Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 29
Lífsstíll 29Vikublað 10.–12. júní 2014
Tilfinningar brota-
þola sýndar á mynd
Saga Garðars og Páll Óskar í hlutverkum fórnarlamba mannréttindabrota
Þ
að er dálítið skrýtið að setja
sig inn í þennan veruleika
sem fólk er að upplifa. Eins
og að stelpur niður í 10 ára
aldur séu að verða ófrískar
og neyðist til að giftast einhverjum
og jafnvel þeim sem nauðgar þeim,“
segir Ásta Kristjándóttir ljósmyndari
um ljósmyndaherferð sem hún vann
í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty
International. Herferðin ber yfir-
skriftina Minn líkami, Mín réttindi og
er ætlað að vekja athygli landsmanna
á kyn- og frjósemisréttindum og brot-
um á þeim sem fólk kann að sæta víða
um heim.
Fanga tilfinningarnar
„Þetta er frábært tækifæri til að reyna
að túlka þær tilfinningar sem fólk
upplifir þegar það er brotið svona
á því,“ segir Ásta en um er að ræða
réttindi sem lúta að líkama fólks,
kynferði, kynhneigð og frjósemi. Af-
raksturinn er tíu ljósmyndir af þjóð-
þekktum einstaklingum þar sem
reynt er að fanga þær tilfinningar sem
brotin valda. „Hver aðili er í einhverju
sérstöku hlutverki og síðan túlkaði
manneskjan það og ég tók myndir á
meðan,“ segir Ásta.
Ásta segist vera mjög stolt af verk-
efninu og þetta sé eitt það skemmti-
legasta sem hún hefur gert. Telur hún
að þetta muni snerta á fólki. „Mynd-
irnar eru áhrifamiklar og ég held að
fólk muni örugglega staldra við og
spá í þetta, og finna samkennd með
þeim sem eru á myndinni,“ segir Ásta.
Alvarleg þróun
Vernd og virðing ríkja fyrir kyn- og
frjósemisréttindum er mikið hjartans
mál hjá Amnesty International nú
á dögum að sögn Bryndísar Bjarna-
dóttur, herferða- og aðgerðarstjóra Ís-
landsdeildar Amnesty International.
„Við höfum miklar áhyggjur af því
að á undanförnum árum hafa ýmsar
trúarhreyfingar og íhaldssamar ríkis-
stjórnir vilja útvatna þessi réttindi,
sem er mjög alvarleg þróun,“ segir
Bryndís en Amnesty telur að sporna
verði við þeirri þróun.
Barnabrúðkaup útbreidd
Kyn- og frjósemisréttindi lúta að frelsi
okkar til að taka ákvarðanir um eigið líf
og líkama. Frelsi til sjálfsákvörðunar-
réttar á til að mynda við um hvort eða
hvenær þú giftir þig en víða eru barn-
ungar stúlkur neyddar í hjónaband.
Barnahjónabönd eru enn útbreidd,
sérstaklega í fátækustu þróunarríkj-
unum, þar sem 30 prósent stúlkna á
aldrinum 15–19 ára eru gift. Ef þessi
þróun heldur áfram munu 124 millj-
ónir stúlkna giftast á barnsaldri á
næsta áratug. „Enginn, hvorki ríkis-
valdið, fjölskylda okkar eða samfélagið
hefur rétt til að mismuna okkur þegar
kemur að þessum réttindum eða refsa
okkur fyrir að nýta þau en það er samt
gert mjög víða,“ segir Bryndís.
Frelsi til og frelsi frá
Kyn- og frjósemisréttindi lúta ekki
einungis að frelsi til sjálfsákvörðunar
heldur sömuleiðis að frelsi undan
ofbeldi, mismunun og þvingunum.
Jafnframt er um að ræða rétt okkar til
upplýsinga, til dæmis um kynlíf. Ríki
eiga það til neita að veita aðgang að
nauðsynlegri kynheilbrigðisþjónustu
og upplýsingum. Sömuleiðis er al-
gengt að lögregluvald og lög séu mis-
notuð til að refsa fyrir hegðun sem
álitin er siðferðislega óásættanleg, líkt
og fóstureyðingar, notkun getnaðar-
varna, samkynhneigð og fleira.
Næsta áratug eiga hundruð millj-
óna manna á hættu að verða neitað
um grunnfrelsi og verða fyrir aukinni
mismunun og heilsubresti sem ógn-
ar lífi þeirra ef brot gegn kyn- og frjó-
semisréttindum eru ekki stöðvuð.
Kyn- og frjósemisréttindi er mjög
víðtækur flokkur réttinda sem fellur
undir efnahagsleg, menningarleg og
félagsleg réttindi sem og borgarleg og
stjórnmálaleg réttindi. Herferðin er til
tveggja ára en horft er til fimm landa
og landsvæða. Um er að ræða Nepal,
El Salvador, Írland, Búrkína Fasó og
loks Marokkó, Alsír og Túnis.
Allir gáfu vinnu sína
Erna Ómarsdóttir, dansari, er á með-
al þeirra sem sitja fyrir á mynd en á
mynd sinni er hún vafin inn í gadda-
vír. „Myndin lýsir mjög miklum
sársauka. Henni er ætlað að túlka
brot á rétti okkar til frelsis undan
kynferðisofbeldi og nauðgunum,“
segir Ásta.
Einnig má finna mynd af Ólafi
Darra Ólafssyni en á þeirri mynd er
hann öskrandi. Yfirskrift myndar-
innar er „rjúfum þögnina, allir eiga
rétt á upplýsingum um kyn- og frjó-
semiréttindi.“
Flestir sem taka þátt eru þjóð-
þekktir einstaklingar. Saga Garðars-
dóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Páll
Óskar Hjálmtýsson, Álfrún Örnólfs-
dóttir, Andrea Marín Andrésdóttir,
Arnmundur Ernst Backman, Bryn-
hildur Guðjónsdóttir og Þórdís Elva
Þorvaldsdóttir eru meðal þeirra
sem koma fram á myndunum en
allir sem sátu fyrir gáfu vinnu sína.
Búninga- og leikmyndahönnuður
er Sara María Júlíudóttir og förðun
og hár á vegum Förðunar og hárs
Elísabetar Ormslev.
Opnun á miðvikudag
Hægt verður að sjá allar ljósmynd-
irnar á sýningunni sjálfri en hún
verður opnuð þann 11. júní klukk-
an 17.00 í sýningarsalnum Gym &
Tonic á Kex Hostel. n
Dæmi um brot
á kyn- og frjó-
semisréttindum
n Í Búrkína Fasó hafa konur ekki
aðgengi að getnaðarvörn nema með
samþykki maka.
n Í Túnis neyðast þolendur nauðgana
gjarnan til að giftast kvalara sínum.
n Í Úganda getur fangelsisvist orðið
afleiðing þess að elska einstakling af
sama kyni.
n Í El Salvador er undantekningarlaust
bann við fóstureyðingum jafnvel þótt líf
konu eða stúlku sé í húfi eða þungun sé
afleiðing nauðgunar eða sifjaspella.
Grunnfrelsi
Næsta áratuginn eiga hundruð milljóna
manna á hættu að verða neitað um
grunnfrelsi og verða fyrir aukinni mis-
munun og heilsubresti, sem leiðir jafnvel
til dauða, ef við getum ekki hindrað
ríkisstjórnir í því að brjóta á kyn- og
frjósemisréttindum þeirra.
Salka Margrét Sigurðardóttir
salka@dv.is
Komdu félagslífinu í lag
Skemmtilegar leiðir til þess að prófa skemmtilega hluti
S
umarið er frábær tími til þess
að hrista aðeins upp í félagslíf-
inu og prófa nýja og skemmti-
lega hluti. Hér eru sex leiðir til
þess að koma sér af stað:
1 Hreyfing Prófaðu nýja hreyf-ingu. Ef þig vantar sérstaka
en um leið nytsama leið til þess að
hrista upp í félagslífinu skráðu þig
þá í einhverja skemmtilega hópí-
þrótt. Öflugt félagslíf fylgir oft íþrótt-
um og þær því kjörnar til þess að
kynnast nýju fólki.
2 Skráðu þig í klúbb Það eru alls konar skemmtilegir klúbb-
ar eða hópar til þess að skrá sig
í. Sumir tengjast íþróttum, aðrir
handverki. Það er nóg í boði. Það
er gott að vera í kringum fólk með
sama áhugamál og maður sjálfur.
Það eykur jákvæðni og gefur manni
orku.
3 Prófaðu nýja hluti Hvernig væri að ögra sjálfum sér að-
eins? Prófaðu hluti sem þú hefur
aldrei prófað áður en alltaf ætlað að
prófa. Langar þig í fallhlífarstökk?
Drífðu þig. Nýr háralitur? Skelltu
þér á hann. Settu þér markmið um
að gera hluti sem þig hefur alltaf
langað til að prófa.
4 Hittu gamla vini Í annríki hversdagsins vilja gamlir vinir
oft gleymast. Flikkaðu upp á gömul
vinasambönd með því að hafa sam-
band við gamla vini. Hóaðu saman
æskuvinahópnum í skemmtilegan
hitting. Það jafnast fátt á við það að
njóta samveru með gömlum vinum
sem eiga með manni sameiginlegar
og skemmtilegar minningar. Sum-
arið er líka besti tíminn til að skapa
nýjar og skemmtilegar minningar.
5 Gefðu sjónvarpinu frí Hættu að hanga fyrir framan sjón-
varpið og gerðu eitthvað af viti. Fæst
áttum við okkur á hversu mikill
tímaþjófur sjónvarpið er og það ger-
ir líka lítið fyrir félagslífið að húka
einn fyrir framan skjáinn. Slökktu
á sjónvarpinu og gefðu sjónvarps-
glápinu frí yfir sumartímann.
6 Lærðu nýtt tungumál Það er einstaklega dýrmætt að tala
mörg tungumál. Farðu á tungu-
málanámskeið og njóttu þess að
læra önnur tungumál. Það opn-
ar þér líka leiðir inn í aðra menn-
ingarheima og veitir aðgang að
tengslum við stærri hóp en áður.
Erna Ómarsdóttir
umvafin vír Skilaboðin
með myndinni eru að allir
eigi rétt á að lifa frjálsir frá
nauðgun og öðru kynferðis-
ofbeldi. Myndir ÁStA KriStjÁnSdÓttir
Brynhildur
Guðjónsdóttir
Myndin stendur
fyrir það að allir
eigi rétt á frelsi
til ákvörðunar
um eigið líf og
líkama.
„Myndirnar eru
áhrifamiklar og
ég held að fólk muni
örugglega staldra við
og spá í þetta
Gaman saman Gerðu nýja hluti í sumar og reyndu að kynnast nýju fólki.