Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Qupperneq 20
Vikublað 10.–12. júní 2014 Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Sveinbjörg er fluggáfuð Annar veruleiki Bæjarfulltrúi Framsóknar á ættir að rekja til Jemen. - DV D ómurinn í Aurum-málinu á fimmtudaginn í síðustu viku verður að teljast nokkuð sér- stakur. Þriggja manna dómur klofnaði að vísu og vildu tveir af dómurunum sýkna alla sem ákærðir voru en einn dómari, Arngrímur Ís- berg, vildi sakfella þrjá menn af fjór- um. Auðvitað er jákvætt þegar menn eru sýknaðir en það verður að vera á réttum forsendum. Forsendurnar fyrir sýknu- dómunum eru meðal annars þær að meirihluti dómsins fettir fing- ur út í notkun embættis sérstaks saksóknara á tölvupóstum á milli starfsmanna Glitnis og Jóns Ásgeirs Jóhannes sonar, óbeins hluthafa stærsta eiganda Glitnis, FL Group, sem sönnunargagna. Í tölvupóstun- um áttu sér stað skoðanaskipti um sex milljarða króna lánveitinguna frá Glitni til eignarhaldsfélags sem keypti skartgripakeðjuna Aurum af fjár- festingarfélagi Pálma Haraldssonar, Fons, um sumarið 2008. Sumir af þessum tölvupóstum eru orðnir vel þekktir í samfélags- umræðunni eins og þegar Einar Örn Ólafsson sagði að verðmatið á skart- gripakeðjunni væri of hátt og hvort ekki væri betra að lána Pálma Har- aldssyni bara þá milljarða sem um ræddi í gegnum aflandsfélag. Þá eru einnig tölvupóstar frá Jóni Ásgeiri, sem á þessum tíma fór fyrir fjár- festingarfélaginu FL Group, þar sem hann leggur línurnar í viðskiptunum. Einn þeirra hljóðaði meðal annars svona: „Þetta eru mál in nenni ekki að bögga ykk ur á hverj um degi með þessu enda ætl ast ég til að CEO þess- ara fé laga vinni sín mál. Ef við kom um þess um mál um frá þá er borðið mitt hreint. Ann ars er kanski [sic] best að ég verði starf andi stjórn ar formaður Glitn is banka.“ Jón Ásgeir fékk hluta af lánveitingunni í gegnum Fons til að greiða niður yfirdrátt við Glitni upp á hundruð milljóna króna. Líkt og við var að búast gerðu þátt- takendur í tölvupóstsamskiptunum lítið úr þeim fyrir dómi. Orð voru látin falla í hálfkæringi, menn voru að grín- ast, Jón Ásgeir hafði ekki boðvald yfir starfsmönnum Glitnis eins og Lárusi Welding, svona var bara stíll Jóns Ás- geirs og svo framvegis. Myndin sem var teiknuð upp af tölvupóstsam- skiptunum var því allt önnur en sú mynd sem lesandi þeirra fær af þeim. Jón Ásgeir sagði sjálfur fyrir dómi að ekki mætti lesa of mikið úr tölvupóst- samskiptum og undir þetta sjónarmið tók meirihluti dómsins sannarlega. Þetta sjónarmið, sem dómurinn grundvallast í reynd að stóru leyti á, er dálítið einkennilegt. Annars vegar er um að ræða samtímaheimildir – tölvupósta – sem koma beint frá þátt- takendum í viðskiptum og eru þeir skrifaðir þegar umrædd viðskipti áttu sér stað. Á hinn bóginn er um að ræða túlkanir þessara sömu manna á sömu tölvupóstsamskiptum nokkrum árum síðar; túlkanir sem settar eru fram eftir að málið sem þeir ræddu sín á milli er komið fyrir dóm. Hér- aðsdómur Reykjavíkur ákveður að fara þá leið að láta eftiráskýringarnar um tölvupóstsamskiptin ráða túlkun dómsins á þeim en ekki þær túlkan- ir sem eðlilegri eru út frá lestri tölvu- póstanna. Eftiráskýringar þátttakend- anna í tölvupóstsamskiptunum eru með öðrum orðum látnar njóta vaf- ans. Dómurinn hafði tvo kosti: Að láta heilbrigða skynsemi ráða för við túlk- un tölvupóstanna eða láta vitnisburði fyrir dómi eiga þátt í að stýra túlkun sinni. Ég hélt lengi vel að Aurum-málið væri sennilega það hrunmál sérstaks saksóknara sem hvað bestar sann- anir væru fyrir, þá aðallega umrædd- ir tölvupóstar. Meira að segja taldi ég líklegra að sakfellt yrði í þessu máli en til dæmis Al-Thani málinu þar sem einnig liggja fyrir ýmis skrifleg gögn og vitnisburðir sem þó eru ekki eins opinberandi og gögnin í Aurum-mál- inu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði hins vegar í Aurum-málinu en sakfelldi í Al-Thani málinu. Bæði mál- in eru nú á leið í Hæstarétt Íslands. Eftir að hafa lesið dóminn í Aurum- málinu, sem að mínu mati stríðir gegn heilbrigðri skynsemi um hvernig og á hvaða forsendum túlka eigi gögn og sönnunargögn, þá verð ég segja að mér finnst dómurinn vera skrítinn. Maður segir A á forsendum B þegar atburðurinn sem hann ræð- ir um á sér stað en segir svo ekki-A á forsendum ekki-B fimm til sex árum eftir atburðinn og meirihluti héraðs- dóms telur að slíkur rökstuðningur haldi vatni. Það er eins og dómurinn hafi ekki tekið neitt, eða að minnsta kosti afar takmarkað, tillit til tölvu- póstanna og þeirrar sögu sem þeir segja í niðurstöðu sinni. Þannig er horft framhjá afhjúpandi sam- tímaheimildum um Aurum-málið og byggir niðurstaðan á öðrum veruleika en þar kemur fram. n Afturhvarf Óskars Einn mesti uppreisnarmaður ís- lenskra fjölmiðla er Óskar Hrafn Þorvaldsson sem stýrði fréttastofu Stöðvar 2 með þeim hætti að all- ir fengu að finna fyrir tevatninu. Eigandinn og útrásarvíkingurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, fékk ekki síst á baukinn. Á endanum var Óskar rekinn og stofnaði Frétta- tímann. Það er háttur Jóns Ás- geirs að taka óvinina í faðminn og gera þá að bandamönnum sínum. Þannig fór með Óskar sem stofn- aði íþróttavef í Bretlandi með fyrr- um fjandmanni sínum. Nú hefur samstarf þeirra tekið á sig enn eina myndina því Óskar er orðinn yfir- maður allra íþróttamála hjá 365 og lítil hætta á að hann stígi þar aftur á tær velgjörðarmannsins. Kátur Jón Ásgeir Jón Ásgeir Jóhannesson athafna- maður má vel við una eftir að undirréttur sýknaði hann í svoköll- uðu Aurum-máli. Sýknan er stór- sigur fyrir Jón Ásgeir sem hef- ur lýst yfir því að hann hyggist snúa aftur í fjárfestingar í Bretlandi af full- um krafti. Vandinn er hins vegar sá að allar líkur eru á því að sérstakur saksóknari áfrýi málinu til Hæsta- réttar. Það gæti verið áhyggjuefni og þá sérstaklega þar sem fjölskip- aður dómurinn klofnaði og vildi einn dómaranna senda athafna- manninn í fangelsi. Hanna Birna „lygari“ Sjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn Jónsson á það til að vera sérlega illskeyttur. Í þætti sínum, Hrafna- þingi á ÍNN, í síðustu viku tók hann fyrir málefni Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur inn- anríkisráðherra sem hann kall- aði kerlingu sem hefði logið að sér. Snerist málið um fund þar sem fjallað var um undarlegar reglur varðandi far- þegaflutninga með bátum. Hund- skammaði hún Ingva Hrafn fyrir að hafa farið rangt með. Hann bað hana afsökunar en komst síð- an að því að ráðherrann hefði log- ið til um lausn málsins. Varð það tilefni eins mesta reiðikasts sem sést hefur í sjónvarpi. Kveinstafir ráðamanns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ber með sér að vera áhyggjufullur vegna óvæginnar um- ræðu um Fram- sóknarflokkinn og múslima. Í síðustu viku kom hann fram í nokkrum fjöl- miðlum og bar sig alls staðar illa. Einn uppá- haldsvettvangur Sigmundar er þátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann á ævin- lega skjól hjá þáttastjórnendum. Þar mætti hann að vanda og kveinstafirnir fengu hljómgrunn hjá meðvirkum útvarpsmönnum sem létu óþægilegar spurningar eiga sig. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Leiðari „Ef við kom um þess um mál um frá þá er borðið mitt hreint MynD SIGtryGGur ArI Hann er fokking flottur Elliði Vignisson er ánægður með Bjarna Ben. - DV Sá allra flottasti rakel Þorbergsdóttir hitti George Best. - DV Það er á hreinu Aron Kristjánsson vill vinna Bosníu. - DV Trúfrelsi eða ekki M ikið hefur verið fjallað um gengi framsóknarmanna í Reykjavík í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Flokkurinn náði tveimur óþekktum frambjóðendum inn í borgarstjórn en fyrirfram var búist við engum. Kveikjan að þessu góða gengi var umræða um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykjavík. Sú umræða vakti upp draug og þótt sumum finnist niðurstaðan hrollvekjandi er hún staðreynd. Úthrópanir kæfa umræðu Hingað til hafa stjórnmálaflokkar forðast umræðu um innflytjendur og enn er í fersku minni útreið Frjálslynda flokksins sem orðaður var við þjóðernisöfgar eftir yfirlýs- ingar forsvarsmanna þar á bæ. Það liggur í augum uppi að umræðan nú snýst ekki um lóðaúthlutun heldur afstöðu manna í garð minnihluta- hóps. Ný staðsetning lóðar undir mosku myndi þannig varla breyta miklu. Íslendingar eru, eins og aðr- ar þjóðir, einfaldlega ekki allir á sama máli varðandi fjölmenningu. Margir sjá í henni ógn við ríkjandi gildi, aðrir óttast árekstra ólíkra menningarheima og sumir nefna hagfræðileg rök. Þetta þarf þó ekki að vera ígildi haturs eða andúðar en slíkar upphrópanir eru hins vegar prýðilegar til að kæfa alla umræðu. Fáir vilja jú vera kenndir við hatur og illgirni, ekki síst þeir sem bjóða sig fram til opinberra embætta. En eitt er að þykja fugl sinn fagur, ann- að að þykja hann yfir aðra hafinn. Báðir líti í eigin barm Sagan sýnir glöggt að kynþáttahatur er til. Það er ekki einskorðað við minnihlutahópa heldur mannkynið í heild. Enn fremur hefur reynslan sýnt að samgangur ólíkra menn- ingarheima er ekki átakalaus og stundum gengið illa. Heimsmyndin er þó orðin þannig að slíkur sam- gangur verður vart umflúinn hvort sem fólki líkar betur eða verr. Þeir sem ásaka málshefjendur um inn- flytjendur eða minnihlutahópa um mannhatur ættu að hugsa sinn gang því mannhatur er þungur dómur í annars garð fyrir þá sök eina að deila ekki einhverjum ímynduðum rétttrúnaði. Hinir sem tortryggja eða berjast á móti uppgangi minni- hlutahópa ættu, varðandi moskuna, að gera upp við sig hvort flutningur hennar annað bætti úr skák. Ef ekki, koma hreint fram og tala skýrt um það hvort trúfrelsi eigi að ríkja á Ís- landi eða ekki. n Lýður Árnason læknir og vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar Kjallari „Þeir sem ásaka málshefjendur um innflytjendur eða minni- hlutahópa um mannhatur ættu að hugsa sinn gang því mannhatur er þungur dómur í annars garð fyrir þá sök eina að deila ekki einhverjum ímynduðum rétttrúnaði Moska „Það liggur í augum uppi að um- ræðan nú snýst ekki um lóðaúthlutun heldur afstöðu manna í garð minnihlutahóps.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.