Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 6. júlí 2011 Miðvikudagur
Leikkonunni Helgu Þorsteinsdótt-
ur Stephensen var sagt upp störf-
um hjá Þjóðleikhúsinu í fyrra. Þeg-
ar henni var sagt upp átti hún eitt og
hálft ár eftir í eftirlaun. Helga hef-
ur unnið sér inn rétt til töku lífeyris
en fær ekki greiðslur frá Trygginga-
stofnun á móti fyrr en í haust þegar
hún verður 67 ára. Lífeyrisgreiðslur
hennar eru það lágar að hún þiggur
atvinnuleysisbætur þeirra í stað.
Helga hafði starfað um árabil
sem hvíslari á stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu. Þegar henni var sagt upp
störfum þá var henni tjáð að leggja
ætti stöðu hvíslara niður. Engu að
síður þá er það svo að aðrir starfs-
menn Þjóðleikhússins hafa tekið að
sér að hvísla á sýningum í dag.
Máli Helgu hefur verið vísað til
umboðsmanns Alþingis sem kannar
hvort uppsögn Helgu hafi verið lög-
mæt. Er þá helst skoðað hvort með-
alhófsreglunnar hafi verið gætt við
uppsögn Helgu þegar hún átti að-
eins eitt og hálft ár eftir í eftirlauna-
aldur.
Meðalhófsreglan kveður á um að
stjórnvald skuli aðeins taka íþyngj-
andi ákvörðun þegar lögmætu
markmiði, sem að er stefnt, verður
ekki náð með öðru og vægara móti.
Stjórnvöld skulu ávallt velja það úr-
ræði sem veldur minnstri röskun á
hagsmunum borgarans.
Fjárveitingar lækka
Heimildir DV herma að umboðs-
maður Alþingis kanni hvort að Þjóð-
leikhúsið hafi brotið meðalhófs-
regluna með því að segja Helgu upp
þegar hún átti svo stutt eftir í eftir-
launaaldur.
Þau svör fengust frá umboðs-
manni Alþingis að hann tjái sig ekki
um einstök mál sem eru í meðförum
embættisins. Ari Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri Þjóðleikhússins, sagð-
ist ekki geta svarað fyrir stjórnsýslu-
athafnir sem fóru fram áður en hann
tók til starfa og á það við uppsögn
Helgu. Hann bendir á að hann geti
ekki tjáð sig um mál sem umboðs-
maður Alþingis er með til afgreiðslu.
Fjárframlög íslenska ríkisins til
Þjóðleikhússins hafa lækkað um-
talsvert undanfarin ár. Frá árinu
2005 hafa fjárveitingar ríkisins til
leikhússins lækkað um 35 prósent,
eða úr rúmum milljarði í 644 millj-
ónir króna. Árið 2010 fékk leikhús-
ið 707 milljónir króna frá ríkinu. Þá
voru laun og launatengd gjöld tæp-
ar 663 milljónir króna samkvæmt
ársskýrslu Þjóðleikhússins fyrir árið
2010.
Önnur gjöld voru 306 milljónir
króna og samtals gjöld hjá leikhús-
inu fyrir 2010 því rúmar 969 millj-
ónir króna. Brúttótekjur leikhússins
fyrir 2010 voru 917 milljón krónur
og því stóðu eftir 1,3 milljónir króna
í rekstrarafgang árið 2010.
Sé tekið mið af því að launatengd
gjöld voru 663 milljónir króna og
fjárframlög ríkisins árið 2011 644
milljónir króna þá var fyrirséð að
Þjóðleikhúsið þyrfti að fara í sparn-
aðaraðgerðir. Síðastliðið haust var
tíu starfsmönnum sagt upp störfum í
ýmsum deildum en samkvæmt upp-
lýsingum frá Ara Matthíassyni, fram-
kvæmdastjóra leikhússins, þá var
átta ársverkum fækkað innan þess
því ráðið var inn í nýja stöðu og tveir
tóku skert starfshlutfall.
Margir í sárum
Ari segir að fjórum fastráðnum leik-
urum hafi verið sagt upp störfum í
vor og tveir samningar leikara sem
voru í leyfi voru ekki framlengdir. Á
fastan samning koma hins vegar sex
REKIN ÁRI FYRIR
EFTIRLAUNAALDUR
n Helgu Þorsteinsdóttur Stephensen var sagt upp störfum þegar hún átti rúmt ár í eftirlaunaaldur
n Hafði verið frá 1996 við Þjóðleikhúsið n Umboðsmaður Alþingis kannar lögmæti uppsagnarinnar
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Á stóra sviðinu í 14 ár
Helgu Þ. Stephensen var
sagt upp störfum hjá Þjóð-
leikhúsinu í fyrra.
„Ég hef ekki fengið
neinar upplýsingar
um að þetta sé ólöglegt.