Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 6. júlí 2011 Miðvikudagur „Ég er formaður Félags Litháa á Ís- landi. Í gær fékk ég um tuttugu símtöl frá Íslendingum þar sem ég var með- al annars spurð að því hvort það væri siður í Litháen að losa sig við börn á þann hátt sem unga konan gerði,“ segir Lolita Urboniene sem segir umfjöllun fjölmiðla um mál ungu konunnar sem setti nýfætt barn sitt í ruslagám síðastliðinn laugardag hafa ýtt undir fordóma í garð Litháa á Ís- landi. Börnin spurð „Okkur finnst sárt að það sé alltaf bent á að stelpan sé frá Litháen. Hún hefði getað verið frá hvaða landi sem er. Við vitum ekki af hverju hún gerði þetta og þetta er mikill harmleikur,“ segir Lolita og bætir við að börn og unglingar frá Litháen hafi lent í því að þurfa að svara fyrir gjörðir kon- unnar. „Ég veit til þess að börn og ung- lingar frá Litháen vilja ekki fara út vegna þess að aðrir krakkar eru að spyrja þau út í þetta mál. Þau eru spurð af hverju konan hafi gert þetta og hvort að þetta sé siður í þeirra landi. Börn okkar og unglingar geta ekki tekið ábyrgð á þessu. Okkur finnst þetta jafnhræðilegt og öll- um öðrum, en það er ekki okkar að dæma þetta. Það er fyrir dómara, Guð, hana sjálfa og fjölskyldu henn- ar. Að benda svona á þjóðernið og segja að allir Litháar séu svona er alls ekki rétt. En þau upplifa mikla for- dóma út af þessu máli og ég veit að mörg þeirra vilja ekki segja að þau séu frá Litháen.“ Miklir fordómar Lolita segir fordóma í garð Litháa ekki vera nýja af nálinni og að fé- lag Litháa á Íslandi hafi meðal ann- ars verið stofnað til að breyta þeirri mynd sem margir hafa á Litháum. „Við viljum sýna Íslendingum og fólki af öðrum þjóðernum sem býr hér að við erum ekki öll glæpamenn. Þegar koma upp mál sem tengjast Litháum, eins og til dæmis mansals- málið, þá magnar það upp fordóm- ana og skemmir allt það góða starf sem við höfum unnið. En fordómarn- ir hafa verið miklir í gegnum tíðina og ég veit um dæmi þar sem ungur mað- ur frá Litháen, sem talar fullkomna ís- lensku og á íslenska kærustu, var að skemmta sér með íslensku fólki niðri í bæ en var útilokaður þegar hann sagði þeim hvaðan hann væri. Eins og hann væri glæpamaður. Ég veit líka að margir unglingar nota íslensk nöfn þegar þeir eru að kynna sig og skammast sín fyrir að vera Litháar. Þegar það er sífellt ver- ið að fjalla um í fjölmiðlum að kon- an hafi verið frá Litháen gerir það ástandið enn verra. Kunningi minn sem var með litháíska fánann í bílnum sínum var stoppaður af lögreglunni sem leitaði í bílnum hátt og lágt. Hann spurði lögregluna hvað hann hefði gert og hvort það væri glæpur að vera með þennan fána í bílnum. Lögreglan sagði að ástæðan væri sú að litháísk- ir glæpamenn væru mikið vandamál á Íslandi. Þetta eru bara fordómar.“ Geta ekki leitað uppi fólk í vandræðum Um 1.477 Litháar eru skráðir í þjóð- skrá og af þeim búa um 800 í Reykja- vík og 300 eru börn. Lolita segir fé- lag Litháa á Íslandi vera mjög virkt og góð mæting sé á allar uppákomur á vegum þess. Félagið aðstoðar fólk sem flyst hingað frá Litháen ef þess er óskað. „Fólk spyr mig hvort ég þekki stelpuna sem setti barnið í gáminn og hvað við ætlum að gera vegna þessa máls. En við getum ekki gert neitt annað en það sem við höfum verið að gera. Við erum með heima- síðu fyrir Litháa sem hér eru búsett- ir þar sem eru upplýsingar um hvert fólk getur leitað ef það lendir í vand- ræðum. Auðvitað hjálpum við líka fólki ef það leitar til okkar en við getum ekki leitað uppi alla þá sem sem gætu mögulega átt í vandræðum ef þeir segja ekki frá þeim.“ Rannsakar hvernig Litháar hafa aðlagast samfélaginu Lolita hefur búið hér í sex ár og tal- ar nær lýtalausa íslensku. Hún er um þessar mundir að skrifa meistararit- gerð sem fjallar um aðlögun Litháa og Pólverja sem búa á Íslandi að ís- lensku samfélagi en hún stundar nám í mannauðsstjórnun við Há- skóla Íslands. „Niðurstöðurnar sýna að Litháar og Pólverjar aðlagast vel félagslega. Þeir eru aftur á móti ekki virkir í stjórnmálum. Kjósa ekki í kosning- um og bjóða sig ekki fram. Verst er þó útkoman í sambandi við atvinnu og hvort fólk sé í störfum sem hæfir menntun þess eða starfsreynslu. Af þeim áttatíu og þremur sem svöruðu könnun sem ég lagði fram voru sex- tíu og fjórir með háskólamenntun. Um það bil tíu af þeim sem eru með háskólamenntun voru í vinnu sem hæfði þeirra menntun. Flestir eru að vinna í fiski og skúringum. Þessu þarf að breyta.“ Lolita segir að félag Litháa muni halda áfram að reyna að bæta ímynd þeirra og bendir á að félagið sé öllum opið, líka Íslendingum. „Við hittumst einu sinni í mánuði og gerum eitthvað skemmtilegt sam- an. Við höfum til dæmis verið með veiðikeppnir, mömmu- og pabba- daga og kennslu í lítháísku fyrir börn svo eitthvað sé nefnt. Við erum líka með körfuboltalið sem hefur tekið þátt í keppnum með góðum árangri.“ „Ég veit til þess að börn og unglingar frá Litháen vilja ekki fara út vegna þess að aðrir krakkar eru að spyrja þau út í þetta mál. FORDÓMAR Í GARÐ LITHÁA VEGNA BARNSLÁTS n Segir litháísk börn hafa þurft að svara fyrir gjörðir ungu stúlkunnar sem lét barn sitt í ruslagám n Margir vilja ekki segja að þeir séu frá Litháen vegna fordóma Vill bæta ímynd Litháa Lolita Urboniene, formaður Félags Litháa á Íslandi, segir umfjöllun um ungu konuna sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi síðastliðinn laugardag hafa ýtt undir fordóma í garð Litháa. Barnslát enn í rannsókn Agné hefur ekki enn verið formlega yfirheyrð vegna málsins: Búið er að kryfja lík kornabarns- ins sem fannst látið við Hótel Frón á laugardag. Engar upplýsingar fást frá lögreglu um það hvort barnið hafi verið á lífi þegar móðir þess setti það í ruslagám fyrir utan Hótel Frón á laugardag. Móðirin, Agné Krataviciuté, ligg- ur enn á sjúkrahúsi að jafna sig eft- ir fæðinguna. Hún hefur ekki verið formlega yfirheyrð vegna málsins en samkvæmt Friðriki Smára Björg- vinssyni, yfirlögregluþjóni hjá lög- reglunni í Reykjavík, hefur lögreglan þó talað við konuna og spurt hana spurninga er varða atvik málsins. Friðrik Smári segir enn ekki vit- að hvort Agné hafi gert sér grein fyr- ir því að hún væri barnshafandi eða verið í afneitun með óléttuna. Miklu máli skiptir varðandi refsirammann hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að hún væri barnshafandi eða ekki. Hafi hún vitað það kunni að vera um skipulagðan verknað að ræða og get- ur hún þá átt allt að sextán ára fang- elsisvist yfir höfði sér. Leitað að vísbendingum Agné, sem er tuttugu og eins árs, mætti til vinnu á Hótel Fróni í Reykja- vík að morgni laugardags en talið er að hún hafi fætt barnið um tíuleyt- ið. Hún hringdi í fyrrverandi kær- asta sinn og bað hann um að sækja sig. Hún var með miklar blæðingar og kviðverki og keyrði hann hana á bráðamóttöku. Það var um klukkan ellefu sem hún var lögð inn á bráða- móttöku Landspítalans. Agné neit- aði því að hafa verið barnshafandi en læknar urðu þess hins vegar fullviss- ir að hún hefði stuttu áður alið full- burða barn. Læknar gerðu lögreglu viðvart um hádegisbil og var þá hafin leit að barninu. Það fannst ekki fyrr en síð- degis í ruslagámi við hótelið og því virðist sem það hafi látist þar á með- an móðirin lá á spítalanum. Lögreglan leitaði á heimili Agné í Þórufelli þar sem hún býr ásamt fyrr- verandi unnusta og þremur öðrum karlmönnun. Lögreglan lagði hald á tölvu og tölvubúnað en þar gætu leynst vísbendingar um hvort Agné hefði vitað að hún væri barnshaf- andi. Bar sig vel Bæði fyrrverandi unnusti Agné og F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 4.–5. júlí 2011 75. tbl. 101. árg. leiðb. verð 429 kr. mánudagur og þriðjudagur Fréttir 12–13 n Barnið fannst látið í ruslagámin Hún sagðist bara vera með hitan „Við erum öll í miklu áfalli“ Agné fæddi bArnið í kAffipásuHArMLEikur á HÓTEL frÓni „Hún bar sig afar vel reykjavík í órækt! n Sláandi munur á Reykjavík og Seltjarnarnesi Klósettleki hjá iceland Express n Blávatn lak til farþega rEykjAvík á spEnA LAnds- byggðAr n „landsbyggðin er yfirskattlögð“ píTsu- ÞrOT páLMA nefna þau barnið gucci? n Fjórða barnið á leiðinni Beckham-hjónin: sALTið gETur drEpið Mál skekur Bandaríkin: MyrTi HÚn bArnið siTT? Vissu ekki um tengsl dómara við Exeter Fréttir 8 Fréttir 2–3 Fréttir 4 Fólk 28 Neytendur 15 Fréttir 6 Erlent 16 Fréttir 10 Sv ið Se t t M y n d Fannst látið í ruslageymslu Ungabarnið fannst látið í ruslagámi við Hótel Frón á Laugavegi á laugardaginn. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.