Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1959, Qupperneq 10
8
Verzlunarskýrslur 1958
koma frá togurum, hvalveiðum og selveiðum. — Af útfluttri beitusíld var á árinu
1958 innheimt 8% framleiðslugjald, miðað við fob-verð, en ekki var um að ræða
framleiðslugjald af öðrum sjávarvörum, shr. Yerzlunarskýrslur 1950, bls. 6*. Af
saltsíld, öllum tegundum, var reiknað matsgjald 1958, 1 kr. á tunnu, ef síldin
var metin.
í verzlunarskýrslum 1957 var gerð lausleg grein fyrir gjaldheimtu af inn-
flutningi og uppbótum á útflutningi samkvæmt lögum nr. 86 22. des 1956, um
útflutningssjóð o. fl. Þau lög giltu til maíloka 1958, en þá tóku gildi ný lög um
sama efni, nr. 33 29. maí 1958, um útflutningssjóð o. fl. í stað 16% yfirfærslu-
gjalds á innfluttum vörum öðrum en rekstrarvörum sjávarútvegsins og landbúnaðar,
kom nú yfirfærslugjald á allar innfluttar vörur, þ. e. 30% á fob-verð
helztu nauðsynja abnennings og 55% á fob-verð allra annarra vara, og var þar
ekkert undan skilið. Yörur með 30% yfirfærslugjaldi nema um 10% af heildar-
verðmæti innflutningsins fob. — Af öllum „duldum greiðslum“ til útlanda skal
á sama hátt greiða 55% yfirfærslugjald, þó 30% af yfirfærslum vegna sjúkrakostnaðar
og námskostnaðar. Hbðstætt þessu eru greiddar 55% yfirfærslubætur á allar
„duldar greiðslur“ frá útlöndum.
Samkvæmt nýju lögunum er innflutningsgjald sem fyrr reiknað af tobverði
vara (yfirfærslugjald meðtabð) að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% álagn-
ingu, en vegna hækkunar yfirfærslugjalds úr 16% í 55% var 8% og 11% innflutn-
ingsgjald fellt niður. Hafði það verið á meiri hluta innflutningsins. Vörur, sem
höfðu haft 35% innflutningsgjald, fengu 22% innflutningsgjald, vörur með 55%
fengu 40%, og vörur með 70 eða 80% fengu 62%. Gjaldháar vörur héldust hinar
sömu og áður og ekki varþar um að ræða neina flutninga vörutegunda mibi gjald-
floklca. Lækkunin á hundraðstölum innflutningsgjaldsins stafaði af því, að það
kom nú á miklu hærri gjaldstofn en áður, og auk þess var um að ræða tilflutning
tekjuöflunar frá innflutningsgjaldi til yfirfærslugjalds og verðtolls. Heildartekju-
öflun ríkissjóðs og útflutningssjóðs af innflutningi samkvæmt lögum nr. 33/1958
var, eins og að líkum lætur, miklu meira en var samkvæmt lögum nr. 86/1956.
— önnur gjöld, sem breyttust til hækkunar með lögum nr. 33/1958, um út-
flutningssjóð, voru þessi: Hið sérstaka leyfisgjald af fob-verði innfluttra fólks-
bifreiða og sendiferðabifreiða undir 3 tonnum að burðarmagni var hækkað úr
125% í 160%. Gjald á ferðagjaldeyri, sem áður nam samtals 57% að meðtöldu
1% leyfisgjaldi Innflutningsskrifstofunnar, hækkaði í 101%, sem sundurgreinist
þannig: Gamla gjaldið til ríkissjóðs sjálfs 25%, leyfisgjald til útflutningssjóðs 20
%, yfirfærslugjald 55% og leyfisgjald Innflutningsskrifstofu 1%. Þá var og lagt
62 au. nýtt innflutningsgjald á hvern lítra bensíns, til viðbótar 51 ey. innflutn-
ingsgjaldinu, sem fyrir var. Eftirtabn gjöld eru óbreytt frá því, sem var samkvæmt
eldri lögunum: 10% gjald af seldum farmiðum tb útlanda, 10% gjald af vátrygg-
ingaiðgjöldum — nema iðgjöldum bftrygginga, húsa-, skipa- og flugvélatrygg-
inga — 6% skattur af sölu iðnfyrirtækja o. fl. aðila (auk gamla 3% söluskatts-
ins til ríkissjóðs sjálfs). — ÖU þessi gjöld renna til útflutningssjóðs, en hann greið-
ir ríkissjóði 20 miUj. kr. árlega af tekjum sínum. Tekjur útflutningssjóðs ganga
til verðuppbóta á allar útfluttar vörur og til að standa straum af niður-
greiðslu vöruverðs. Uppbætur á útfluttar vörur hækkuðu mikið með hinum
nýju lögum um útflutningssjóð o. fl„ bæði vegna þess að 55% yfirfærslugjaldið
olli verðhækkun rekstrarvara, og vegna þess að annar tilkostnaður framleiðsl-
unnar hafði hækkað til muna, m. a. vegna ákvæða laganna sjálfra um 5—7% al-
menna kauphækkun. Uppbótaflokkar eru þrír, 55%, 70% og 80%, miðað við fob-