Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Side 22
22 | Ferðalög 25. júlí 2011 Mánudagur
Þ
að getur verið erfitt að
ákveða hvert skal halda í frí-
inu þegar ferðast er innan-
lands. Landið okkar hefur
upp á nær óendanlega fal-
lega og áhugaverðastaði að bjóða.
DV hefur því tekið saman upplýs-
ingar um nokkra staði á Íslandi sem
ferðalangar ættu að skoða ef kostur
er. Að sjálfsögðu eru þeir mun fleiri
og erfitt var fyrir blaðamann að tak-
marka valið við nokkra. Staðirnir
sem hér eru nefndir eru áhugaverð-
ir vegna náttúrunnar eða sögunnar
sem liggur að baki. Aðrir eru örlítið
skrýtnir og fá því að fljóta með. Von-
andi finna allir eitthvað við sitt hæfi.
Austurland
(Upplýsingar og myndir frá east.is)
Sænautasel
Upp úr miðri 19. öld voru 16 bæir í
byggð á Jökuldalsheiði og þar á með-
al Sænautasel. Flestir þeirra fóru í
eyði árið 1875 í Öskjugosi en byggð
var í Sænautaseli til ársins 1943.
Hann var síðar endurbyggður í lok
síðust aldar og er góður fulltrúi heið-
arbýla fyrri tíða. Margir telja að fyrir-
mynd sögusviðsins í Sjálfstæðu fólki
Halldórs Laxness sé komin frá bæn-
um en skáldið átti þar næturstað á
þriðja áratug 20. aldar.
Bærinn er áhugavert safn og í
aðeins fimm kílómetra fjarlægð frá
gamla þjóðveginum, sem liggur um
Möðrudalsöræfi og Jökuldalsheiði.
Ferðaþjónustan er rekin í bænum á
sumrin og þar má fræðast um sögu
fólksins sem bjó á heiðinni og bú-
skaparháttum.
Gerpir
Gerpir er fjall milli Vöðlavíkur
og Sandvíkur í Suður-Múlasýslu og
er það austasti höfði landsins. Hann
er snarbrattur sjávarmegin og er 661
metra hár. Talið er að eitt elsta berg
landsins, um 12 milljóna ára gamalt,
sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er
sannkölluð paradís fyrir göngufólk
og hefur Ferðafélag Fjarðamanna
gefið út göngukort af svæðinu sem
fæst í upplýsingamiðstöðvum og
verslunum víða í Fjarðabyggð.
Ástæða er til að mæla með heim-
sókn í Gerpi við alla er áhuga hafa á
útivist.
Stórurð
Stórurð er ein hrikalegasta náttúru-
smíð á Íslandi. Þar er einstök nátt-
úra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjót-
ruðningar, steinblokkir, sumar tugir
metra á hæð, fagrar tjarnir og sér-
stakur gróður. Ganga um svæðið er
einstök upplifun. Samkvæmt east.is
er best að hefja göngu uppi á Vatns-
skarði, ganga inn eftir fjallasyrpunni
og til baka neðri leiðina út í Ósfjall.
Þessi leið eru um 16 kílómetrar. Þar
segir einnig að í Stórurðargöngu
þurfi heilan dag til að geta notið
svæðisins sem best. Að sögn starfs-
manns hjá Markaðsstofu Austur-
lands er Stórurð á lista yfir tíu flott-
ustu staði landsins og með hundrað
fallegustu stöðum í heiminum. Þetta
er staður sem lætur engan ósnortinn.
Klifbrekkufossar í Mjóafirði
Þetta er stórfengleg fossasyrpa innst
inni í botni Mjóafjarðar. Þeir blasa
við hægra megin þjóðvegarins þegar
ekið er niður af Mjóafjarðarheiðinni.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er
fjörðurinn mjór og þar er veðurblíð-
an með eindæmum. Hann er 18 kíló-
metra langur og státar af einstakri
náttúrufegurð. Þessi perla er vel falin
á milli fjallanna og í botni hans má
svo sjá hina fögru Klifbrekkufossa.
Burstafell á Vopnafirði
Minjasafnið á Burstafelli gefur gest-
um góða mynd af lífinu á Aust-
fjörðum á öldum áður en þar er má
kynnast breyttum búskapar- og lifn-
aðarháttum fólks allt frá því fyrir árið
1770 þar til hætt var að búa í bæn-
um árið 1966. Í húsinu eru þrjú eld-
hús sem hvert tilheyrir sínu tímabili
og segja öll sína sögu. Eins eru aðr-
ir munir safnsins frá mismunandi
tímabilum og gaman er að sjá hvern-
ig hlutirnir hafa breyst í tímans rás.
Sama fjölskylda bjó í húsinu í 480
ár og er það fallega varðveitt. Á bak
við húsið er gil þar sem frægasta álf-
konusagan gerist. Þar fundust einnig
steingervingar sem taldir eru vera af
hjartardýri sem lifði í Vopnafirði fyrir
3,5 milljónum árum.
Suðurland
(upplýsingar og myndir af
south.is og draugasetrid.is)
Hverasvæðið í Hveragerði
Hverasvæðið er staðsett inni í
miðjum kaupstaðnum og er eitt af
merkilegri náttúruperlum Suður-
lands. Hveragerði er í austurjaðri
gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi
um Þingvelli og norður Langjökul og
liggur hverasvæðið þvert á þetta gos-
belti.
Á staðnum er móttaka fyrir ferða-
menn í skála sem er við Hveramörk,
austast á hverasvæðinu. Þar er hægt
að afla sér margvíslegra upplýsinga
um tilvist jarðhitans, tengsl við ör-
verufræði, jarðfræði, sprungur og
eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt
hvernig nýting jarðhitans fer fram,
greint frá dýpt borhola, afli sem úr
þeim fæst og hvernig það er nýtt. Á
svæðinu eru mjög áhugaverðir hver-
ir og má þar nefna Dynk sem gýs
reglulega, Ruslahver og fleiri áhuga-
verða hveri sem vert er að skoða.
Þjóðveldisbærinn á Stöng
Stöng í Þjórsárdal er talinn hafa eyðst
í Heklugosinu árið 1104 ásamt fjölda
annarra bæja. Árið 1939 fór hópur
norrænna fornleifafræðinga á stúf-
ana í Þjórsárdal og uppgötvaði margt
merkilegt, s.s. húsaskipan. Þótt graf-
ið væri víða, var ákveðið að reyna
að varðveita uppgröftinn á Stöng og
byggt yfir hann, þannig að gestir og
gangandi gætu gert sér grein fyrir
híbýlum manna á söguöld. Bærinn
sem nú stendur og var byggður á ár-
unum 1974 til 1977, var gerður með
Stöng sem fyrirmynd.
Ferðalangar um Þjórsárdal ættu
ekki að láta Stöng fram hjá sér fara.
Draugasetrið á Stokkseyri
Í draugasetrinu er hrædd úr ferða-
löngum líftóran með hinum ýmsu
draugasögum. Þar er sagt frá hinum
ýmsu draugategundum og draugum
víðs vegar af landinu, meðal annars
af djáknanum frá Myrká og sýnd er
stuttmynd þar sem draugur er vak-
inn upp.
Gestir fá geislaspilara í hönd
með 24 draugasögum áður en far-
ið er inn á setrið og ganga svo tveir
og tveir saman um svæðið. Flestar
sögurnar eru stuttar en sumar held-
ur lengri. Mikilvægt er að gefa öll-
um þeim draugum sem þarna eru
góðan gaum. Þeir sem dýrka góðar
draugasögur og finnst gaman að láta
skjóta sér skelk í bringu ættu að kíkja
á Draugasetrið.
Landmannalaugar
Flestir þekkja Landmannalaug-
ar og þá náttúrufegurð sem svæð-
ið hefur upp á að bjóða. Þeir sem
hafa hins vegar aldrei komið þang-
að eru hvattir til að láta það verða
eitt af verkefnum sumarsins. Land-
mannalaugar eru rómaðar fyr-
ir náttúrufegurð og litríkt berg en
þar er mikið um líparít og líparít-
hraun, hrafntinnu og fleiri berg-
tegundir. Jarðhitasvæði er í dalkvos
milli brattra fjalla á Landmanna-
afrétti en laugarnar eru undir hárri
brún Laugahrauns. Eru þar margar
uppsprettur, heitar og kaldar, sem
safnast í lygnan læk sem er víða 50
–70 gráðu heitur. Vinsæl gönguleið
er svokallaður Laugavegur sem ligg-
ur milli Landmannalauga og Þórs-
merkur.
Vesturland
(Upplýsingar og myndir af
vesturland.is og akranes.is)
Djúpalónssandur
Djúpalónssandur er skemmtileg
malarvík með ýmsum furðulegum
klettamyndunum. Á árum áður var
þar útgerð og verbúðarlíf og þótti
mönnum þar reimt. Frá þeim tíma
eru fjórir aflraunasteinar sem liggja
undir kletti þegar komið er niður á
sandströndina. Þeir eru kallaðir Full-
sterkur, sem er 154 kílógrömm, Hálf-
sterkur, sem er 100 kílógrömm, Hálf-
drættingur, sem er 54 kílógrömm og
Amlóði, sem vegur 23 kílógrömm.
Vinsælt er meðal ferðamanna sem
eiga leið um sandinn að reyna krafta
sína á steinunum.
Breski togarinn Epine GY 7 frá
Grímsby fórst í aftakaveðri fyrir utan
Djúpalónssand í mars 1948 og fimm
skipsverjar lifðu slysið af en 4 fórust.
Járn úr skipinu er á víð og dreif um
sandinn.
Langisandur
Langisandur er sannkölluð útvistar-
paradís og án efa ein af flottustu
fjörum landsins. Það má í raun
segja að Langisandur sé baðströnd í
miðjum bænum og á heitum sumar-
dögum verður sjórinn volgur og
notalegur. Þá er tilvalið að fá sér
sundsprett eða að busla í sjónum.
Við ströndina eru útisturtur með
heitu vatni og salernisaðstaða.
Bárðarlaug
Laugin er sporöskjulaga tjörn í gjall-
gíg vestan við veginn að Hellnum.
Sagan segir að Bárðarlaug sé bað-
staður Bárðar Snæfellsáss en hann
var af risaættum, stór og sterkur.
Bárður nam land á Snæfellsnesi og
kallaði jökulinn Snjófell. Hann lenti
í útistöðum við frændur sína og ná-
granna og lét sig hverfa en talið er
að hann hafi gengið í jökulinn. Upp
frá því fóru menn að ákalla hann og
hlaut hann þá nafnið Snæfellsás.
Á Arnarstapa er áberandi hlað-
ið minnismerki um Bárð Snæfellsás
eftir listamanninn Ragnar Kjartans-
son. Eftir að hafa litið á listaverkið
er auðskilið að hann hafi þurft stóra
baðaðstöðu.
Víðgelmir
Víðgelmir er af sérfræðingum talinn
vera einn merkilegasti hellir í heimi.
Hann er stærstur allra hella á Íslandi
og einn stærsti hraunhellir í heimi.
Hann hefur að geyma fallegar ís-
myndanir og þegar innar dregur má
sjá marga dropsteina og hraunstrá.
Árið 1993 fundust mannvistarleifar í
hellinum sem eru nú til sýnis í Þjóð-
minjasafni Íslands.
Hellirinn hefur verið friðaður síð-
an 1993 og er innganga í hellinn ein-
göngu leyfð með leiðsögn en ferða-
þjónustan í Fljótstungu sér um hana.
Eiríksstaðir í Haukadal
Að Eiríksstöðum í Haukadal er lif-
andi sögusýning og tilgátuhús sem
byggt er á gömlum rústum. Gamlar
íslenskar sagnir herma að Eiríkur
rauði hafi búið að Eiríksstöðum í
Haukadal. Eiríkur var gerður útlæg-
ur af Íslandi fyrir víga sakir og leitaði
þá landa í vestri og fann land er hann
nefndi Grænland. Sonur hans, Leifur
heppni, fann síðar Ameríku, fyrstur
Evrópumanna.
Gaman er að kynna sér sögu Ei-
ríks sem lifnar við á Eiríksstöðum því
leiðsögumenn klæddir að fornum
Áhugaverðir staðir á Íslandi
Þúsundir fallegra og áhugaverða staða er að finna á Íslandi - Þeir sem ætla
í ferðalög innanlands eru hvattir til að skoða hvað er í boði - Margar faldar
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is