli í þetta sinn
með því að grípa í óþekkta konu sem
stóð fyrir framan hana.
Pharrell Williams vakti líka nokkra
athygli á sunnudaginn, en hann
mætti á rauða dregilinn íklæddur
jakkafatajakka og stutt buxum.
Söngvarinn tók svo lagið Happy, sem
hann var einmitt tilnefndur fyrir, og
brá á leik með því að stíga út í salinn
og fá stjörnurnar til að stíga með sér
nokkur dansspor, en meðal þeirra
sem stóðu upp og dilluðu sér voru
Lupita Nyong‘o, Meryl Streep og Amy
Adams. n
Hörn Heiðarsdóttir
horn@dv.is
Sjálfsmyndin fræga
Ellen DeGeneres safnaði
saman nokkrum af stærstu
stjörnum Hollywood á eina
sjálfsmynd.
Flottur Jared Leto þótti bera af í ræðuhöld-
um kvöldsins sem og á rauða dreglinum.
Fagnað Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar 12 Years a Slave var valin besta myndin.
Tók lagið Pharrell Williams fékk Meryl
Streep til að dilla sér við lagið Happy.
Útdeildu pítsum Ellen DeGeneres gaf svöngum leikurum pítsusneiðar á meðan Brad Pitt
útdeildi plastdiskum. MyndIR REuTERS
Glæsileg Lupita Nyong'o bar af á rauða
dreglinum í þessum fallega kjól.