Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Qupperneq 16
Alveg einstakt n Lofið að þessu sinni fær fyrirtækið Tölvuvinir á Langholtsvegi. „Ég fór þangað með bilað lyklaborð og skjá og það kom í ljós að viðgerðin mundi kosta tæpar 24.000 krónur. Þegar eigandinn heyrði að ég hefði ekki efni á því brosti hann fallega og sagðist lána mér fyrir við- gerðinni. Ég varð mjög hissa og sagði: „Þú þekkir mig ekki neitt.“ Þá sagði hann að við yrðum að trúa á það góða í fólki og nú er ég að borga til baka. Ég hef aldrei vitað annað eins, þetta var alveg einstakt.“ 400 krónur fyrir gos n Lastið fær Íslenski barinn fyrir okur á gosi. „Við fórum þangað, vinkon- urnar saman, um daginn og vorum ánægðar með matinn þar. Höfum oft komið þar við áður og alltaf verið ánægðar. Í þetta skiptið ætluðum við að splæsa á okkur kóki með matnum en fengum þá upplýsingar um að lítil kók í gleri kosti 400 krón- ur. Þvílíkt okur. Maturinn á hádegismatseðlinum kostar 1.000 krónur og því er kókið nær helm- ingur af því verði. Ég mun halda áfram að fá mér vatn með matnum,“ segir við- skiptavinur staðarins. 16 | Neytendur 25. júlí 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 242,9 kr. 242,7 kr. Algengt verð 242,5 kr. 242,5 kr. Höfuðborgarsv. 242,4 kr. 242,4 kr. Algengt verð 242,7 kr. 242,7 kr. Algengt verð 244,8 kr. 242,9 kr. Melabraut 242,6 kr. 242,6 kr. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Ráð við innkaup Það er alltaf hægt að tileinka sér nýj- ar aðferðir þegar kemur að sparnaði. Á matarkarfan.is er oft ýmis góð ráð að finna og þar segir meðal annars að ágætt sé að bera saman hve mikið kíló af vöru kostar því stundum sé hagkvæmara að kaupa minni pakkn- ingar en stórar. Einnig sé gott að skrifa niður verðið á eftirlætis- eða mest keyptu vörunum. Þá leggist verðið á minnið og verðvitund batni. Verði breytingar á verði til hins verra sé hugsanlega kominn tími til að líta til samkeppnisaðilans og sjá hvaða verð hann býður. É g verið viðskiptavinur Hrað- peninga í nokkurn tíma en í fyrra fór ég í vanskil með eina skuld og samdi við fyrirtækið um hana,“ segir viðskiptavinur Hraðpeninga sem vill ekki láta nafn síns getið. Fyrirtækið tók fyrir mis- tök rúmar 60.000 krónur af reikningi hans og skildu hann eftir peninga- lausan yfir heila helgi. Þrátt fyrir að hafa viðkennt mistök sín og endur- greitt konunni stendur krafa enn í heimabanka hennar og enn hefur ekkert afsökunarbréf borist. „Gat ekkert gert“ Konan segir að það hafi verið sjálf- sagt mál að semja um skuldina og að hún hafi borgað inn á hana jafnt og þétt síðan þá. Það var svo í síð- asta mánuði sem hún fékk reikn- ing inn á heimabankann sinn upp á 64.000 krónur vegna þessarar skuldar. „Það er meira en heildar- skuldin mín síðan í fyrra sem var um 60.000 krónur og þar að auki voru bara 21.000 krónur eftir af skuldinni.“ Hún hafði samband við fyrirtækið og segir útskýringar þeirra hjá Hraðpeningum vera þær að þetta væru mistök og öll upp- hæðin hafi óvart farið inn á heima- bankann sem skuld. Skuldin væri 21.000 og seðillinn myndi detta út úr heimabankanum um leið og sú upphæð væri greidd. Það var 1. júlí sem 60.400 krónur voru teknar af reikningi hennar. „Þeir gáfu mér ekki möguleika á að semja um eftirstöðvarnar og taka uppruna- legu heildarupphæðina út af reikn- ingnum mínum. Ég var peningalaus alla helgina og gat ekkert gert,“ segir hún. Vildi skriflega afsökunarbeiðni Hún var í sambandi við fyrirtækið, mánudaginn eftir umrædda helgi, sem greiddi henni mismuninn til baka en bað hana ekki afsökunar. „Ég hringdi síendurtekið í þá á mánudeg- inum til að fá skýringar á þessu og fékk alltaf þau svör að þeir ætluðu að at- huga málið og hafa svo samband. Þeir lofuðu að hringja í mig eftir skamma stund en kukkan þrjár mínútur í sex hringdi ég í þá þegar ég var ekkert búin að heyra. Ég sagði að ég vildi líka fá skriflegt afsökunarbréf sem ég gæti sýnt bankanum sem sönnun fyrir því að þetta væri ekki mér að kenna. Þá voru mér boðnar 5.000 krónur gegn því skilyrði að ég færi ekki með þetta í blöðin. Eins konar sárabætur. Ég af- þakkaði það og krafan er ennþá inni í heimabankanum sem ég skil ekki. Ég vil losna við hana strax,“ segir hún að lokum og er mjög ósátt við vinnu- brögð Hraðpeninga. DV hefur ítrekað hefur reynt að ná sambandi við forsvarsmann Hrað- peninga til að fá útskýringu á þessu en án árangurs. Falla ekki undir lög um neytendalán Starfsmaður viðskipta- og efna- hagsráðuneytisins segir að eins og staðan er í dag þá falli smálánafyr- irtækin ekki undir ráðuneytið. „Þau falla ekki undir lög um neytendalán og þetta er ekki eftirlitsskyld starf- semi,“ segir hann. Ráðherra hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem átti að taka á þessu og fella smálánafyrirtækin undir lög um neytendalán. Það hafi hins vegar stoppað í viðskiptanefnd. Aðspurð- ur hvort það séu þá engar reglur um fyrirtækin segir hann þær vera litlar sem engar. „Peningalaus alla helgina“ n Hraðpeningar hf. innheimtu skuld af bankareikningi viðskiptavinar n Tóku of mikið, fyrir mistök n Hafa ekki beðist afsökunar Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Ósátt við Hraðpeninga Konan vill fá skriflega afsökunar- beiðni frá lánafyrirtækinu. MYND SIGTRYGGUR ARI Árið 2009 vöruðu Neytendasamtökin við smálánafyrirtækjum á heimasíðu sinni. „Lán sem þessi hafa verið harðlega gagnrýnd í nágrannalöndum okkar, enda beinist markaðssetningin aðallega að yngri neytendum og þeim sem hafa lítið handa á milli. Þá er ekki hægt að kalla lánskjörin neitt annað en okur. Jafnframt er örðugt að sjá hvernig það leysir einhvern fjár- hagsvanda að fá lán sem skal svo greiða tilbaka með allt að 25% álagi innan 15 daga. Neytendasamtökin vilja því vara fólk eindregið við töku þessara lána og hvetja yfirvöld jafnframt til aðgerða er sporni við slíkum lánveitingum“ NS.IS 9.OkTÓbER 2009 Vara við smálánum Neytendum er bent á að í skilmálum, sem Hraðpeningar setja fyrir láni, er tekið fram að viðskiptavinur gefur þeim leyfi til að gjaldfæra kostnað á banka- reikning. „Viðskiptavinur veitir Hraðpen- ingum heimild að gjaldfæra kostnað á bankareikning sinn á gjalddaga. Ef ekki reynist inn- stæða á bankareikningi viðskiptavinar til að greiða gjaldfelldan kostnað hafa Hraðpeningar heimild til að gjaldfæra eftirstöðvar kostnaðar á dags fresti á bankareikning viðskiptavinar þar til allur kostnaður viðskiptavinar er greiddur.“ AF HEIMASíÐU HRAÐpENINGA Mega gjaldfæra Tóku of mikla peninga Viðskiptavinur Hraðpeninga varð að eigin sögn fyrir miklum óþægindum vegna þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.