Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1991, Side 11
Verslunarskýrslur 1990
9
vegar reiknaðar á sama gengi, þ.e. meðalgengi ársins 1990,
til þess að færi gefist á raunhæfari samanburði útflutnings- og
innflutningstalna sl. áratug.
Sem fyrr segir eru innflutningstölur gerðar upp á fob-verði
í íslenskum þjóðhagsreikningum. Mismunur cif-verðs og
fob-verðs, sem er aðallega farmgjöld og vátrygging eins og
áður var getið, færist þá á útgjaldahlið þjónustureiknings
þannig að niðurstaðan á viðskiptareikningi (sem er samtala
vöru- og þjónustureiknings) verður hin sama óháð því hvorri
aðferðinni er beitt. Tölur um vöruskiptajöfnuð breytast hins
vegar að mun. Þetta kemur fram í 2. yfirliti sem sýnir
vöruskiptajöfnuðinn, þ.e. útflutning umfram innflutning, þar
sem verðmæti útflutnings og innflutnings er hvort tveggja
reiknað á fob-verði. Til þess að gefa betri vísbendingu um
stærð vöruskiptajafnaðarins er jafnframt sýnt hlutfall hans af
landsframleiðslu samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar.
1 2. yfirliti kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn við
útlönd hefur verið hagstæður fjögur af þeim tíu árum, sem hér
eru sýnd. Tvö þessara ára, 1986 og 1989, var umtalsverður
afgangur eða sem nam 2,4% af landsframleiðslu. Á hinn
bóginn var halli á vöruskiptajöfnuðinum sex þessara ára,
mestur4,8% af landsframleiðslu árið 1982.
2. yfirlit. Vöruskiptajöfnuður 1981-1990
Table 2. Balance of trade 1981-1990
í millj. kr. Million ÍSK Útflutt Exports fob Innflutt Imports fob Vöruskiptajöfnuður Balance of trade
Á gengi hvers árs At currenl exchange rates Á gengi ársins 1990° At constant 1990 rate of excltange Hlutfall af lands- framleiðslu % Per cent of GDP
1981 6.536,2 6.702,9 -166,7 -1.363,0 -0,7
1982 8.478,8 10.299,0 -1.820,2 -9.472,1 -4,8
1983 18.633,0 18.183,9 449,1 1.274,9 0,7
1984 23.557,0 23.931,2 -374,2 -913,3 -0,4
1985 33.749,6 33.766,4 -16,8 -32,1 -0,0
1986 44.967,8 41.101,0 3.866,8 6.418,3 2,4
1987 53.053,1 55.260,2 -2.207,1 -3.533,4 -1,1
1988 61.666,7 62.243,2 -576,5 -807,9 -0,2
1989 80.071,6 73.128,7 2) 6.942,9 2> 7.734,4 2,3
1990 92.625,1 88.084,8 4.540,3 4.540,3 1,4
" Miðað við meðalgengi á viðskiptavog at trade weighted average effective rate of exchange.
21 Leiðrétt tala frá Verslunarskýrslum 1989 Correctedfigure.
Verð- og magnbreytingar 1989-1990 Price and volume
changes 1989-1990. 3. yfirlit sýnir samanburð á
utanríkisverslunartölumáföstugengi árin 1989 og 1990.Hér
er um sams konar töflu að ræða og Hagstofan sendir frá sér
í hverjum mánuði til upplýsingar um framvindu helstu flokka
innflutnings og útflutnings í samanburði við næstliðið ár.
Tölur fyrra árs eru þá jafnan umreiknaðar til meðalgengis
líðandi árs til þess að eyða áhrifum gengisbreytinga á
verðmætistölur svo samanburður milli ára verði marktækari
en ella.
I tölum 3. yfirlits kemur fram að á föstu gengi jókst
verðmæti útflutnings um3,8% fráárinu 1989 tilársins 1990,
en verðmæti innflutnings jókst uni 8,1%. Breytingar á
útflutnings- og innflutningsverði í erlendum gjaldeyri eru þá
meðtaldar. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, sem
byggjast á útreikningum einingarverðvísitalna á grundvelli
verslunarskýrslna, er áætlað að útflutningsverð hafi hækkað
um 17,4% í krónuni milli áranna 1989 og 1990. Meðalverð
erlends gjaldeyris mælt á viðskiptavog hækkaði um 11,4% á
sama tíma og því sýnist útflutningsverð í erlendum gjaldeyri
hafa verið rösklega 5% hærra að meðaltali á árinu 1990 en
það var árið áður. Verð á áli og kísiljárni lækkaði á árinu,
álverð um 13% og kísiljárnverð um 37% í erlendri mynt, en
sjávarafurðaverð hækkaði um 11% í erlendri mynt, allt
miðað við meðalgengi á viðskiptavog. Að frátöldum breyt-
ingum á verði áls og kísiljárns hækkaði verð útfluttra afurða
um nær 23% í krónum en í því felst að útflutningsverð hafi
hækkað um rösklega 10% í erlendum gjaldeyri.
Innflutningsverð í krónum er talið hafa hækkað um 21,3%
frá árinu 1989 til ársins 1990, en það svarar til um 9%
verðhækkunar í erlendum gjaldeyri. Neysluvörur og
rekstrarvörur aðrar en olía hækkuðu um 18% í krónum - um
6% í erlendum gjaldeyri - en vörur til fjárfestingar hækkuðu
nokkuð meira, yfir 22% í krónum eða sem svarar um 10% í
erlendum gjaldeyri. Olíuinnflutningur hækkaði sýnu mest í
verði og var verð á olíuvörum á árinu að meðaltali 39% hærra
í krónum en árið áður, þ.e. nær 25% hærra í erlendri mynt.
Verðmæti vöruútflutnings í krónum (að meðtöldum
gengisbreytingum og verðbreytingum í erlendum gjaldeyri)
jókstum 15,7% fráárinu 1989 tilársins 1990. Semfyrrsegir
er áætlað að útflutningsverð í krónum hafi hækkað um 17,4%
og að teknu tilliti til verðbreytinga hefur útflutningurinn því
dregist saman um 1,4% að raungildi. Verðmæti innflutnings
fob jókst um 20,5% á árinu 1990, innflutningsverð er talið
hafa hækkað um 21,3% í krónum, og því er innflutningurinn
talinn hafa dregist saman um 0,7% að raungildi.
Sem fyrr segir er hér stuðst við áætlaðar tölur Þjóðhags-
stofnunar um breytingar fob-verðs eins og fram kemur í 4.
yfirliti. Áætlanir um breytingar cif-verðs innflutnings eru
ekki tiltækar en ætla má að þær hafi verið næsta svipaðar og