Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2014, Page 33
Menning Sjónvarp 33Vikublað 10.–12. júní 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Þriðjudagur 10. júní 16.30 Ástareldur 17.20 Músahús Mikka (18:26) 17.40 Violetta (9:26) (Violetta) 18.25 Táknmálsfréttir 18.35 Melissa og Joey 7,1 (Melissa & Joey) Bandarísk gamanþáttaröð. Stjórn- málakonan Mel situr uppi með frændsyskini sín, Lennox og Ryder, eftir hneyksli í fjölskyldunni og ræður mann að nafni Joe til þess að sjá um þau. Aðal- hlutverk leika Melissa Joan Hart, Joseph Lawrence og Nick Robinson. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Leiðin á HM í Brasilíu (16:16) Í þættinum er farið yfir lið allra þátttökuþjóð- anna á HM, styrkleika þeirra og veikleika og helstu stjörnur kynntar til leiks. Við kynnumst gestgjöfunum, skoðum borgirnar og leik- vangana sem keppt er á. 20.10 Castle 8,3 (20:23) (Castle) Bandarísk þáttaröð. Höfundur sakamálasagna er fenginn til að hjálpa lögreglunni þegar morðingi hermir eftir atburðum í bókum hans. Meðal leikenda eru Nathan Fillion, Stana Katic, Molly C. Quinn og Seamus Dever. 20.55 Nýsköpun - Íslensk vísindi III (6:8) Ný íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna um vísindi og fræði í umsjón Ara Trausta Guðmundssonar og Valdi- mars Leifssonar. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.25 Getur Egill Skallagríms- son sagt ókei? 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Ráðgáta: Fláræði og flækjur – Seinni hluti (2:2) (Case Sensitive: The other half lives) Breskur sálfræðitryllir í tveimur hlutum eftir handriti Sophie Hannah sem tvinnar saman ástir, þráhyggju, traust og svik. Aðalhlutverk: Olivia Williams, Darren Boyd og Eva Birthistle. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.05 Víkingarnir (4:9) (The Vikings) Ævintýraleg og margverðlaunuð þáttaröð um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Aðalhlutverk: Travis Fimmel, Clive Standen og Jessalyn Gilsig. Leikstjóri: Michael Hirst. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. e. 23.50 Úlfakreppa – Seinni hluti (2:2) (Motheŕ s Son) Móður grunar að sonur hennar hafi orðið stúlku að bana og upp blossar togstreita um hvort hún eigi að segja til hans eða hylma yfir. Að- alhlutverk leika Hermione Norris, Martin Clunes og Paul McGann. Bresk mynd í tveimur hlutum. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e. 00.35 Fréttir 00.45 Dagskrárlok Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN 12:00 Þýski handboltinn 13:30 Austurríki - Ísland 15:15 Bosnía - Ísland 16:35 Meistaradeildin í hand- bolta - Final Four 18:00 NBA 2013/2014 - Final Game 19:50 Ísland - Eistland 21:30 World's Strongest Man 2013 22:00 UFC Live Events 00:05 NBA 00:30 NBA 2013/2014 - Final Game 12:05 Destination Brazil 12:35 Premier League Legends 13:05 PL Classic Matches 13:35 England - Ecuador 15:15 Inside Manchester City 16:05 HM 2002 18:00 Season Highlights 18:55 HM 2006 21:00 Destination Brazil 21:30 HM 2010 00:10 Premier League Legends 00:40 Destination Brazil 20:00 Hrafnaþing Hversu langt í haftaþíðu 21:00 433.is Höddi skorar grimmt á ÍNN með nýja þáttinn sinn 21:30 Gönguleiðir Jónas Guð- mundsson er leiðsögumað- ur um íslenska náttúru 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (24:24) 18:45 Seinfeld (18:21) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (7:22) 20:00 Léttir sprettir 20:25 Borgarilmur (5:8) 21:00 The Killing (6:12) 21:45 Rita (3:8) 22:30 Lærkevej (1:12) 23:10 Léttir sprettir 23:35 Borgarilmur (5:8) 00:10 Cold Case (6:23) 00:55 The Killing (6:12) 01:40 Rita (3:8) 02:25 Lærkevej (1:12) 03:05 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 10:40 That's My Boy 12:30 La Delicatesse 14:15 Mrs. Doubtfire 16:20 That's My Boy 18:10 La Delicatesse 19:55 Mrs. Doubtfire 22:00 Take This Waltz 23:55 Haywire 01:25 In Time 03:10 Take This Waltz 18:35 Baby Daddy (12:16) 19:00 Grand Designs (7:12) 19:45 Hart Of Dixie (17:22) 20:30 Pretty Little Liars (16:25) Fjórða þáttaröðin af þess- um dramatísku þáttum um fjórar vinkonur sem þurfa að snúa bökum saman til að geta varðveitt skelfilegt leyndarmál. 21:15 Nikita (17:22) 21:55 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (2:22) 22:40 Revolution (14:22) 23:25 Tomorrow People (16:22) 00:05 Grand Designs (7:12) 00:50 Hart Of Dixie (17:22) 01:35 Pretty Little Liars (16:25) 02:20 Nikita (17:22) 03:05 Terminator: The Sarah Connor Chronicles (2:22) 03:50 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (9:26) 08:25 Dr. Phil 09:05 Pepsi MAX tónlist 16:05 Million Dollar Listing (5:9) 16:50 In Plain Sight (5:8) 17:30 Secret Street Crew (5:6) 18:15 Dr. Phil 18:55 Top Chef (11:15) 19:40 Men at Work (3:10) 20:05 The Millers (22:23) 20:30 Design Star 6,6 (8:9) Það er komið að sjöundu þáttaröðinni af þessari bráðskemmtilegu raun- veruleikaseríu þar sem tólf efnilegir hönnuðir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Kynnir þáttanna er sigurvegarinn í fyrstu þáttaröðinni, David Brom- stad, og honum til halds og trausts eru dómararnir Vern Yip og Genevieve Gorder. 21:15 The Good Wife (18:22) Þess- ir margverðlaunuðu þættir njóta mikilla vinsælda meðal áhorfenda Skjá- sEins. Það er þokkadísin Julianna Marguilies sem fer með aðalhlutverk í þátt- unum sem hin geðþekka eiginkona Alicia sem nú hefur ákveðið að yfirgefa sína gömlu lögfræðistofu og stofna nýja ásamt fyrr- um samstarfsmanni sínum. Þetta er fimmta serían af þessum vönduðu þáttum þar sem valdatafl, rétt- lætisbarátta og forboðinni ást eru í aðalhlutverkum. 22:00 Elementary 8,0 (23:24) Sherlock Holmes og Dr. Watson leysa flókin sakamál í New York borg nútímans. Síðustu þáttaröð lauk með því að unnusta Sherlocks, Irine Adler var engin önnur en Moriarty prófessor. Hefðbundin morðrannsókn reynist tengjast stjórnmálum á alþjóðavísu og Sherlock og Watson flækjast inn í málefni bresku leynuþjón- ustunnar MI-6. 22:50 The Tonight Show 23:35 Málið (10:13) Hárbeittir fréttaskýringarþættir frá Sölva Tryggvasyni þar sem hann brýtur viðfangsefnin til mergjar. Myglusveppur getur verið hinn mesti skaðræðisvaldur eins og Sölvi kemst að þegar hann ræðir við aðila sem misst hafa heimili sín af völdum sveppsins. 00:05 Royal Pains (8:16) 00:50 Scandal (20:22) Við höldum áfram að fylgjast með Oliviu og félögum í Scandal. Fyrsta þáttaröðin sló í gegn meðal áskrifenda en hægt var að nálgast hana í heilu lagi í SkjáFrelsi. Olivia heldur áfram að redda ólíklegasta fólki úr ótrúlegum aðstæðum í skugga spillingarstjórnmál- anna í Washington. 01:35 Elementary (23:24) 02:20 The Tonight Show 03:05 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:25 Extreme Makeover: Home Edition (12:26) 09:10 Bold and the Beautiful 09:30 Doctors (14:175) 10:10 The Newsroom (1:10) 11:25 The Wonder Years (12:24) 12:35 Nágrannar 13:00 The X-Factor US (25:26) 14:25 In Treatment (28:28) 14:45 Covert Affairs (11:16) 15:30 Sjáðu 16:20 Frasier (4:24) 16:45 How I Met Your Mother 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:06 Veður 19:15 New Girl (23:23) 20:00 Heimur Ísdrottningarinnar 20:20 Anger Management (11:22) Önnur þáttaröð þessara skemmtilegu gamanþátta með Charlie Sheen í aðalhlutverki og fjallar um Charlie Goodson, sem er skikkaður til að leita sér aðstoðar eftir að hafa gengið í skrokk á kærasta fyrrum eiginkonu sinnar. Málin flækjast heldur betur þegar Charlie á svo í ástarsambandi við sálfræðinginn sinn, sem hannleitar á náðir vegna reiðistjórnunarvanda síns. 20:45 White Collar 8,4 (2:16) Fjórða þáttaröðin um sjarmörinn og svikahrapp- inn Neil Caffrey. Hann er svokallaður góðkunningi lögreglunnar og þegar hann er gómaður í enn eitt skiptið sér hann sér leik á borði og býður lögreglunni þjónustu sína við að hafa hendur í hári annarra svikahrappa og hvítflibbakrimma gegn því að komast hjá fangelsisvist. 21:30 Orange is the New Black 8,5 (1:14) Dramatísk þáttaröð á léttum nótum um unga konu sem lendir í fangelsi fyrir glæp sem hún framdi fyrir mörgum árum. 22:20 Burn Notice (2:18) Njósnar- inn Michael Westen kemst að því sér til mikillar skelf- ingar að hann hefur verið settur á brunalistann en það er listi yfir njósnara sem ekki er lengur treystandi og njóta því ekki lengur verndar yfirvalda. Þetta þýðir að hann er orðinn atvinnulaus og einnig eftir- sóttasta fórnarlamb helstu glæpamanna heimsins. 23:05 Veep (6:10) 23:35 Daily Show: Global Edition 00:00 Dallas (2:15) 00:45 Fringe (11:22) 01:30 Gag 02:50 Life 04:35 Fever Pitch 06:15 How I Met Your Mother Vinsælli en Sopranos Game of Thrones vinsælasti þáttur HBO frá upphafi Æ vintýraþættirnir Game of Thrones hafa tekið sætið af The Sopranos sem vinsælustu þættir sjónvarpsrisans HBO frá upphafi. Það er merkilegt af- rek fyrir nokkrar sakir. Sopranos er jafnan nefnd í hópi bestu ef ekki besta sjónvarpssería allra tíma. Þá hefur sjónvarpsáhorf almennt minnkað mikið á undanförnum árum. Að meðaltali hafa 18,4 milljónir manns horft á hvern þátt af fjórðu þáttaröð Game of Thrones sem nú er í sýningu. Met Sopranos var 18,2 milljónir manns að meðaltali í fjórðu þáttaröðinni árið 2002. Sjón- varpsáhorf á heimsvísu hefur dreg- ist mikið saman síðan árið 2002. Framboð af annarri afþreyingu og aukinn stuldur efnis á netinu er þar ein stærsta skýringin. Þá er ekki úti- lokað að met Game of Thrones eigi eftir að rísa hærra því gera má ráð fyrir því að áhorf á síðustu þættina verði gríðarlegt. Frá þriðju þáttaröð til fjórðu hefur áhorfið aukist um fjórar milljónir manns á þátt. Hafþór Júlíus Björnsson vakti heldur betur athygli í hlutverki sínu sem The Mountain í síðasta þætti. Þar barðist hann upp á líf og dauða en bardaginn endaði ansi skraut- lega. n Game of Thrones Vinsældir þáttanna virðast engan enda ætla að taka. Á undan Nirvana komu Pix- ies. Og þótt Pixies hafi ver- ið tekið varfærnislega í heimalandi sínu í fyrstu voru þeir mun vinsælli í Evrópu, ekki síst á Íslandi, og höfðu mikil áhrif á þá sem eftir komu, svo sem Radiohead, Strokes og áður- nefnda Nirvana. Hljómsveitin Pixies var stofnuð í Boston árið 1986 af Joey Santiago gítarleikara og manni sem kallaði sig Black Francis og sá um laga- smíðarnar. Þeir auglýstu eftir ba- ssaleikara og aðeins ein manneskja svaraði. Nefndist hún Kim Deal og kunni ekkert á bassa en kunni að meta lögin. Hún var ráðin á staðn- um og tilraunir voru gerðar til að fá tvíburasystur hennar, Kelley, á trommur en sú kaus að flytja til Kaliforníu til að gerast kerfis- fræðingur í staðinn. Eftir að hafa ráðið David Lovering til að tromma og fundið nafn með því að opna orðabók af handahófi hófu Pixies að spila á börum Boston. Rifist við og um U2 Fyrsta stóra platan Surfer Rosa kom út árið 1988 og var valin plata ársins af bresku popppressunni, en viðbrögðin heima fyrir voru dræm- ari. Ári síðar kom platan Doolittle og smáskífurnar Monkey Gone to Heaven og Here Comes Your Man slógu í gegn beggja vegna Atlants- hafs. Á tónleikaferðinni sem fylgdi í kjölfarið rifust Francis og Kim Deal heiftarlega. Deal hafði ekki aðeins lært á bassann heldur var farin að semja sín eigin lög en átti erfitt með að koma þeim að. Hún samþykkti á endanum forræði Francis yfir laga- smíðum en hætti í staðinn að yrða á hann. Tvær plötur til viðbótar fylgdu, Bossanova og Trompe Le Monde, sem gerðu það gott í Bret- landi en síður í Bandaríkjunum. Árið 1992 hefði allt átt að ganga þeim í haginn. Smells Like Teen Spirit, sem Kurt Cobain lýsti sem tilraun Nirvana til að stæla Pixies, ómaði á útvarpsbylgjum um allan heim og þau voru valin til að opna hina risavöxnu tónleikaferð U2, ZooTV. En í staðinn gekk allt á aft- urfótunum. Blaðamaðurinn Jim Greer var með í för ásamt ónefndri kærustu sinni og skrifaði forsíðu- grein í blaðið Spin þar sem fjallað var um hversu illa U2 komu fram við Pixies. Báðar hljómsveitir neit- uðu þessum ásökunum, en þegar í ljós kom að kærastan ónefnda (og heimildarmaður) var engin önnur en Kim Deal trylltist Francis og var hljómsveitin í kjölfarið lögð niður. Endurkoma í Kaplakrika Kim Deal stofnaði hljómsveitina The Breeders ásamt tvíburasystur sinni, sem nú var látin læra á gítar. Lagið Cannonball og platan Last Splash slógu rækilega í gegn árið 1993. Black Francis, sem hafði verið skírður Charles Thompson IV, kallaði sig nú Frank Black og hóf sólóferil. Fyrstu sólóplötur hans minntu á Pixies, en hann fjar- lægðist „rólega-háværa“ hljóm- inn æ meir eftir því sem árin liðu og stofnaði hljómsveitina The Catholics. Hann neitaði því ávallt að til stæði að endurreisa Pixies, en Santiago spilaði stundum und- ir hjá honum og Lovering, sem nú var orðinn töframaður, hitaði upp. Eftir skilnað og sálfræðimeð- ferð Francis gerðist það loks sem svo margir höfðu beðið eftir, Pixies komu saman aftur. Tónleikaferðin byrjaði í Minneapolis hinn 13. apríl 2004 en Evrópuhluti hennar hófst með tvennum uppseldum tón- leikum í Kaplakrika í lok maí. Að- dáendur hennar um allan heim voru ekki lengur gruggarar í rifnum gallabuxum heldur líklega flest- ir orðnir forritarar á fertugsaldri og rifu miðana út. Ekkert varð þó af nýrri plötu, að sögn vegna efa- semda Kim Deal, en nýtt lag sem nefndist Bam Thwok var sungið og samið af henni. Var það gefið út til niðurhals og náði fyrsta sæti á þar til gerðum lista. Fyrsta platan í 23 ár Pixies héldu áfram að koma fram næstu árin og á 20 ára afmæli tíma- mótaverksins Doolittle árið 2009 fóru þau í tónleikaferð þar sem þau spiluðu plötuna í heilu lagi. Sama ár gaf Francis út plötuna Petit Fours ásamt nýrri eiginkonu, Violet Clark, en þau eiga saman þrjú börn ásamt tveimur börnum hennar úr fyrri samböndum. Árið 2013 var svo tilkynnt á Twitter að Kim Deal væri hætt í hljómsveitinni. Þetta voru þó ekki endalokin, heldur fór hljómsveitin að taka upp nýtt efni og í ár birtist fyrsta nýja Pixies-plat- an síðan 1991, Indie Cindy. Mikil heimsreisa hefur fylgt í kjölfarið þar sem hljómsveitin Mono Town hefur stundum hitað upp og mun hún einnig gera það í Laugardals- höllinni 11. júní næstkomandi. 20 árum eftir að aðdáandi þeirra, Kurt Cobain, sem gerði „alternative“ tónlist að alheimsfyrirbæri, fyrir- fór sér, eru Pixies enn að störfum. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig þeir taka sig út í Höllinni á mið- vikudag. n Á undan Nirvana kom Pixies The Pixies með tónleika í Höllinni á miðvikudag Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Í þá gömlu góðu Kurt Cobain var einn helsti aðdáandi The Pixies og sagði Smells Like Teen Spirit stælingu á þeim. The Pixies Engin Kim Deal á tónleikunum í Laugardalshöll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.