Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Side 21
Vikublað 10.–12. júní 2014 Umræða 21 Myndin Sumarið í Eyjum Veður hefur verið blítt í Vestmannaeyjum, eins og reyndar um mest allt land, upp á síðkastið. Ferðafólk nýtur góðs af. Mynd Sigtryggur Ari Mest lesið á DV.is 1 Strætóbílstjóri hellir sér yfir farþega: „Láttu mig vinna mína vinnu og þegiðu“ „Það kemur mér ekkert við hvað stendur á þessu skilti,“ heyrist strætóbílstjóri segja við farþega í myndbandi sem Marína Gerða Bjarnadóttir deildi á Face- book-síðu Strætó. Í ábendingu Marínu til Strætó kemur fram að síðastliðinn miðvikudag hafi hún verið í strætisvagni númer 14 er strætóbílstjóri hreytti fúkyrðum í farþega. Lesið: 67.132 2 Framsóknarkona úthúðar múslimum: „Við eigum að standa vörð um arfleifð okkar, menningu og trú á Guð“ Íris Lind Verudóttir, söngkona og frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Kópavogi, úthúðar múslimum á Facebook-síðu sinni og alhæfir um þá. Tengir hún múslima við heiðursmorð, sjálfsmorðssprengjuárásir, nauðganir, barnagiftingar, sýruárásir og grýtingu svo fátt eitt sé nefnt. Lesið: 45.633 3 Vildu gera húsleit vegna prófílmyndar Einkennisklæddir lögreglumenn höfðu uppi á Kleópötru Mjöll Heiðudóttur aðfaranótt 1. júní á skemmtistað í Reykjanesbæ og tilkynntu henni að prófílmynd hennar á Facebook gæfi tilefni til húsleitar heima hjá henni. Á myndinni er Kleópatra klædd í einkenn- isbúning lögreglunnar. Lesið: 40.544 4 Afmæli í anda 2007: Leyniveisla í Viðey Fjöldi fólks vann að því á laugardag að koma upp risastóru tjaldi í Viðey. Afmæl- isbarnið var Birgir Már Ragnarsson, samstarfsmaður Björgólfs Thors og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samson, en hélt hann upp á fertugsafmæli. Lesið: 34.152 5 Guðmundur biðst afsök-unar á hatursskrifum: „Ég mun aldrei skrifa svona hluti aftur“ Ég mun aldrei skrifa svona hluti aftur,“ skrifar Guðmundur Ingi Vésteinsson á samfélagsmiðl- inum Facebook þar sem hann biðst afsökunar á hatursskrifum í garð Salmanns Tamimi, varaformanns Félags múslima á Íslandi. Lesið: 29.881 Ég er lítil eftirlíking Katrín Mist líkist móður sinni sem lést þegar hún var þriggja ára. - DV Ég losaði takið Katla rós Völu- og gunnarsdóttir kom að móður sinni látinni. - DV Eignarnám er svarið E inkaeignarréttinum eru settar ákveðnar skorður hvað náttúruna áhrærir. Þannig get- ur landeigandi ekki meinað neinum að njóta náttúruundra þótt hann eigi landið sem að þeim ligg- ur. Hann getur takmarkað umgang ef land liggur við skemmdum en ekki krafist gjalds sem skapar honum arð. Þetta segja landslög og það sem meira er, yfir þúsund ára saga Íslendinga er samfelld viljayfirlýsing um að náttúr- an sé okkar allra. Síðan er allt annar handleggur að landeigendur geta nýtt hugvit til að hagnast á náttúrugæðum með því að veita þjónustu og hagnast þannig á eigin sköpun. Land tekið undir vegi með eignarnámi Eignarnám á landi er ekki eftirsóknar- vert í sjálfu sér. Þó tíðkast það án þess að sérstaklega hátt fari. Á hverju ári stendur Vegagerðin í samningaþjarki við landeigendur um bætur fyrir lönd sem verða fyrir valinu undir vegstæði. Ef samningar nást ekki er landið tekið eignarnámi og sérstök matsnefnd úr- skurðar bætur. Hjá Vegagerðinni hef ég fregnað, að eignarnám sé tíðara nú en áður var, einfaldlega vegna þess að landeigendur hafi heldur fært sig upp á skaftið í bótakröfum þannig að samningar nást ekki. Almannahagur ofar einkahagsmunum Ég neita því ekki að stundum hlýtur samúð okkar að liggja nærri land- eigendum þegar fallegt land fer und- ir veg eða þegar vegalagning eða um- ferð veldur þeim ama. Fáir hafa þó orðið til að taka upp hanskann fyrir landeigendur hvorki í tjónabótastríði við Vegagerðina eða þegar hver- ir hafa verið teknir til almannanota eins og gerðist með Deildartungu- hver upp úr miðri síðustu öld. Flest- ir viðurkenna og virða þá meginhugs- un að ríkir almannahagsmunir eigi að vera settir ofar þröngum einkahags- munum. náttúrugersemarnar eru okkar allra Auðvitað eru mörg tilvik á gráu svæði. Þannig var ég ekki sáttur þegar rætt var um eignarnám undir rafmagns- línur á Reykjanesi fyrir nokkrum vik- um. Þar mátti nefnilega deila um vægi almannahags. Það verður hins vegar varla gert hvað varðar helstu náttúrugersemar Íslands. Þar er hóp- ur landeigenda, sem eiga land sem að þeim liggur, búinn að bíta það í sig að þeir geti gert þær að féþúfu fyrir sína prívatbuddu. Það er hins vegar mikill misskilningur. Það er hvorki leyfilegt samkvæmt gildandi lands- lögum að krefjast aðgangseyris að náttúruundrum, nema að tilteknum forsendum sé fullnægt, né leyfir það þúsund ára hefð. Linkind stjórnvalda Ríkisstjórnin hefur sýnt fádæma lin- kind gagnvart rukkurum sem að hætti stigamanna stilla sér upp fyr- ir framan ferðamenn og krefja þá um peninga. Þetta gerðist við Geysi í vor sem kunnugt er. Þar stöðvaði almenningur rukkarana með því að neita að borga og er málið nú á leið inn í dómsali að undirlagi stjórn- valda. Það er vel. En í Kerinu í Gríms- nesi er aftur farið að rukka og eina sem heyrst hefur frá ríkisstjórninni, vegna þessara lögbrota, eru yfirlýs- ingar ferðamálaráðherrans sem segir að hún viti ekki betur en að rukkunin gangi prýðisvel! Viljum vörn gegn ofbeldi Við sem teljum gjaldheimtuna vera lögbrot og auk þess ganga þvert á aldagamlar hefðir og reyndar einnig nýrri hugmyndir um almannarétt, hefðum viljað vera varin af stjórn- völdum; varin svipað og almennt er gert þegar rán er framið. Frá þess- um sjónarhóli – þar sem almanna- hagur er hafður að leiðarljósi – verð- ur varla sagt að rukkunin gangi vel. En stilli ráðherrann sér upp við hlið þeirra Óskars Magnússonar í Kerinu eða Ólafs H. Jónssonar sem á land í námunda við Dettifoss og fleiri nátt- úruperlur á Norðausturlandi, má vissulega til sanns vegar færa að allt sé að komast í réttan farveg. Nú frétt- ist af samningum á Norðausturlandi við landeigendur við Dettifoss og víðar. Þar er enn haft í hótunum af hálfu landeigenda um að gjaldtaka hefjist fljótlega á einhverjum stöð- um en landeigendur hafi hins vegar ákveðið að fresta gjaldheimtu við sjálfan Dettifoss – en aðeins um sinn! gripið verði í taumana Auðvitað ber stjórnvöldum að grípa þegar í stað í taumana almenningi til varnar. Löglausar gjaldheimtur verð- ur að stöðva þegar í stað. Ef menn láta sér ekki segjast er bara um eitt að ræða: Eignarnám! Sjálfum finnst mér fullkomlega eðlilegt að taka all- ar helstu náttúruperlur landsins eignarnámi. Landeigendum yrði þá greitt sanngjarnt gjald fyrir. Í trúar- brögðum er talað um náttúruna sem sköpun guðs. Látum það liggja milli hluta. Hitt getum við þó fullyrt að Óskar Magnússon bjó ekki til Kerið í Grímsnesi og Ólafur H. Jónsson skóp ekki Dettifoss. n Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari Almannahagur ofar einkahagsmunum „Ríkis- stjórnin hefur sýnt fádæma linkind gagnvart rukkurum sem að hætti stigamanna stilla sér upp fyrir framan ferðamenn og krefja þá um peninga.“ Mynd rÖgnVALdur Már „Það er hvorki leyfi- legt samkvæmt gildandi landslögum að krefjast aðgangseyris að náttúruundrum, nema að tilteknum forsendum sé fullnægt, né leyfir það þúsund ára hefð. Þetta var grínskilti Sverrir tattú er sakaður um hótunarbrot vegna skiltis. - DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.