Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Side 10
10 | Fréttir 25. júlí 2011 Mánudagur Heldur þú að Eden verði endurreist? „Já,vonandi.“ Guðmundur Erlingsson 48 ára, starfsmaður Kjöríss „Það er ekki spurning, það verður að endur- byggja þetta og það í anda Braga gamla.“ Sigurður Blöndal 57 ára, kennari „Já, það ætla ég að vona. Þetta var sál bæjarins og mikil saga þarna.“ Guðbjörg Gunnlaugsdóttir 61 árs, öryrki „Það skulum við vona. Þetta er alltof stór hluti af sögu bæjarins til þess að það verði ekki gert.“ Guðjón Árnason 62 ára, kennari „Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós.“ Njörður Sigurðsson 37 ára, sagnfræðingur Dómstóll götunnar Eden var eitt best þekkta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu og bæði ís­ lenskir og erlendir ferðamenn voru duglegir að sækja staðinn. Eden var stofnað árið 1958, upprunalega sem garðyrkjustöð en í seinni tíð hef­ ur staðurinn verið veitingastaður og verslun. Eden brann til grunna í miklum eldsvoða fyrir helgi. Engin slys urðu á fólki en tveir páfagaukar drápust. Margir listamenn hafa sýnt verk sín í Eden og á meðal verka sem hafa verið til sýnis þar eru listaverk eftir Kjarval. Þá hafa fjölmargar ís­ lenskar fjölskyldur lagt leið sína þangað; rúntur frá höfuðborginni til Hveragerðis varð að hefð hjá mörgum þeirra, með viðkomu í Eden. Vinsæll ferðamannastaður Um 300 þúsund gestir hafa árlega heimsótt Eden. Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og rak það til ársins 2006, eða í 48 ár. Hann seldi þá rekstur­ inn og nýir aðilar komu að honum. Þeir urðu gjaldþrota árið 2008 og þá tók Sparisjóður Suðurlands við eign hússins en reksturinn var í hönd­ um einkaaðila. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DV til að ná í núverandi rekstraraðila hefur það ekki gengið. Bragi Einarsson er látinn en hann varð álíka þekktur sem faðir Eden og vörumerkið Eden er. Hann lést stuttu eftir að hann seldi reksturinn árið 2006. Bragi gerði Eden að einum af miðpunktum íslenskrar ferðaþjón­ ustu. Saga fyrirtækisins er samofin sögu Hveragerðis, enda laðaði Eden að fjölda ferðamanna. Staðurinn varð að föstum punkti í ferðaþjón­ ustu og varð hluti gullna hringsins svokallaða. Eden var í fyrstu gróðrarstöð en Bragi stofnaði fyrirtækið þegar hann keypti tvö gróðurhús í Hveragerði, en hann mun hafa verið of seinn fyrir til að sá þar og setti aðeins niður gul­ rætur fyrsta árið. Þær seldust vel og boltinn fór að rúlla hjá fyrirtækinu. Í kringum 1970 var komið upp kaffi­ stofu þar og urðu þá kaflaskil í sögu fyrirtækisins og það fór að mótast í þá mynd sem það tók á sig síðar. Um svipað leyti var þjóðvegurinn aust­ ur fyrir fjall einnig malbikaður og þá jókst umferðin til Hveragerðis til muna. Listamiðstöð Listaverk prýddu Eden og lista­ menn voru duglegir við að sýna verk sín þar. Nokkrir listamenn voru þar fastagestir, en Bragi Ein­ arsson var mjög listrænn og teikn­ aði andlitsmyndir af landsfrægu fólki sem og gestum og gangandi í Eden. Myndir hans prýddu gjarnan veggina þar. Árið 1983 sagði Bragi frá því í blaðaviðtali að listasýning­ ar væru bókaðar tvö ár fram í tím­ ann í Eden. Á síðustu árum hefur fyrirtæk­ ið Eden starfað sem veitingasala og selt ferðamannavarning. Á staðnum var mikið af listaverkum og listmun­ um, en einnig bjuggu þar tveir lif­ andi páfagaukar sem kunnu að tala og vélknúni apinn Bóbó. Þurftu að hörfa frá eldinum „Þá var enginn eldur kominn upp úr þakinu en það stóð mikil reykjar­ súla upp úr þakinu á gróðurhúsinu,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar­ stjóri Hveragerðis, en hún varð elds­ ins vör þegar hún var á göngu rétt fyrir miðnættið. Ekki er ljóst hvern­ ig eldurinn kviknaði en allt bendir til þess að hann hafi átti upptök sín í eldhúsi veitingaskálans. Hún segir að eldurinn hafi skyndilega breiðst yfir í anddyri hússins og mikil eld­ sprenging hafi orðið. Slökkvilið gat ekki farið inn í húsið, svo mikill var eldurinn. Þeir þurftu að hörfa nokkra metra þar sem hætt var við að eld­ urinn næði að teygja sig í tækja­ búnað slökkviliðsins. Mikill elds­ matur var inni í húsinu, en það var að hluta til plastklætt og timburhús að grunni. „Hann breiddist út yfir stóra veitingasalinn og fljótlega eftir það kom slökkviliðið. Svo varð eins og eld sprenging í húsinu og eldur­ inn dreifðist á örskammri stundu út um allan veitingasalinn og læsti sig svo í anddyrið og þá stóð húsið bara í björtu báli,“ segir Aldís. Mikið eldhaf Kolsvartir reykjarbólstrar teygðu sig til himins og eldglæringarnar voru miklar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var eldurinn gríðarlegur og reykjarkófið mikið. Eldurinn sást alla leið til Þorlákshafnar, svo mik­ ið var eldhafið. Eldurinn mun hafa verið mun meiri en þegar eldsvoði varð í flugeldageymslu í bænum fyrir nokkrum árum. Eden er brunarústir einar eftir brunann og það eina sem eftir stend­ ur eru nokkrir steyptir veggir. Elds­ upptök eru þó enn ókunn. Hjá lög­ reglunni á Selfossi fékkst það staðfest að boð frá brunavarnakerfi hefði ekki borist í nótt líkt og hefði átt að gerast að sögn varðstjóra. Brunavarnakerfi í húsinu mun þó hafa verið í fullum gangi þegar slökkvilið kom á vett­ vang. „Eden­merkið og hurðin brenna ekki. Það er táknrænt,“ segir Aldís, en bæjarbúar og bæjarstjóri Hvera­ gerðis voru sammála um það að Eden væri of dýrmætt fyrir Hvera­ gerði til þess að það yrði ekki endur­ reist. Aldís segir ljóst að Eden væri eitt best þekkta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu og það væri alveg klárt að Eden yrði byggt upp að nýju. Það að bæði merki Eden og hurðir stað­ arins stæðu enn töldu bæjarbúar sem DV ræddi við vera skýrt merki um að staðurinn yrði endurbyggður. Hvernig staðið verður að uppbygg­ ingu staðarins mun koma í ljós þeg­ ar rannsóknarstörfum lýkur. Þangað til verður Eden minnst sem hluta af sögu Hveragerðis og íslenskrar ferða­ þjónustu. Hörfuðu Eldurinn breiddist hratt út og slökkvilið þurfti að hörfa svo tækjabúnaður bráðnaði ekki. MyNd ÖSp ViLBErG Ekkert eftir Veitingaskálinn er gjörónýtur en eldurinn mun hafa átt upptök sín þar. Ekkert var eftir af honum nema undirstöður. Stendur enn „Eden-merkið og hurðin brenna ekki. Það er táknrænt,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis. Sá eldinn Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri var á kvöldgöngu þegar hún varð eldsins vör. Á huldu Rannsókn lögreglu og slökkviliðs er ólokið og ekki er vitað hvað það var sem olli eldinum. Paradísin sem brann n Eitt best þekkta vörumerki íslenskrar ferðaþjónustu n Fastur punktur í lífi íslenskra fjölskyldna n 300 þúsund gestir árlega n Eden verður endurbyggt n Táknrænt að sjá merkið óbrunnið Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is „Bæjarbúar og bæjarstjóri Hvera- gerðis voru sammála um að Eden væri of dýrmætt fyrir Hveragerði til þess að það yrði ekki endur- reist. „Á ég að segja þér brandara?“ „Ertu að flýta þér“ „Gleymdu ekki gjöfinni“ Ódauðlegir frasar vélknúna apans Bóbós sem sagði brandara fyrir 50 kr. Hans er nú sárt saknað miðað við við- tökur vina hans á Facebook en rúmlega 4.000 höfðu skráð sig á minningarsíðu Bóbós á föstudag. Bæði Eden og Bóbó áttu greinilega marga vini. Sást til Þorlákshafnar Íbúar í Þorlákshöfn gátu séð eldinn. Kolsvartir reykjarbólstrar teygðu sig til himins og eldglæringarnar voru miklar. MyNd ÖSp ViLBErG M y N d ir G U N N A r G U N N A r SS O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.