Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 17
Neytendur | 17Miðvikudagur 6. júlí 2011 heitur pottur með rafmagnsnuddi. Rúsínan í pylsuend- anum er náttúrulegt gufubað. Þá er laugin í sérstaklega fallegu og skjólsælu umhverfi sem eykur mjög á sjarma laugarinnar. Meðal annarra lauga í nágrenninu má nefna Sundhöll Selfoss og sundlaugina í Þorlákshöfn. Verð: Fullorðnir 400 krónur og börn 160 krónur. Opnunartímar: Mánudaga til fimmtudaga 07.00– 20.30. Föstudaga 07.00–17.30. Laugardaga og sunnudaga 10.00–17.30. Ummæli álitsgjafa: Ragnheiður: „Skemmtileg laug til að synda í. Ofsalega sveitó stemning þar.“ Gísli: „Staðsetningin frábær og þjónusta til fyrir- myndar.“ Skuggaráðgjafi: „Besta sundlaug landsins er án nokkurs vafa sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði. Hönnun laugarinnar og staðsetning er mjög skemmtileg. Laugin fellur nánast inn í náttúruna á jaðri Hveragerðis. Þegar sundlaugargestir sitja í pottinum horfa þeir til fjalla og kyrrðin er yfirleitt mikið. Eitt hið besta við laugina í Hveragerði, auk staðsetningarinnar og hönnunarinnar, er hversu náttúruleg hún er. Heita vatnið í lauginni og pottunum er náttúrulegt og kemur úr iðrum jarðar í Hveragerði, sem auðvitað er rómað fyrir mikinn jarðhita. Laugin er því einhvers konar blanda af hefðbundinni sundlaug og náttúrulaug.“ 10. sæti Sundlaugin í Stykkishólmi Í Stykkishólmi er sundaðstaða til fyrir- myndar og falleg laug sem hefur allt til að bera sem sundlaug þarf. Þar er 25 metra útisundlaug með 57 metra vatns- rennibraut, sem er önnur lengsta rennibraut landsins. Þar er vaðlaug og tveir heitir pottar auk 12 metra innilaugar sem einkum er ætluð sem kennslu- og þjálfunarlaug. Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmis konar húðvandamálum, svo sem exemi og psoriasis.“ Verð: Fullorðnir 420 krónur og börn 170 krónur (6–17 ára). Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 07.00–22.00 . Laugardaga og sunnudaga 11.00–18.00. Ummæli álitsgjafa: Skuggaráðgjafi: „Sundlaugin í Stykkishólmi er falleg smábæjarsundlaug. Heiti potturinn er þannig gerður að hægt er að liggja og sitja í honum. Ekki skemmir fyrir að úr heita pottinum er fallegt útsýni enda er umhverfi Stykkishólms eitt það fallegasta á landinu. Renni- brautin í lauginni er einnig vel heppnuð. Stykkishólmur fær 4 stjörnur fyrir að hafa allt sem skiptir máli og ekkert aukalega.“ 11. sæti Sundlaugin í Borgarnesi Sundaðstaða í Borgarneslaug er góð en þar er 25 metra útisundlaug auk þriggja vatns- rennibrauta, barnavaðlaugar og tveggja heitra potta, en annar þeirra er með sérstöku kraftnuddi. Þar er einnig iðulaug með frábæru nuddi, innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver, sánabað og góð sólbaðsaðstaða. Góð sundlaug fyrir ferðalanga til að skola af sér ferðrykið og slaka á í eða taka góðan sundsprett. Verð: Fullorðnir 480 krónur og börn 200 krónur. Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 6.30–21.00. Laugardaga og sunnudagar 9.00–18.00. Ummæli álitsgjafa: Ragnheiður: „Mér finnst gott að henda mér í sund í Borgarnesi eftir að vera búin að keyra lengi. Tek stundum sundsprett þar áður en ég keyri síðasta spölinn í bæinn.“ Gísli: „Laugarsvæðið er mjög fínt að flestu leyti en búningsklefar of litlir miðað við notkun.“ 12.–14. sæti Sundlaugin á Blönduósi Á Blönduósi er glæsileg 25 metra sundlaug ásamt vaðlaug og tveimur heitum pottum. Þar eru einnig tvær rennibrautir og fleiri tæki fyrir börnin. Foreldrar hrósa uppsetningu svæðisins þar sem fullorðna fólkið getur setið í pottunum en haft þó góða yfirsýn og fylgst með börnunum. Verð: Fullorðnir 450 krónur og börn 220 krónur (8–15 ára). Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 8.00–21.00. Laugardaga og sunnudaga 10.00–20.00. 12.–14. sæti Sundlaugin á Eskifirði Á Eskifirði er nýleg og glæsileg sundlaug sem var tekin í notkun fyrir um fimm árum. Þeir sem ferðast um Austurland og vilja skola af sér rykið ættu að skella sér í sund á Eskifirði. Þar eru heitir pottar, gufubað, vaðlaug og rennibrautir fyrir börnin. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar. Verð: Fullorðnir 400 krónur og börn 170 krónur (6–15 ára). Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 6.30–21.00. Laugardaga og sunnudaga 10.00–18.00. 12.–14. sæti Sundlaugin í Vestmannaeyjum Sundlaugin í Vestmannaeyj- um var vígð í júlí 1976. Þar er góð aðstaða bæði til að iðka sund og fyrir börnin en þar er 25 metra innilaug, þrír heitir potta, nuddstútar, nuddfoss og sólbaðslaug. Einnig má nefna rennibraut- irnar Eldfell og Stórhöfða auk fjölda annarra leiktækja fyrir börnin. Verð: Fullorðnir 450 krónur og börn fá frítt. Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 6.15–21.00. Laugardaga og sunnudaga 9.00–18.00. Ummæli álitsgjafa: Ragnheiður: „Ég setti mitt fyrsta Íslandsmet þar og hjarta mitt slær alltaf svolítið fyrir Vestmannaeyjalaug- ina. Maður syndir bara alltaf hratt þar.“ 15.–16. sæti Sundlaugin á Egilsstöðum Á Egilsstöðum er prýðissundstaður. Þar er 25 metra laug, tveir heitir pottar og annar þeirra með góðu vatnsnuddi. Þá er vaðlaug og rennibraut. Einnig eru sólbekkir við laugina og fín sólbaðsaðstaða. Að sögn starfsmanns er gufa óþarfi þar sem það er alltaf gott veður á Egilsstöðum. Verð: Fullorðnir 400 krónur og börn 200 krónur. Opnunartímar: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga 06.00–21.30. Þriðjudaga og fimmtudaga 06.30–21.30. Laugardaga og sunnudaga 9.30–19.00. 15.–16. sæti Sundlaugin í Höfn Í Höfn er góð aðstaða til sunds. Þar er ný 25 metra sundlaug auk barnalaugar með alls kyns leiktækjum. Á Höfn eru hvorki fleiri né færri en þrjár renni- brautir, tveir heitir pottar en annar þeirra er sagður með góðu nuddi. Þá er gufubað á staðnum auk þess sem aðgengi fyrir fatlaða er gott, meðal annars er lyftustóll á laugarbakkanum til staðar. Þessi aðstaða gerir það að verkum að sundlaugin er aðgengileg fyrir alla og verðskuldar sæti á meðal þeirra bestu. Hún er rekin undir kjörorðunum: Vatn og vellíðan. Verð: Fullorðnir 450 krónur og börn 180 krónur. Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 06.45–21.00. Laugardaga og sunnudaga 10.00–19.00. Ummæli álitsgjafa: Páll Ásgeir: „Lítil og frumstæð.“ 17. sæti Salalaug Salalaugin er nýleg laug og sannkölluð vatnaparadís fyrir börnin og er jafnvel meira vatnaveröld en sundlaug til að synda í. Þar er að finna útilaug, innilaug, iðulaug, tvo potta, rennibraut og vatnsorgel. Góð laug til að leyfa börnunum að leika sér á meðan fullorðna fólkið slakar á í pottunum. Verð: Fullorðnir 450 krónur og börn 120 krónur. Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 06.30–22.00. Laugardaga og sunnudaga 08.00–20.00. Ummæli álitsgjafa: Páll Ásgeir: „Úthverfalaug sem er frekar umbúðir en innihald.“ Ragnheiður: „Góð laug til að slappa af í en samt hundleiðinlegt að synda þar.“ 18. sæti Seltjarnarneslaug Sérstaða laugarinnar á Seltjarnar- nesi er sú að vatnið kemur úr borholu í nágrenninu með mjög stein- efnaríku vatni. Laugin er vinsæl hjá exem- sjúklingum sem telja þetta vatn þurrka húðina minna en annað sundlaugarvatn. Tvær sundlaugar eru á staðnum en pottarnir eru fjórir. Góð aðstaða fyrir barnafjölskyldur og rennibraut fyrir börn á öllum aldri. Verð: Fullorðnir 400 krónur og börn 120 krónur. Opnunartímar: Mánudaga til föstudaga 6.30–21.00. Laugardaga og sunnudaga 8.00–18.00. Ummæli álitsgjafa: Páll Ásgeir: „Mjög góð en of lítil laug. Pottarnir eru í skugga síðdegis sem er stór mínus.“ Ragnheiður: „Mér finnst hún ágæt. Bara vont bragð af vatninu þannig að það er ekkert svo gaman að synda þar.“ Rennibraut Barnalaug Gufa Útiklefar Veitingar við bakkann Aðrar perlur Aðrar laugar sem voru nefndar sem sérstakar perlur eða vegna frábærrar aðstöðu: Krossneslaug í Árneshreppi á Ströndum Páll Ásgeir: „Flottasta laug á landinu. Hún er ofan í sjávarmáli, hrein og snyrtileg. Dásamlegur staður.“ Gísli: „Frábær staðsetning í flæðarmálinu og stutt að hlaupa út í sjó. Þar er líka alltaf gott veður.“ Seljavallalaug Gísli: „Þegar hún er ekki full af ösku er þetta nátt- úrulega einstök laug, byggð utan í bergið og úr því seitlar heitt vatn ofan í laugina. Það er hins vegar engin hárþurrka í búningsklefanum!“ Heitu pottarnir í Tálknafirði. Gíslí: „Frábær staður en ekki auðfundinn og á kannski ekkert að vera það.“ Náttúrulaugin í flæðarmálinu við Flókalund í Reykjafirði María: „Himnesk laug eftir langar göngur.“ Sundlaugin í Vopnafirði Páll Ásgeir: „Mjög góð laug sem er frammi í sveit og sést ekki til mannabústaða frá henni.“ Bláa lónið Ragnheiður: „Bláa lónið er líka einn besti staðurinn til að fara ofan í vatn og slappa af. Elska alveg að maka á mig leðjunni og njóta eiginleika lónsins.“ Garðabæjarlaug Ragnheiður: „Þetta er yndisleg laug. Klefarnir þar eru hreinustu klefar sem ég hef komið í og það er fínt pláss fyrir alla, hvort sem þeir vilja synda, leika sér eða hanga í pottinum.“ MyNd AUSTURGlUGGiNN/GUNNAR M y N d S U N d lA U G A R .iS M y N d V eS TM A N N A ey jA R .iS MyNd SUNdlAUGAR.iS MyNd SUNdlAUGAR.iS Bestu sundlaugar landsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.