Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 6
Vikublað 10.–12. júní 20146 Fréttir
B
aldur Freyr Einarsson var
árið 2003, ásamt öðrum
manni, dæmdur fyrir stór-
fellda líkamsárás gegn
Magnúsi Frey Sveinbjörns-
syni sem leiddi til dauða hans. Að
mati dóms var árás Baldurs Freys
tilefnislaus og óréttlætanleg vegna
hrottaskapar. Hann var dæmdur til
þriggja ára fangelsisvistar sem og
gert að borga foreldrum Magnús-
ar Freys 1,2 milljónir króna í bætur.
Hluta upphæðarinnar, rúma hálfa
milljón króna, greiddi hann móður
Magnúsar heitins nú í janúar, nærri
tólf árum eftir atvikið.
DV fjallaði á dögunum um stefnu
Baldurs Freys Einarssonar gegn Vik-
unni vegna myndbirtingar á syni
hans. Í samtali við DV segist Þor-
björg Finnbogadóttir, móðir hins
látna, fegin að málinu sé loksins lok-
ið. Baldur Freyr segir í samtali við DV
þessa miklu töf hafa verið vegna þess
að hann hafi ekki vitað af skaðabót-
unum.
Engir vextir greiddir
Árið 2011 lét Þorbjörg gera fjárnám
hjá Baldri Frey og hljóðaði það upp
á 6,2 milljónir króna. Var það bóta-
fjárhæðin frá 2003 með vöxtum og
kostnaði. Samkvæmt þeirri fjár-
námsbeiðni hafði Baldur ekkert
greitt inn á kröfuna á þeim átta
árum sem liðið höfðu frá dómi. Einu
skaðabæturnar sem Þorbjörg hafði
því fengið voru sex hundruð þús-
und krónur frá Bótasjóði þolenda af-
brota. Vegna fjárnámsins var Baldur
Freyr á vanskilaskrá þar til í janúar á
þessu ári en þá samdi hann við Þor-
björgu um að hann skyldi millifæra
inn á hana fimm hundruð og fimm-
tíu þúsund krónur. Ljóst er að Baldur
Freyr sleppur vel frá skaðabótakröfu
sé það haft í huga að fjárnámsbeiðn-
in var gerð árið 2011 og vegna vaxta
hafi hún verið talsvert hærri í upp-
hafi árs. Upphæðirnar sem Þorbjörg
hefur fengið frá Bótasjóði sem og
millifærslan nú í janúar ná ekki upp í
höfuðstól skaðabótakröfunnar.
Vissi ekki af skaðabótunum
Í samtali við DV neitar Baldur Freyr
því staðfastlega að hann hafi að-
eins borgað brot þeirra skaðabóta
sem hann átti að borga. „Það er bara
búið að ganga frá þessu eins vel og
hægt var. Ég vissi ekkert af þessu fyrr
en fyrir nokkrum árum og þegar ég
gat samið um þetta þá gerði ég það.
Ég lét lögfræðing fara í öll þessi mál
þegar ég kom út og hann hreinsaði
nafnið mitt. Svo kom þetta bara allt í
einu upp aftur. Ég hélt ég hefði borg-
að þetta til ríkissjóðs, átta hundruð
þúsund eða eitthvað. Ég var ekki á
vanskilaskrá fyrr en mikið seinna,“
segir hann.
Betra en ekkert
Þorbjörg, móðir Magnúsar Freys,
segist vera fegin að málinu sé nú
lokið. „Jú, þetta tók tíma en það
er búið að klára þetta núna,“ segir
hún. Hún taldi engar líkur á að hún
fengi alla upphæðina sem Baldur
Freyr skuldaði henni í skaðabætur.
Að hennar sögn hafi hún ekki getað
gengið hart á eftir bótunum þar sem
hún hafi ekki haft efni á því. Þorbjörg
segist ekkert hafa velt því sérstaklega
fyrir sér hver upphæð skaðabótanna
væri nú. „Ég samþykkti það bara að
hann myndi borga fimm hundruð
og fimmtíu þúsund. Ég var ekkert að
ganga neitt á eftir þessu því ég bjóst
ekkert frekar við því að fá þetta. Ég
var alveg búin að afskrifa þetta en
svo kom hann skyndilega og bauð
þetta. Það má segja að þetta sé betra
en ekkert,“ segir Þorbjörg. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Ég var alveg búin
að afskrifa þetta
en svo kom hann skyndi-
lega og bauð þetta.
Móðir fékk hluta bóta
12 árum eftir lát sonar
n Magnús Freyr lést eftir árás 2002 n Árásarmaður borgaði skyndilega
Dæmdur Baldri Frey var
gert að borga foreldrum
manns sem hann réðst
á árið 2002 1,2 milljónir
í bætur. Maðurinn lést í
kjölfar líkamsárásarinnar.
Móðir hins látna fékk ellefu
árum síðar rétt svo höfuð-
stól skaðabótanna.
Ósátt við
ráðherra
Á fundi bæjarráðs Akraneskaup-
staðar hinn 5. júní síðastliðinn
voru kynnt umræðuskjöl sem
innanríkisráðherra hefur birt til
kynningar og samráðs og varða
reglugerðir um umdæmamörk
og starfsstöðvar, annars vegar
lögregluembætta og hins vegar
sýslumannsembætta. Bæjarráð
bókaði sérstaklega á fundinum
að fyrirætlunum innanríkisráð-
herra væri mótmælt harðlega.
„Bæjarráð Akraneskaupstaðar
mótmælir harðlega þeim hug-
myndum sem liggja fyrir hjá inn-
anríkisráðuneytinu um staðsetn-
ingu höfuðstöðva sýslumanns- og
lögreglustjóraembætta á Vestur-
landi. Hvorki er gert ráð fyrir að
lögreglustjóri né sýslumaður
verði staðsettir á Akranesi. Í hug-
myndum ráðuneytisins um vænt-
anlegar breytingar á starfsemi
lögreglu- og sýslumannsembætta
er gert ráð fyrir að aðsetur sýslu-
manns verði í Stykkishólmi og að-
setur lögreglustjóra í Borgarnesi.
Akranes er langfjölmennasti
byggðarkjarninn á Vesturlandi
með tæplega 7.000 íbúa og að
auki er Grundartangi í næsta ná-
grenni við kaupstaðinn og þar eru
á annað þúsund manns daglega
við störf. Auk þess eru tvær hafnir
með mikla starfsemi á svæðinu.“
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Frétti af tengingunni á laugardaginn
Bróðir Ólafs Ólafssonar dæmdi í Aurum-málinu
Á
laugardaginn var. Við fram-
kvæmum ekki bakgrunns-
kannanir á dómurum. Það er
þannig að menn gæta sjálf-
ir að sínu hæfi. Þannig að við höfð-
um ekki hugmynd um þetta,“ seg-
ir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, aðspurður hvenær
hann hefði vitað að Sverrir Ólafsson
væri bróðir Ólafs Ólafssonar, fjár-
festis og eiganda Samskipa. Sverr-
ir, sem er prófessor í verkfræði, var
meðdómari í Aurum-málinu en
sýknudómur féll í því yfir fjórum
mönnum á fimmtudaginn.
Þriggja manna héraðsdómur
klofnaði í málinu en Guðjón St.
Marteinsson og Sverrir kváðu upp
sýknudóm á meðan Arngrímur Ís-
berg skilaði séráliti og taldi að sak-
fella bæri þrjá af sakborningunum.
Mat Sverris hafði því úrslitaáhrif
í dómnum. Ríkissaksóknari mun
ákveða hvort málinu verður vísað
til Hæstaréttar Íslands eða ekki en
ekki embætti sérstaks saksóknara.
Einnig er hugsanlegt að krafist verði
endurupptöku á málinu í héraði í
ljósi þeirra tengsla sem eru á milli
Ólafs og Sverris.
Ólafur hefur sjálfur verið til
rannsóknar hjá embætti sérstaks
saksóknara og hefur sætt ákæru í Al-
Thani málinu. Dómur féll í því máli
í desember í fyrra og hlaut Ólafur
meðal annars óskilorðsbundin
dóm. Gagnrýnin á aðkomu Sverris
að málinu snýr að því að hann sé
ekki hæfur sem meðdómari vegna
tengsla sinna við Ólaf. Sverrir hefur
sjálfur sagt að hann hafi tjáð Guð-
jóni Marteinssyni frá tengslum sín-
um við Ólaf. n
ingi@dv.is
Vissi um tengslin eftir dóminn
Ólafur Hauksson frétti af tengslum með-
dómarans í Aurum-málinu við Ólaf Ólafsson
á laugardaginn var, tveimur dögum eftir að
dómur féll. MynD Sigtryggur Ari
Mikið um
þjófnað
Nokkuð var um þjófnað í
höfuð borginni aðfaranótt
mánudags og á mánudag.
Fimm tilkynningar bárust lög-
reglu um þjófnað víðs vegar
um borgina. Í vesturbæ bárust
tilkynningar um þjófnað í versl-
un, innbrot í bíl og í heimahús.
Í austurbæ var tilkynnt um
innbrot og þjófnað í sameign
fjölbýlishúss og í Kópavogi var
þvotti stolið við íbúðarhús.