Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1986, Blaðsíða 14
12'
Verslunarskýrslur 1985
Samkvæmt viðskiptakjarauppgjöri Þjóðhagsstofnunar úr verslunarskýrslum
hækkaði cif-verð innfluttrar vöru um 29,5% frá árinu 1984 til ársins 1985. Verðmæti
vöruinnflutnings cif jókst í krónum um 40,4% og að teknu tilliti til verðbreytinga
hefur því innflutningurinn cif aukist að raungildi (þ. e. innflutningsmagnið) um
8,4% frá 1984 til 1985. Hvað útflutning varðar, jókst heildarverðmæti hans um
43,3%, útflutningsverð er talið hafa hækkað um 30,1% og útflutningsmagnið er
því talið hafa aukist um 10,1%. Sé álútflutningi sleppt er verðbreytingin talin
hafa numið 32,9% og aukning vörumagnsins 16,2%. Á mælikvarða cif-verðs
innfluttrar vöru og fob-verðs útfluttrar vöru hafa viðskiptakjörin við útlönd
(þ. e. verðhlutfall útfluttrar og innfluttrar vöru) batnað um 0,5% á árinu 1985
frá því sem var árið áður. Sé bæði útflutningi og innflutningi á vegum
álverksmiðjunnar sleppt eru viðskiptakjörin hins vegar talin hafa batnað um
1,7%. Cif-verð innflutnings hækkaði heldur minna en fob-verð á árinu 1985. Á
mælikvarða fob-verðs fyrir bæði útflutning og innflutning bötnuðu viðskipta-
kjörin því minna en að framan greinir eða sem nam 0,1% í heild og 1,3% að
viðskiptum álverksmiðjunnar slepptum.
Til frekari upplýsingar eru hér á eftir sýndar verðvísitölur og vörumagnsvísi-
tölur helstu vöruflokka útflutnings og innflutnings á árinu 1985 miðað við árið
áður (verð og magn 1984 = 100).
Innflutningur cif
Neysluvörur og neysluhrávörur..........
Fjárfestingarvörur (án skipa og flugvéla)
Eldsneyti og olíur.....................
Hrávörur til stóriðju .................
Aðrar rekstrarvörur....................
Innflutningur alls ....................
Alls án rekstrarvöru til álverksmiðju ...
Útflutningur fob
Sjávarafurðir alls ....................
Þ.a. afurðir hraðfrystingar .......
Þ.a. afurðir saltfiskverkunar .....
Þ.a. mjöl og lýsi .................
Landbúnaðarafurðir alls................
Iðnaðarvörur alls .....................
Þ.a. ál ...........................
Þ.a. kísiljárn ....................
Þ.a. kísilgúr......................
Þ.a. aðrar iðnaðarvörur ...........
Útflutningur alls......................
Útflutningur alls án áls ..............
Verð- Vörumagns-
vísitðlur vfsitölur
131,5 105,4
129,6 113,3
130,5 107,8
116,8 115,4
130,2 103,3
129,5 108,4
130,7 107,9
134,5 118,5
138,0 113,6
137,5 117,8
107,5 145,0
132,1 89,2
119,3 96,5
110,8 88,0
120,9 99,3
142,2 102,4
131,5 107,0
130,1 110,1
132,9 116,2
Síðan 1935 hefur þyngd alls innflutnings og útflutnings verið talin saman. Fyrir
1951 var þyngd innflutnings talin nettó, frá ársbyrjun 1951 og til aprílloka 1963
var hún talin brúttó, en síðan 1. maí 1963 aftur nettó. í töflunni hér á eftir hefur
innflutningurinn á tímabilinu 1951 til aprílloka 1963 verið umreiknaður til nettó-
þyngdar, svo að þyngdartölur allra áranna séu sambærilegar. Er sá umreikning-
ur byggður á áætlun að nokkru leyti.