Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 9
Vikublað 10.–12. júní 2014 Fréttir 9
Margt óuppgert í sögu
Framsóknarflokksins
n Útlendingahatur, ofsóknir og níð gegn minnihlutahópum n Sigmundur Davíð illa að sér í sögu flokksins
Mótmælendur ofsóttir
Harka Framsóknarflokksins í
garð útlendinga birtist glögg-
lega í tveimur umdeildum mál-
um sem komu upp í samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn um alda-
mótin. Annars vegar má nefna
Falun Gong-málið sem má rekja
til ársins 2002 þegar forseti Kína
kom í opinbera heimsókn til Ís-
lands. Skömmu fyrir heimsókn-
ina tóku ráðherrar þá ákvörðun
að banna iðkendum Falun Gong
að koma frjálsir ferða sinna til
landsins meðan heimsókn for-
setans stæði yfir. Lögreglunni í
Reykjavík og Keflavík var falið að
framfylgja banninu og var útbú-
inn svartur listi yfir meinta Falun
Gong-iðkendur sem Persónu-
vernd úrskurðaði síðar ólöglegan.
Margir komust til landsins og 75
einstaklingar voru vistaðir gegn vilja
sínum í Njarðvíkurskóla og ekki hleypt
inn í landið fyrr en eftir að hafa undir-
ritað yfirlýsingu um að heimsókn for-
setans yrði ekki trufluð með neinum
hætti. Margt bendir til þess að íslensk
stjórnvöld hafi fengið svarta listann
frá kínverskum yfirvöldum. Þannig
hafi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins beygt sig und-
ir kröfur alræðisstjórnarinnar í Kína á
kostnað minnihlutahóps.
Harka Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins gagnvart mót-
mælendum einskorðaðist reyndar
ekki við þá sem eru frá Kína. Líkt og DV
hefur áður fjallað rækilega um máttu
umhverfissinnar sem mótmæltu stór-
iðjustefnunni á Íslandi þola ótrúlegan
þjösnaskap á útrásarárunum.
Íraksstríðið
Ári eftir að Falun Gong-málið komst í
hámæli var Ísland gert að stuðnings-
aðila Íraksstríðsins. Málið var ekki rætt
á Alþingi og var um einhliða ákvörðun
Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar að ræða. Sá síðarnefndi
fór með utanríkisráðuneytið í umboði
Framsóknarflokksins.
Í Íraksstríðinu voru alþjóðalög og
mannúðarlög margbrotin og í seinni
tíð hefur orðið ljóst að réttlætingin
fyrir stríðinu, varsla gereyðingar-
vopna Saddams Hussain, var upp-
login. Halldór Ásgrímsson og Davíð
Oddsson höfðu á þessum tíma ekki
forsendur til að meta hvort rétt væri
að styðja stríðið. Engar sannanir
höfðu komið fram um gereyðingar-
vopn og óljóst var hverjar afleiðingar
stríðs í landinu yrðu. Real-pólitík og
þjónkun við Bandaríkin gengu framar
hagsmunum fólks í Mið-Austurlönd-
um og Ísland var gert samábyrgt fyrir
hörmungunum sem í stríðinu fólust.
Hinseginfælni
Hinsegin fólk er einn þeirra hópa
sem þurft hafa að berjast fyrir réttind-
um sínum á Íslandi undanfarin ár og
áratugi. Var Framsóknarflokkurinn í
fararbroddi á sviði þeirrar baráttu?
Í valdatíð Sjálfstæðisflokksins og
S
igmundur Davíð virðist
sækja innblástur til Fram-
sóknarflokks millistríðs-
áranna og notast við orð-
ræðu sem er ættuð frá þeim tíma.
Þetta er augljóst af ræðunum hans
og pistlum og sést líka í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnarinnar,“ segir
Ragnheiður Kristjánsdóttir sagn-
fræðingur í samtali við DV. Ragn-
heiður hefur rannsakað þjóðern-
isstefnu umtalsvert og skrifaði
doktorsritgerð um áhrif hennar á
stjórnmálastarf íslenskrar verka-
lýðshreyfingar.
Hugmyndastraumar sameinast
„Því má velta fyrir sér hvort þetta
sé að renna saman; annars vegar
þessi þjóðlegi og íhaldssami þráð-
ur hjá forsætisráðherra, og hins
vegar tilhneiging til að elta ein-
hverja andúð og óánægju í samfé-
laginu og afla atkvæða út á hana.
Þess háttar popúlismi á auðvitað
hljómgrunn úti um alla Evrópu
þessa dagana,“ segir hún.
En hefur kynþáttahyggja
og hörð þjóðernisstefna ver-
ið meira áberandi innan Fram-
sóknarflokksins heldur en inn-
an annarra stjórnmálahreyfinga?
Ragnheiður segist efast um það.
Hins vegar hafi hugmyndir sem
fæstum hugnast í dag, svo sem
kynþáttahyggja og hörð þjóðern-
isstefna, víða verið á kreiki á milli-
stríðsárunum, þar á meðal innan
Framsóknarflokksins.
Hundrað ára stjórnmálasamtök
Þarf Framsóknarflokkurinn að
gera upp fortíð sína? „Spurningin
um uppgjör við fortíðina er flókin,
en stutta svarið hlýtur að vera nei,“
svarar Ragnheiður. „Framsóknar-
flokkurinn er tæplega hundrað ára
gamall stjórnmálaflokkur og þar
hafa þrifist margs konar hugmynd-
ir, frjálslyndar og síður frjálslyndar.
Ég sé ekki fyrir mér að það yrði til
góðs að krefjast þess að núverandi
forysta svari fyrir það sem áður
var gert og sagt. Meira máli skipt-
ir að efna til samræðu um afstöðu
flokksins til þeirra þjóðfélags-
hópa sem búa og starfa á Íslandi
núna. Einföld fordæming á afstöðu
flokksins er ekki líkleg til að stuðla
að sátt um þessi mál.“
Telur Ragnheiður að full-
yrðingar Sigmundar um for-
tíð Framsóknarflokksins standist
skoðun? „Ég átta mig ekki alveg á
því til hvers Sigmundur er að vísa
þegar hann segir flokkinn beinlínis
hafa verið í fararbroddi á sviði
mannréttindabaráttu. Vafalaust
eru til dæmi um það – hér mætti
til dæmis nefna alþýðutrygginga-
löggjöfina sem sett var í stjórnar-
tíð Framsóknar- og Alþýðuflokks á
fjórða áratug tuttugustu aldar – en
það er tæpast hægt að alhæfa að
Framsóknarflokkurinn hafi skarað
fram úr öðrum flokkum í mann-
réttindabaráttu.“ n
Gömul og ný þjóðernis-
stefna renna saman
„Virðist sækja innblástur til Framsóknarflokks millistríðsáranna“
Framsóknarflokksins voru sett lög
um staðfesta samvist. Þorsteinn Páls-
son, þáverandi dómsmálaráðherra
úr röðum sjálfstæðismanna, mælti
fyrir frumvarpinu og var þverpóli-
tísk samstaða um það á þingi. Þá
höfðu samkynhneigðir barist fyrir
réttarbótum um árabil án þess að
stjórnmálamenn hlustuðu á kröfur
þeirra. Tillöguna um staðfesta sam-
vist mátti rekja til nefndar um réttar-
stöðu samkynhneigðra sem sett var
á fót áður en Framsóknarflokk-
urinn komst í ríkisstjórn. Ein hjú-
skaparlög komu ekki til sögunn-
ar fyrr en árið 2010 að frumkvæði
Samfylkingarinnar og Vinstri
grænna.
Framsóknarflokkurinn hefur
aldrei verið í fararbroddi á sviði
réttarbóta fyrir samkynhneigða.
Hins vegar hefur hann, eftir því
sem DV kemst næst, aldrei stað-
ið sérstaklega í vegi fyrir þeim.
Þótt gjörðir skipti höfuðmáli
verður einnig að gefa því gaum
hvernig stjórnmálamenn haga
orðum sínum í garð minni-
hlutahópa. Ummæli stjórn-
málamanna geta kynt undir
hugmyndum um að gagnkyn-
hneigð sé eðlileg en annars
konar kynhneigð afbrigðileg.
Ýmsir framámenn flokks-
ins hafa í gegnum tíðina látið
meiðandi ummæli falla um
samkynhneigða. Skemmst er
að minnast þess þegar Óskar Bergs-
son, áhrifamaður innan Fram-
sóknarflokksins sem í upphafi var
oddviti á lista fyrir nýafstaðnar borg-
arstjórnarkosningarnar í Reykjavík,
lét hafa eftir sér á opnum fundi að
hann væri „uggandi yfir því þegar
borgarstjóri segir að Jesús Kristur
hafi hugsanlega verið hommi“.
Eldra dæmi er hneykslan Guðna
Ágústssonar, fyrrverandi forsætis-
ráðherra og formanns Framsóknar-
flokksins, yfir því að geðlækninum
Óttari Guðmundssyni hefði dottið í
hug að velta fyrir sér þeim möguleika
að hetjur Íslendingasagnanna á
borð við Gunnar á Hlíðarenda og
Egil Skallagrímsson, hefðu verið
samkynhneigðar. Í málflutningi
Guðna birtist ekki aðeins hinseg-
infælni og gagnkynhneigðarremba
heldur einnig sama orðræða og gætt
hefur áhrifa innan Framsóknar-
flokksins allt frá dögum Jónasar frá
Hriflu, viðleitnin til að taka sér skil-
greiningar- og túlkunarvald hvað
viðkemur íslenskum menningararfi.
Formaður í bobba
Guðni var áberandi í fréttum fyrir
skemmstu þegar út spurðist að hann
hygðist bjóða fram krafta sína sem
oddviti framsóknarmanna í Reykja-
vík. Þegar ýmis ummæli sem hann
hafði látið falla, til dæmis um kon-
ur og kynfæri þeirra, voru rifjuð upp
ákvað hann að bjóða sig ekki fram.
Margir framsóknarmenn fóru mik-
inn og sökuðu „nettröll“ um að hafa
skemmt fyrir reynsluboltanum.
Guðni lenti líka í meiri háttar vand-
ræðum árið 1995 þegar fullyrt var á
forsíðu Alþýðublaðsins að hann væri
meðlimur í félaginu Norrænt mann-
kyn, samtökum sem börðust fyrir því
að flóttamönnum og innflytjendum
væri vísað úr landi. Guðni hafnaði
tengslum við félagið en fyrrverandi
formenn héldu öðru fram. Siðanefnd
Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði
síðar Guðna í vil og snupraði blaða-
manninn, enda stæðist frétt hans ekki
kröfur um fagleg vinnubrögð og ekki
hefði verið gerð tilraun til að ná tali af
Guðna. Enn er þó óljóst hvort fyrrver-
andi formenn félagsins sögðu ósatt,
eða hvort Guðni kaus að hafna full-
yrðingum þeirra til að bjarga mann-
orðinu og stjórnmálaferlinum.
Skref til baka
Hvað með konur og jafnréttisbarátt-
una? Við myndun nýrrar ríkisstjórnar
í fyrra var stigið skref aftur á bak í jafn-
réttismálum. Í ríkisstjórnum Jóhönnu
Sigurðardóttur á árunum 2009 til 2013
voru konur ýmist jafn margar eða
fleiri en karlarnir. Í núverandi ríkis-
stjórn eru sjö karlar en aðeins þrjár
konur, þar af ein úr Framsóknar-
flokknum. „Á að refsa öðrum fyrir
það að ég hafi fæðst karlkyns?“ spurði
Sigmundur þegar rætt var um kynja-
hlutföllin í þættinum Sprengisandi á
Bylgjunni í fyrra.
Eftir því sem DV kemst næst hef-
ur Framsóknarflokkurinn ekki staðið
sérstaklega í vegi fyrir framgangi jafn-
réttisþróunar á Íslandi. Hins vegar er
ekki hægt að eigna flokknum heiður-
inn af baráttu kvenna fyrir jöfnum
réttindum á við karla.
Sagan endurskrifuð
Sama hvernig á það er litið, þá stand-
ast yfirlýsingar Sigmundar Davíðs, um
mannréttindabaráttu Framsóknar-
flokksins og varðstöðu hans um hópa
sem hafa átt undir högg að sækja, enga
skoðun. Málflutningurinn um moskur
og múslima er ekki eina dæmið um að
Framsóknarflokkurinn beiti sér gegn
hagsmunum og réttindum minni-
hlutahópa. Flokkurinn hefur ekki stað-
ið vörð um mannréttindi hælisleit-
enda og flokkurinn neitaði gyðingum
um aðstoð þegar þeir þurftu á henni
að halda. Flokkurinn var ekki í farar-
broddi á sviði réttindabaráttu hinseg-
in fólks og flokkurinn sat í ríkisstjórn-
um sem beittu mótmælendur, bæði
af íslenskum og erlendum uppruna,
mikilli hörku.
Umdeilt er hversu langt stjórnmála-
samtök eiga að ganga í að biðjast afsök-
unar á fortíð sinni. Mun ríkari hefð er
fyrir slíku erlendis en á Íslandi. Hins
vegar ættu flestir að geta sammælst um
að það er ekki til góðs að stjórnmála-
flokkar afneiti fortíðinni eða sveipi
hana dýrðarljóma sem ekki á rétt á sér.
Að loka augunum fyrir grimmdarverk-
um sögunnar er virðingarleysi gagn-
vart fórnarlömbunum. n
„Mannúð bönnuð“ Katrín Thoroddsen lækni
r skrifaði harðorðan pistil í Þjóðviljann
þar sem hún útskýrði hvernig Hermann Jón
asson, forsætisráðherra Framsóknarflokks
ins,
kom í veg fyrir að munaðarlaus gyðingabör
n fengju hæli á Íslandi.
Þjóðarsamstaða gegn Evrópu „Öflug þjóð í eigin landi!“ segir í kosningaauglýsingu Framsóknarflokksins frá árinu 1991. Hvatt er til þjóðarsamstöðu gegn Evrópubandalaginu. Nokkrum árum síðar lagðist flokkurinn gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem óumdeilt er að fól í sér mikla búbót fyrir íslenskt efnahagslíf.
Varðstaða um íslenskt þjóðerni Í auglýsingum
sínum
hefur Framsóknarflokkurinn margsinnis stillt h
agsmunum
Íslendinga upp sem andstæðu við það sem erl
ent er. „Sjálf-
stæði og þjóðerni yrði stefnt í voða,“ segir hér
í auglýsingu
frá 1963 um afleiðingar þess ef Ísland gengi í E
fnahags-
bandalag Evrópu, fyrirrennara Evrópusamban
dsins.
Guðni og Norrænt mannkyn Guðni
Ágústsson hefur lent í vandræðum vegna
ásakana um aðild að samtökum sem börð-
ust gegn komu útlendinga til landsins.
Ökklabönd á hælisleitendur Vigdísi
Hauksdóttur, hefur stungið upp á því
að vissir hælisleitendur séu látnir bera
ökklabönd.