Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 27
Vikublað 10.–12. júní 2014 Lífsstíll 27
Heilinn endur-
spilar lærdóm
dagsins í svefni
Þannig myndast ný taugamót
Það er vel þekkt að svefn eigi
stóran þátt í námi og í að festa
minningar. En hvað er raun-
verulega að gerast í heilanum í
svefni hefur vísindamenn hing-
að til greint á um. Teymi vís-
indamanna í háskóla í Peking í
Kína og í New York í Bandaríkj-
unum notaði háþróaða smá-
sjá sem gerði þeim kleift að
sjá ný tengsl myndast á milli
heilafrumna. Vísindamennirnir
virkilega sáu taugamót mynd-
ast á meðan þátttakendur í
rannsókninni sváfu, en niður-
stöður rannsóknarinnar birtust
í tímaritinu Science 6. júní síð-
astliðinn.
Framkvæmdin fólst í því
að músum var kennd sú nýja
færni að ganga á stöng sem
snerist. Að því búnu skoðuðu
vísindamennirnir virkni heila
þeirra á meðan mýsnar voru
ýmist sofandi eða vansvefta.
Niðurstöður rannsóknarinnar
bentu til þess að sofandi mýs
mynduðu marktækt fleiri ný
taugamót á milli taugafrumna –
það er, þær voru að læra meira.
Að auki sýndu rannsakend-
ur fram á, með því að trufla
mýsnar á ákveðnu stigi svefns,
að djúp- eða hægbylgjusvefn
væri nauðsynlegur fyrir mótun
minninga. Á því stigi væri heil-
inn að „endurspila“ virknina frá
því fyrr um daginn.
Wen-Biao Gan, prófessor í
New York-háskóla, sagði í sam-
tali við fréttastofu BBC fyrir
helgi að hér væri á ferð glæný
þekking um svefn. „Við héld-
um fram að þessu að svefn
hjálpaði, en það hefðu getað
verið aðrar ástæður fyrir því.
Við sýndum fram á að svefn
virkilega hjálpar til við mynd-
un taugamóta og að með-
an á svefni stendur þá er nóg
um að vera í heilanum – hann
endurspilar það sem gerð-
ist yfir daginn og það virðist
vera nokkuð mikilvægt fyrir
myndun nýrra taugamóta,“
sagði Gan.
Draumurinn
varð að veruleika
O
kkur hafði lengi dreymt
um að opna svona lítinn
stað þar sem allur matur
er úr besta mögulega
hráefni og eins hreinu
og hægt er,“ segir landsliðskokk-
urinn Sigurður Gíslason sem hefur
ásamt eiginkonu sinni, Berglindi
Sigmarsdóttur, opnað veitinga-
staðinn Gott í Vestmannaeyjum.
Þegar DV bar að garði hafði staður-
inn einungis verið opinn í nokkra
daga en strax slegið í gegn hjá
heimamönnum. „Ég held við höf-
um afgreitt 350 hamborgara hér á
þremur dögum,“ segir Sigurður og
gefur sér nokkrar mínútur til þess
að segja frá staðnum.
Fluttu heim fyrir tveimur árum
Þau hjónin eru vel kunn elda-
mennsku. Eiginkona Sigurðar hefur
gefið út tvær vinsælar matreiðslu-
bækur, Heilsuréttir fjölskyldunn-
ar, og Sigurður er landsliðskokkur
og kom meðal annars að opnun
Vox Restaurant og 19. hæðarinnar
í Turninum í Kópavogi auk þess að
hafa unnið við matreiðslu víða um
heiminn. „Við höfum verið á miklu
flakki undanfarin ár og ég hef unnið
í Bandaríkjunum, á Bahamaeyjum
og í Frakklandi. Undanfarið ár hef
ég líka verið að vinna mikið í kvik-
myndaverkefnum þar sem keyrslan
er mikil. Við ákváðum fyrir tveim-
ur árum að flytja til Eyja og höfðum
strax augun opin fyrir hentugu hús-
næði undir svona stað,“ segir Sig-
urður en hjónin eru bæði frá Vest-
mannaeyjum. „Maður var búinn að
vera að vinna mjög mikið og langa
daga, oft fjórtán tíma á dag. Þótt
það komi til með að vera svoleiðis
hér líka, alla vega í sumar, þá er það
kannski öðruvísi því þetta erum við
að gera sjálf,“ segir hann.
Fjölskyldan tekur þátt í þessu
„Okkur hafði lengi langað að opna
svona stað og okkur fannst vanta
svona stað hér. Þetta er fjölskyldu-
vænn staður og börnin okkar taka
þátt í þessu með okkur. Það var
líka það að okkur langaði að kenna
þeim að vinna og hafa þau með,“
segir hann en þau hjón eiga fjög-
ur börn. Tvö eldri vinna á veitinga-
staðnum en yngri eru 3 og 5 ára. Á
Gott er boðið upp á holla og góða
rétti og kappkostað að hafa allt úr
úrvals hráefni. „Við gerum allt sem
við getum sjálf. Þetta er eins hrein
fæða og hún gerist. Við styðjumst
dálítið við bækurnar hennar Berg-
lindar, réttirnir eru í þeim anda,“
segir hann. Í bókunum er einmitt
að finna uppskriftir að næringar-
ríkum og hollum réttum sem lagað-
ir eru að uppáhaldsréttum barna.
Matarhátíð í Eyjum draumurinn
Sigurður segir móttökurnar við
staðnum hafa verið framar vonum.
„Það er búið að vera fullt síðan við
opnuðum,“ segir hann hlæjandi.
„Sumir eru að koma hérna í há-
deginu og aftur um kvöldið,“ segir
hann. Fjölmargir veitingastaðir eru
í Vestmannaeyjum en Sigurður seg-
ist ekki óttast samkeppni. Hér séu
allir góðir vinir og standi saman.
„Vestmannaeyjar eru að verða
svona veitingaeyja.“ Reyndar á Sig-
urður þann draum að búa til mat-
arhátíð í Eyjum sem myndi laða að
alls kyns mataráhugafólk. „Ég held
það gæti orðið rosalega gaman að
hafa Vestmannaeyjar Food Fest,“
segir hann. „Það er rosalega mikil
samstaða meðal allra sem eru að
selja mat hérna í Eyjum. Það væri
hægt að gera skemmtilega helgi úr
þessu þar sem allir myndu sam-
einast. Við værum með matarbása
og svo einn matseðil, hver staður
myndi svo kannski skaffa tíu borð
og einhverja þjóna. Það væri gam-
an ef þetta gæti orðið að veruleika,
það er draumurinn,“ segir hann
og þarf að rjúka enda er hann eini
kokkurinn á staðnum og því nóg
um að vera og fólk farið að bíða. n
Sigurður og Berglind opnuðu fjölskylduvænan stað í heimahögunum
Kokkurinn Sigurður og eiginkona
hans, Berglind, létu drauminn um
að opna lítinn fjölskylduvænan
stað í Vestmannaeyjum verða að
veruleika. Mynd Sigtryggur Ari
inni á staðnum Hér má sjá yfir staðinn sem er lítill og heimilislegur. Dóttir hjónanna er
þarna í dyragættinni en hún vinnur á Gott. Mynd Sigtryggur Ari
Berglind Eiginkona Sigurðar, Berglind
Sigmarsdóttir, hefur gefið út tvær bækur
sem bera nafnið Heilsuréttir fjölskyldunnar.
Matseðill staðarins er í anda bókanna.
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
„Ég held við
höfum afgreitt
350 hamborgara hér á
þremur dögum.
Verndaðu
diskana
Ertu að fara að flytja? Það get-
ur verið vandasamt að flytja
brothætt leirtau og vesen að
pakka því niður. Gott ráð er að
stafla diskunum saman með
því að hafa pappadisk á milli
glerdiskanna. Þannig haldast
þeir þétt saman án þess að fara á
ferð eða brotna. Gott er að raða
þeim svona upp og hafa dag-
blað í kringum þá séu þeir settir
í kassa.