Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Síða 31
Vikublað 10.–12. júní 2014 Sport 31 30 ástæður til að horfa á hM n Veislan hefst í Brasilíu á fimmtudag n Allir bestu fótboltamenn í heimi, nema Zlatan n Hverjir koma á óvart? n Hverjir valda vonbrigðum? keppt um gullskóinn. Hann gæti líka haft allt á hornum sér og ekkert gert af viti. Það verður spennandi að sjá. 19 Edin Dzeko og Bosníu-menn Dzeko var í frábæru formi á síðustu metrunum í ensku úrvalsdeildinni – og átti stór- an þátt í því að tryggja Manchest- er City titilinn. Dzeko er langþekkt- asti leikmaður Bosníu-Hersegóvínu og hefur alla burði til að gera Íran, Nígeríu og jafnvel Argentínu skrá- veifu í riðlinum. 20 Louis Van Gaal Fjöl-margir stuðningsmenn Man chester United munu fylgjast með hverri hreyfingu nýráð- ins þjálfara liðsins, Louis Van Gaal. Hann þykir snjall „taktíker“ en hans bíður það risavaxna verkefni að stýra Hollendingum gegn sjálfum heimsmeisturunum í fyrsta leik. Hvernig ætli hann leggi leikinn upp? Hvers mega stuðningsmenn United vænta af þjálfaranum í alvöruleik? 21 Besti markvörðurinn Nokkrir af bestu mark-vörðum heims verða í eld- línunni á HM. Nefna má Manuel Neuer í þýska markinu, Thibaut Cortois í því belgíska og Iker Casillas í því spænska. Hver verður besti markvörður mótsins? Slær Sergio Romero, sá argentínski, kannski í gegn? 22 Mót Afríkuþjóðanna? Michael Essien, leikmaður Gana, hefur látið hafa eftir sér að HM í Brasilíu verði mót Afr- íkuþjóðanna. Þeir muni slá í gegn. Gana er líklega sterkasta Afríkuliðið um þessar mundir en þeir munu mæta bæði Þýskalandi og Portúgal í riðlinum. Það væri gaman að sjá alla vega eina Afríkuþjóð í 16 liða úrslit- um. Getur Gana unnið Portúgal? 23 Enskir stuðningsmenn Bretar verða í Brasilíu í stórum stíl, eins og alltaf þar sem landsliðið þeirra spilar. Treysta má á að þeir verði áberandi hvar sem þeir koma, eins og þeir eru vanir. Þeir gera samt aldrei neitt ólöglegt og verða örugglega þjóð sinni til sóma, í hvívetna. 24 Kostaríka Kostaríkumenn gætu komið skemmtilega á óvart í riðlakeppninni. Liðið er ekki hátt skrifað en þeir eru þó með menn á borð við Bryan Ruiz og Joel Campbell í sókninni. Þeir gætu auð- veldlega strítt Englandi, Úrúgvæ og Ítalíu og haft áhrif á það hvaða þjóðir komast áfram. Áfram Kostaríka! 25 Risar berjast Bæði Þýska-land og Ítalía hafa mikla hefð á knattspyrnusviðinu. Önnur þjóðin er að nálgast það að gera tilkall til heimsmeistaratitils á meðan hinnar bíða kynslóðaskipti. Hvor þjóðin ætli fari lengra að þessu sinni? Ítalir gætu þurft á öllu sínu að halda til að komast áfram, enda þurfa þeir bæði að hafa betur en Úrúgvæ og England. 26 Neymar Fyrsta tímabilið er að baki með Barcelona. Áleitnar spurningar hafa vaknað. Hefur Neymar það til að bera að standa sig þegar mest ligg- ur við? Getur hann skorað í stærstu leikjunum? Brasilíumenn gera kröfu um að Neymar leiði sóknarleikinn og beri liðið uppi. Hefur hann burði til þess? 27 Hverjir springa? Í leik-mannahópum Frakka og Hollendinga eru menn sem geta stofnað til illinda í ein- rúmi. Tekst þessum liðum að halda einbeitingu út mótið? Frakkar hafa verið afleitir á undanförnum stór- mótum og Hollendingar geta verið brothættir. Er þetta kannski mótið þar sem þeir brotna? 28 Hvað gerir Roy Hodgson? Það eru lík-lega fáir undir meiri pressu en landsliðsþjálfari Englendinga á leið á HM. Nú er það Roy Hodgson. Spurningin er hvernig hann höndl- ar álagið. Mun hann blása til sókn- ar eða spila varnarsinnað? Veðjar hann á gömlu mennina (Gerrard og Lampard) eða treystir hann þeim yngri (Sterling og Lallana)? Sagan segir að Hodgson muni fara varlega. 29 Dómarar með úðabrúsa Í það minnsta tvær nýj-ungar verða teknar í notk- un á HM í knattspyrnu að þessu sinni. Dómarar mega nú nota úða- brúsa til að merkja staði á vellinum – til dæmis þar sem aukaspyrnu skal taka eða hvar varnarveggurinn þarf að vera staðsettur. Þá verður marklínutækni í fyrsta sinn tekin í notkun á HM. Þetta verður því fyrir ýmsar sakir sögulegt mót. 30 Úrslitaleikurinn Veð-bankar spá því að Brasilíu-menn leiki til úrslita á heimavelli og vinni mótið. Hverjir mæta þeim? Heimsmeistarar Spán- verja? Nágrannarnir í Argentínu? Sprækir Þjóðverjar? Úrslitaleikurinn fer fram á Maracana-leikvanginum í Ríó hinn 13. júlí. Af þeim viðburði má enginn missa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.