Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 18
18 Skrýtið Vikublað 10.–12. júní 2014 R ússneskur karlmaður er frjáls ferða sinna þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hafa borðað vin sinn í veiðiferð í Síberíu. Það kom í ljós við réttarhöldin yfir honum að hann var ekki einu sinni svangur þegar hann borðaði hann. Eiginkona fórnarlambsins, hin 38 ára gamla Olga Kurochkin, var dregin fram sem vitni við réttar­ höldin en þar lýsti hún hryllingn­ um sem blasti við henni þegar henni voru afhentar líkamsleifar eiginmanns síns. Um var að ræða fót, einn fingur og hluta af höfuð­ kúpu mannsins hennar, Andrei Kurochkin. Hann hafði farið í fiskveiðiferð til Síberíu með vinum sínum, Alex­ ei Gorulenko, Alexander Abdullaev og Vladimir Komarov. Ferðin fór alls ekki vel því þeirra var saknað í fjóra mánuði. Þeir höfðu lagt af stað í ágúst árið 2012 en tilkynnt var um hvarf þeirra í nóvember sama ár. Fjórmenningarnir höfðu leitað skjóls í veiðikofa sem þeir dvöldu í í nokkrar vikur þangað til maturinn kláraðist. Kjötið strípað af beinunum Jeppi þeirra hafði sokkið í ísilagða á og voru þeir fastir á einum af ein­ angruðustu stöðum heimsins. Það var í desember árið 2012 sem þeim var bjargað og játuðu Gorulenko og Abdullaev að hafa étið Kurochkin til að halda lífi. Ekki er vitað hvað varð af fjórða manninum, Vladimir Komarov, og er hann talinn af. Þegar líkamsleifar Kurochkin fundust staðfestu yfirvöld að hann hefði verið étinn af vinum sínum. Kom fram í skýrslu meinafræðinga að Kurochkin hefði verið slitinn í sundur og kjötið strípað af bein­ um hans. Það sem var óljóst í þessu máli var hvort Kurochkin hefði verið myrtur eða dáið úr kulda. Gorulenko gaf þá skýringu að Kurochkin hefði dáið úr kulda eft­ ir að hafa særst á fæti. „Það var ekki fyrr en hann hafði gefið upp öndina sem við átum hann til að halda lífi,“ var haft eftir Gorulenko. „Rústað líf mitt“ „Getið þið ímyndað ykkur hvað ég á eftir af manninum mínum?“ sagði eiginkona Kurochkins, Olga. „Einn fót með tám, einn fingur og hnakkann af höfuðkúpunni með hári. Það er allt og sumt. Hvern­ ig á ég að kveðja manninn sem ég elskaði? Þetta hefur rústað líf mitt,“ sagði Olga sem kallaði eftir því að vinum eiginmanns síns yrði refsað en var hrædd um að lögreglan yrði treg til að rannsaka málið því lög í Rússlandi ná trauðla yfir mannát að hennar sögn. Voru ekki svangir Við réttarhöldin voru þeir Goru­ lenko og Abdullaev kallaðir til vitn­ is en þar viðurkenndu þeir að hafa ekki einu sinni fundið til svengdar þegar þeir lögðu Kurochkin sér til munns. Saksóknarar héldu því fram að Kurochkin hefði verið myrtur af vinum sínum með höfuðhöggi og hefðu síðan bútað hann niður og eldað. Rannsókn meinafræðinga sýndi fram á að kjötið hefði verið skorið varfærnislega af líki Kurochkin en á móti slitu þeir liðina harkalega í sundur. Fjölskylda Kurochkins vildi að vinir hans yrðu ákærðir fyrir morð en dómarinn við réttarhöldin hafnaði því og var Alexei Gorulenko dæmdur fyrir líkamsmeiðingar og hlaut þriggja og hálfs árs skilorðs­ bundinn fangelsisdóm. Abdullaev hafði ekki stöðu sak­ bornings og var einungis stuðst við vitnisburð hans við réttarhöldin. Abduallaev játaði að hafa étið Kurochkin en ekki fyrr en hann hafði dáið úr kulda. Hann viður­ kenndi að hungur hefði ekki verið ástæða þess að hann og Gurolenko lögðu sér Kurochkin til munns heldur var önnur ástæða að baki. Þegar gengið var frekar á hann eft­ ir útskýringum neitaði hann að gefa upp ástæðuna. „Furðu slegin“ Líkamsleifar Kurochkins voru ekki þær einu á því svæði sem mennirnir dvöldu á til að halda lífi. Einnig fundust leifar af dýrum. „Hvers vegna neyddust þeir til að éta manninn minn fyrst þeir gátu drep­ ið dýr?“ spurði Olga meðal annars þegar fjölmiðlar ræddu við hana. „Ég er furðu slegin vegna þessarar niðurstöðu dómarans og allt annað en sátt við rannsókn yfirvalda á þessu máli. Hver hefði búist við því að mannæta fengi að ganga laus? Ég get ekki skilið hvernig dómurinn komst að þessari niðurstöðu.“ Hún bendir á að þeir Rússar sem beittu því neyðarúrræði í seinni heimsstyrjöldinni að éta félaga sína til að lifa af hefðu verið teknir af lífi. „Rússland nútímans er með þessu að segja þessum einstaklingum: Verði ykkur að góðu,“ sagði Olga sem segir Gurolenko hafa verið æskuvin eiginmanns síns. „Hann hefur ekki talað við mig, hvað þá beðið mig afsökunar,“ segir Olga sem fór með málið til Vladi­ mirs Pútín, forseta Rússlands, vegna ótta um að málið yrði ekki rannsakað til hlítar. Hún hyggst áfrýja niðurstöðu dómsins. n Voru ekki svangir þegar þeir átu vin n Frjáls ferða sinna þrátt fyrir mannát n Eiginkona furðuslegin vegna dóms í málinu Hjónin Olga og Alexei Kurochkin voru hamingjusamlega gift. Var ekki svangur Alexei Gorulenko var ekki svangur þegar hann lagði vin sinn sér til munns. Át vin sinn Alexendar Abdullaev var annar þeirra sem átu vin sinn. „Hvers vegna neyddust þeir til að éta manninn minn fyrst þeir gátu drepið dýr? „Það var ekki fyrr en hann hafði gefið upp öndina sem við átum hann til að halda lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.