Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 26
Vikublað 10.–12. júní 201426 Lífsstíll
Vætukarsi
er hollastur
Vætukarsi (e. watercress) er
hollasta fæðan á markaðnum.
Þetta segja vísindamenn við New
Jersey William Paterson-háskól-
ann sem tóku saman lista yfir
hollustu fæðutegundirnar með
hliðsjón af 17 mikilvægustu inni-
haldsefnunum. Bæði grænmeti
og ávextir voru skoðuð en græn-
metið mældist mun hollara.
Vætu karsinn var eina tegundin
sem fékk fullt hús stiga. Kínakál
var í öðru sæti en spínat, sikoría
og steinselja skoruðu einnig hátt.
Klárir krakkar
brotna
undan álagi
Klárari krakkar eru líklegri til að
brotna undan álagi ef verkefnin
eru þung. Þetta kemur fram í
rannsókn háskólans í Michigan.
Vísindamenn lögðu próf fyrir
kínverska nemendur í þriðja og
fjórða bekk. Í ljós kom að klárari
nemendur létu álag hafa minni
áhrif á sig en hinir nemendurn-
ir þegar þeir leystu auðveld ver-
kefni. Álagið sagði hins vegar til
sín þegar verkefnin voru erfiðari.
Viðmiðunarhópurinn vann verr
undir álagi þegar verkefnin voru
auðveld en við úrlausn erfiðra
verkefna voru þau líklegri til að
giska á útkomuna. Niðurstað-
an birtist í The British Journal of
Edu cational Psychology.
Sjálfsvíg
algengari að
nóttu til
Fólk er líklegra til að fremja sjálfs-
víg eftir miðnætti en mestar líkur
eru á tímabilinu milli 2–3 á nótt-
unni. Þetta kemur fram í banda-
rískri rannsókn sem byggð var á
yfir 35 þúsund sjálfsvígum. Að-
eins 2 prósent sjálfsvíganna áttu
sér stað frá 18 til miðnættis, 10
prósent milli miðnættis til fjögur
og 16 prósent frá 2–3. „Þetta virð-
ist vera í fyrsta skiptið sem dæg-
ursveiflan er skoðuð sem breyta
og hjálpar okkur að rannsaka af
hverju það að vera andvaka er
svona mikill áhættuþáttur þegar
kemur að sjálfsvígum,“ lét einn
vísindamanna hafa eftir sér við
tímaritið Penn Medicine. „Bara
það að vaka á nóttunni eykur lík-
ur á sjálfsvígshugsunum.“ Sjálfs-
víg eru tíunda algengasta dánar-
orsök í Bandaríkjunum.
Tekjuháir lifa
heitara kynlífi
Peningaáhyggjur hafa neikvæð áhrif á kynlífið
H
eldurðu að buddan skipti
engu máli þegar kemur
að fullnægjandi ástarlífi?
Rangt! Tímaritið Money
lagði spurningalista fyrir
eitt þúsund gifta einstaklinga til að
skoða tengslin á milli peninga og
kynlífs. Niðurstaðan er sú að það
eru heilmikil tengsl, eins og sést
hér að neðan.
1 Jafnar tekjur
= heitara kynlíf
Þegar einstaklingar
í ástarsambandi eru
með álíka há laun eru
allar líkur á að þeir greini frá
„góðu“ eða „mjög góðu“ kynlífi. Þetta
kemur fram í rannsókn tímaritsins
Money. Þar kemur fram að karlar
sérstaklega segja kynlífið mun betra
ef maki þeirra hefur jafnhá eða hærri
laun en þeir.
2 Fjárhagsvandræði = áhugaleysi í rúminu
Ekkert drepur stemninguna hraðar
en rifrildi og samkvæmt rannsókn
Money eru fjármál helsta uppspretta
illinda á milli para. Mundu að ræða
fjármálin utan svefnherbergisins svo
þú eyðileggir örugglega ekki stemn-
inguna með pælingum um yfirdrátt-
inn þegar hitna fer í kolunum.
3 Feitur launaseðill
= kraftaverk
Það lítur út fyrir
að peningar geti
keypt kynlíf –
samt ekki í þeim
skilningi. Samkvæmt
rannsókn sem birtist í International
Journal of Manpower eru þeir sem
stunda kynlíf þrisvar, fjórum eða
oftar í viku líklegri til að hafa há laun.
Vísindamenn sem stóðu að rann-
sókninni gátu ekki útskýrt af hverju
en líklega er þetta nógu góð ástæða
til að standa sig vel í vinnunni.
4 Hugsa meira um peninga en kynlíf Í nýlegri rannsókn
kom í ljós að 77 prósent kvenna
hugsa oftar um peninga en kynlíf.
Það mætti halda að peningaseðill-
inn væri með mynd af leikaranum
Channing Tatum eða knattspyrnu-
goðinu Ronaldo.
5 Peningar fram yfir kynlíf Er meira að gerast á banka-
reikningnum þínum en í rúminu?
60 prósent aðspurðra í rannsókn
Money sögðust oftar kíkja í net-
bankann sinn til að athuga stöð-
una en stunda kynlíf. Ef ástarlífið er
svo leiðinlegt að þú vilt frekar lesa
bankayfirlit er spurning um að fara
að krydda upp í hlutunum.
6 Fjárhagsáhyggjur hafa áhrif Nýleg rannsókn sýndi
fram á að áhyggjur daglegs lífs hafa
neikvæð áhrif á löngun í
kynlíf og að peningaáhyggjur geti
auðveldlega poppað upp í hugann
þegar þið eruð í miðju kafi.
7 Kynferðislegar vísbendingar fá okkur til
að eyða peningum Samkvæmt
einni rannsókn virðast konur eyða
meiri peningum eftir
að hafa snert karlkyns nærbuxur.
Vísindamenn sem stóðu að rann-
sókninni segja að konur eyði meiru
ef þær örvast kynferðislega. Þá
skapast þörf sem fyllt sé gjarnan upp
í með kaupum. Mundu því að halda
þér í burtu frá nærfatadeild herra
næst þegar þú þarft að spara. n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Blönk? Haltu þig þá
frá nærfatadeildinni
þegar þú ferð að versla.
Tvíburar seinni til að tala
Ekki vegna þess að mamman talar minna við þá
R
annsókn á málþroska ungra
barna ýtir undir þá skoðun
að tvíburar byrji seinna að
tala en einburar. Rannsókn-
in fór fram við Western-háskólann
í Ástralíu en niðurstöðurnar birt-
ust í Journal of Speech, Language
and Hearing Research.
Vísindamenn fylgdu eftir 473
tvíburum. 71 prósent þeirra voru
ekki farnir að mynda setningar við
tveggja ára aldur miðað við að-
eins 17 prósent tveggja ára ein-
bura. Einnig kom í ljós að eineggja
tvíburar byrja seinna að tala en tví-
eggja tvíburar.
Vísindamenn segja niðurstöðuna
mótsögn við fyrri hugmyndir um
málþroska tvíbura. „Vísindamenn
hafa í gegnum árin verið heill-
aðir af málþroska tvíbura. Vin-
sælasta útskýringin á seinum mál-
þroska þeirra hefur hingað til verið
sú kenning að móðir tvíbura ræð-
ir minna við börn sín af því að hún
hefur nóg að gera við að sinna þeim
báðum,“ sagði Cate Taylor vísinda-
maður sem vann að rannsókninni
og bætti við:
„Sú kenning skýrir ekki af hverju
málþroskinn er enn seinni hjá ein-
eggja tvíburum. Skýringarnar liggja
í öðru en því að alast upp saman.
Tvíburar verða frekar fyrir meiri
kvillum í móðurkviði og erfiðleikum
í fæðingu en einburar og eineggja
tvíburar enn frekar en tvíeggja.“
Taylor segir næsta skref að rann-
saka hvort tvíburar nái jafnöldr-
um sínum þegar skólaganga þeirra
hefst. n
indiana@dv.is Tvíburar Eineggja tvíburar byrja seinna að tala en tvíeggja tvíburar. Mynd PHoTos