Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Miðvikudagur 6. júlí 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun leikarar, þar af fjórir sem hafa verið ráðnir tímabundinni ráðningu und­ anfarin tvö ár og en Ari segir þá eiga lögum samkvæmt rétt á að hljóta fastráðningu eða hverfa úr starfi hjá Þjóðleikhúsinu. „Það eru margir í sárum yfir þessu en ef menn vilja leita orsakanna þá geta þeir leitað í fjárlög 2011 þar sem skorið er niður hjá Þjóðleikhúsinu,“ segir Ari. Leikarar hvísla Baldur Trausti Hreinsson, talsmaður Félags leikara, segir að leikarar hafi gengið í stöðu hvíslara eftir að Helgu var sagt þar upp störfum. „En þetta er ekki í okkar starfslýs­ ingu,“ segir Baldur Trausti en bæt­ ir við að leikurum sé frjálst að gera þetta. „Við setjum þetta í hendurnar á þeim sjálfum. Hvort þeir samþykki að gera það og ef þeir vilja gera það þá er þeim frjálst að gera það okkar vegna,“ segir Baldur. Hann segir að það eigi eftir að fá úr því skorið hvort leikarar séu að ganga í störf hvíslara. „Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um að þetta sé ólöglegt. En um leið og við fáum úr því skorið að við séum að ganga í störf sem annar aðili á að sinna, þá munum við draga það til baka,“ segir Baldur. Á stóra sviðinu í 14 ár Helga sem er fædd 4. september 1944 er kennaramenntuð og leikari frá Leiklistarskóla LR. Hún hefur starf­ að við kennslu og leikstörf og lék hún ýmis hlutverk hjá Leikfélagi Reykja­ víkur og Þjóðleikhúsinu á sínum yngri árum. Hún starfaði um árabil á tónlistardeild Ríkisútvarpsins þar sem hún gegndi almennum skrif­ stofustörfum og dagskrárgerð þar sem hún sá meðal annars um þátt­ inn Óskalög sjúklinga. Helga starfaði í nokkur ár sem leikþulur, sem í dag­ legu tali er kallað hvíslari, hjá Leik­ félagi Reykjavíkur, bæði í Iðnó og Borgarleikhúsinu áður en hún réðst til starfa sem leikþulur á stóra sviði Þjóðleikhússins árið 1996.  Hvorki vinsælt né sanngjarnt Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleik­ hússtjóri segir í samtali við DV að rétt hafi verið staðið að uppsögn­ inni. „Það var farið lögformlega að því að segja hvíslara Þjóðleikhúss­ ins upp starfi, en um ríkisstarfs­ menn gilda lög um réttindi og skyld­ ur ríkistarfsmanna. Þeir sem eru ósáttir við stjórnsýsluákvörðun, hver sem hún er, geta leitað til Um­ boðsmanns alþingis. Það gerði við­ komandi í þessu tilfelli. Málið fer þá í ákveðið ferli, þar sem fyrispurn er send á viðkomandi stofnun. Það var gert og henni hefur verið svarað. Ég sé ekki tilefni til að ræða þetta mál frekar, nú þegar ríflega ár er liðið frá því að kæra var lögð fram, enda hef ég ekki fengið neina vísbendingu um að ranglega eða ólöglega hafi verið farið að.“ Hún segir að búið séð leggja niður stöðu hvíslara í leikhúsinu, en nið­ urskurður í ríkisfjárlögum geri það að verkum að grípa þurfi til ýmissa ráðstafana. „Og það verði ekki gert án einhverra fórna,“ segir Tinna og bætir við: „Það er ekki skemmti­ legt að segja fólki upp vinnunni og hvíslari leikhússins er vissulega ekki sá eini sem hefur orðið fyrir því að missa vinnuna.“ Tinna vildi ekki tjá sig nánar um málið við DV. Í viðtali við blaðið þann 20. júní síðastliðinn sagði hún að það hafi þurft að fækka fólki á öllum deildum og leggja meira á þá sem eftir sátu. „Það er hvorki vinsælt né sann­ gjarnt, en það hefur þrátt fyrir allt myndast um það samstaða innan hússins að leita allra leiða til að verja hið listræna starf og láta ekki niður­ skurðinn verða til þess að við förum að slá af eða lækka standardinn. Við erum í raun að gera ótrúlega hluti fyrir fáránlega litla peninga, ef við lítum til sambærilegra leikhúsa á Norðurlöndum, og við gætum það ekki, nema fyrir þá staðreynd að við erum með frábært fólk á öllum póst­ um. Það er og hefur verið styrkur og auðlegð Þjóðleikhússins.“ Finnst nafnbirtingar ósmekklegar Tinna sagði enn fremur í viðtalinu að umræða um uppsagnir í fjölmiðl­ um sé viðkvæm. „Það er nógu sárt að missa fastan samning þótt þú þurfir ekki líka að lesa um það í fjölmiðum. Nafnbirtingar að fólki forspurðu eru að mínu viti ósmekklegar í svona til­ vikum, enda hafa viðkomandi ekk­ ert til saka unnið. Sérstaklega getur þetta verið álitamál, þegar leikarar eiga í hlut, þar sem starf þeirra er svo bundið persónu þeirra og sjálfs­ mynd.“ Tinna sagði að það hljóti alltaf að verða einhverjar áherslubreytingar og það sé mikilvægt fyrir Þjóðleik­ húsið að geta tryggt sér krafta þeirra leikara sem mest eftirspurn er eftir á hverjum tíma. Þar ráði listræn for­ gangsröðun vissulega nokkru, en þetta sé líka spurning um samsetn­ ingu leikarahópsins með tilliti til þeirra verkefna sem eru í undirbún­ ingi. „Við höfum kosið að beina athygl­ inni heldur að þeim sem koma inn á samning, enda er það vægast sagt ein­ valalið leikara. Þar fer fremstur meðal jafningja Hilmir Snær Guðnason, en auk hans koma þau Björn Thors, Mar­ grét Vilhjálmsdóttir, Atli Rafn Sigurð­ arson, Jóhannes Haukur Jóhannes­ son og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir núna inn á fasta samninga. Ég held að það segi sig sjálft að það er mikilvægt fyr­ ir Þjóðleikhúsið að tryggja sér krafta þessara frábæru listamanna. Og það segi ég án þess að vilja þar með kasta rýrð á nokkurn annan.“ Tekur áhættu á leikárinu Á leikárinu eru stór og dýr verkefni. Tinna sagði að sú ákvörðun að setja upp söngleik á borð við Vesalingana þegar kreppir að í rekstri leikhúss­ ins geti vissulega orkað tvímælis, þar sem óhjákvæmilegt sé að ráða sér­ staklega að sýningunni hljóðfæra­ leikara og sækja að auki liðstyrk utan leikhússins vegna nokkurra söng­ hlutverka. Hún taldi það þó áhættunn­ ar virði, enda sagði hún mikilvægt að Þjóðleikhúsið haldi áfram þeim metnaði og þeirri fjölbreytni í verk­ efnavali sem ætlast er til, þótt kreppi að í rekstri þess. Sagðist Tinna ekki í nokkrum vafa um að sýningin komi til með að laða gesti í auknum mæli að leikhúsinu og því verði niðurstað­ an jákvæð þegar upp sé staðið. Benedict Andrews aftur til Íslands Tinna tilkynnti þegar hún tók á móti Grímuverðlaunum fyrir sýningu árs­ ins að Benedict Andrews kemur til með að vinna aftur í íslensku leikhúsi og mun þá leikstýra Macbeth Shake­ speares, það verði þó ekki fyrr en á þarnæsta leikári, eða leikárinu 2012 til 2013. Hún gefur ekkert uppi um hlutverkaskipan, en segir að undir­ búningur sé þegar hafinn. Andrews var ráðinn inn til leikhússins og seg­ ir Ari Matthíasson að hann hafi ver­ ið á sömum kjörum og aðrir íslensk­ ir leikstjórar. Kveðið er á um kjörin í samningi Félags íslenskra leikstjóra og Þjóðleikhússins. Kreppa í leikhúsinu Fjárframlög íslenska ríkisins til Þjóðleikhússins hafa lækkað umtalsvert undanfarin ár. Frá árinu 2005 hafa fjárveitingar ríkisins til leikhússins lækkað um 35 prósent, eða úr rúmum milljarði í 644 milljónir króna. „Það eru margir í sárum yfir þessu en ef menn vilja leita or- sakanna þá geta þeir leit- að í fjárlög 2011 þar sem skorið er niður hjá Þjóð- leikhúsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.