Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1969, Blaðsíða 43
Verzlunarskýrslur 1968
41*
lætisvörur o. fl.) lækkaðir í 100% eða þar undir. Enn fremur voru lækk-
aðir tollar á ýmsum matvörum, fatnaðarvörum og fleiri neyzluvörum, og
sömuleiðis á hráefni i hliðstæðar vörur. Nokkuð var einnig um niður-
færslu tolla „af tollgæzluástæðum", og á nokkrum vörum (t. d. ávöxt-
um, grænmeti, skrifstofuvélum) voru tollar lækkaðir vegna aðildar ís-
lands að hinu svo nefnda GATT-samkomulagi. Loks voru lækkaðir lollar
á nokkrum efnivörum lil málmiðnaðar, lil þess að bæta samkeppnisað-
stöðu hans gagnvart innflutningi. — Áætlað var, að tekjutap ríkissjóðs
vegna þessara tolllækkana yrði 159 millj. kr.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af innfluttum
vörum sem hér segir, í millj. kr.:
1967 1968
Aðflutningsgjöld samkvœmt tollskrá1 2) ............................. 2170,5 2 064,1
Benzingjald-) ........................................................ 250,1 298,6
Gúmmígjald-) .......................................................... 11.3 30,1
Fob-gjald af bifreiCum og bifhjólum ................................. 190,0 101,2
Alls 2 621,9 2 494,0
Söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en
ekki til endursölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum.
Hinn almenni söluskattur á innlendum viðskiptum var óbreyttur frá
árinu áður, 7%%. Samkvæmt j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960, um söluskatt,
skal söluskattur af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjenda leggjast
á tollverð vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætlaðri álagn-
ingu. Tekjur af þessu gjaldi voru 81,3 millj. kr. 1967, en 89,6 millj. kr.
1968, hvort tveggja áður en 8% hluti Jöfnunarsjóðs dregst frá.
Ofan greindur samanburður á tekjum af innfluttum vörum sýnir
4,9% lækkun þeirra frá 1967 til 1968. Heildarverðmæti innflutnings hækk-
aði hins vegar um 6,5% frá 1967 til 1968. Sé innflutningi skipa og flug-
véla sleppt hæði árin en á þeim eru engin gjöld — er hækkun inn-
flutningsverðmætisins 11,8%. Sé enn fremur sleppt innflutningi til Búr-
fells-virkjunar — en liann er undanþeginn aðflutningsgjöldum eins og
þau eru hér talin — hækkar innflutningsvcrðmæti um 7,5 % milli um-
ræddra ára.
Hér á eftir er sýnd skipting cif-verðmætis innflutnings 1968 eftir
tollhæð, hæði í beinum tölum og hlutfallstölum. Rétt er að taka það
fram, að í eftirfarandi yfirliti er ekki tekið tillit til niðurfellingar og
endurgreiðslu tolls samkvæmt heimildum í 3. gr. tollskrárlaga, en þær
skipta þó nokkru máli, aðallega i tollflokkum 35%, 30% og 25%.
1) Innifalin í aðflutningsKjöldum eru: 5% liluti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga (1967 105,1
millj. kr., 1968 99,8 millj. kr.), tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald (hvort um sig Vj% af að-
flutningsgjöldum, samtals 1967 21,6 millj. kr. 1968 20,0 millj. kr.), sjónvarpstollur (1967 44,8 millj.
kr., 1968 49,0 millj. kr.), og sérstakt gjald af byggingarefni til Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins (1967 1,5 millj. kr, 1968 1,4 millj. kr.).
2) Rennur beint til vegamála.