Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2011, Side 23
Ferðalög | 23Mánudagur 25. júlí 2011
Áhugaverðir staðir á Íslandi
sið fræða gesti um söguna, sýna fornt
handverk og muni.
Staupasteinn
Staupasteinn er bikarlaga steinn
við gamla þjóðveginn um Hvalfjörð
skammt frá Hvammsvík en þar var
vinsæll áningarstaður ferðamanna
hér áður fyrr vegna fagurs útsýn-
is. Steinninn var friðlýstur árið 1974
en sjáandi nokkur hefur oft staldr-
að við hjá Staupa-Steini á leið sinni
fyrir Hvalfjörð og lýsir honum sem
góðlyndum, gamansömum og sér-
lega barngóðum. Best skemmtir
hann sér þegar fjölskyldufólk staldr-
ar við nálægt Staupasteini og krakkar
leika sér með bolta á meðan foreldr-
ar njóta útilofts og náttúrufegurðar.
Staupa-Steinn veit nefnilega ekkert
skemmtilegra en atast í boltaleikjum
með krökkum.
Vestfirðir
(Upplýsingar og myndir af
westfjords.is)
Hellulaug
Laugin er skemmtilega staðsett í
fjöruborðinu rétt fyrir innan Hótel
Flókalund. Hún er hlaðin grjóti og
steypt en þar er engin búningsað-
staða fyrir hendi. Þetta er náttúruleg
heit laug þar sem gott er að slappa af
og horfa út á Vatnsfjörð. Aðgangur
er ókeypis og hitastig laugarinnar er
um 38°C.
Hornbjarg - Hornstranda friðland
Hornbjarg er þverhnípt sjávar-
og fuglabjarg sem rís úr sjó á norð-
vestur horni Vestfjarða og er hluti af
Hornströndum. Á Hornströndum er
stórbrotin og einstök náttúrufegurð.
Meðfram ströndinni eru snarbrött
fjöll og inn í þau ganga firðir, víkur og
dalir. Land er mótað af ágangi sjáv-
ar og jöklum ísaldar sem hafa skilið
eftir ófáar hvilftir og skörð. Jarðsög-
una má lesa úr landslagi og eru víða
menjar um gróður- og veðurfar fyrir
milljónum ára.
Hornstrandafriðland nær yfir
nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans.
Dynjandi
Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörð-
um en hann er í Dynjandisvogi fyrir
botni Arnarfjarðar. Fossinn og um-
hverfi hans hans voru friðlýst sem
náttúruvætti árið 1981, enda um ein-
staka náttúruperlu að ræða. Þessi til-
komumikli foss er í ánni Dynjandi
sem rennur ofan Dynjandisheiði en
hún á upptök sín í nokkrum vötnum
á heiðinni sem liggur í jaðri hálend-
issvæðis Glámu. Glámusvæðið ein-
kennist af jökulruðningum og dæld-
um sem smávötn hafa safnast í.
Dynjandi fellur niður um það
bil 100 metra hátt og bungumynd-
að berg. Fossastiginn hefur orð-
ið til vegna lagskiptingar bergsins í
hraunlög og lausari millilög.
Kotbýli kuklarans
Á Klúku í Bjarnarfirði er Kotbýli
kuklarans, sýning um galdramál á
Íslandi. Það ætti enginn að láta hjá
líða að líta við í Kotbýli kuklarans og
kynnast af eigin raun aðstæðum og
kjörum almúgafólks á tímum galdra-
fársins. Þar er auðvelt að gera sér í
hugarlund að galdur hafi í raun ver-
ið hjálparmeðal sem almúginn gat
gripið til og auðveldað þannig lífs-
baráttuna. Það er annars konar upp-
lifun að koma við í Kotbýli kuklarans.
Listasafn Samúels í Selárdal
Samúel Jónsson (1884–1969)
var bóndi í Brautarholti í Selár-
dal í Ketilsdalahreppi í Arnarfirði.
Hann er oftast nefndur Samúel Jóns-
son í Selárdal eða listamaðurinn með
barnshjartað og var hann einn fræg-
asti alþýðulistamaður sem upp hefur
komið á Íslandi í seinni tíð. Félag um
endurreisn listasafns Samúels Jóns-
sonar í Selárdal var stofnað þann 4.
apríl 1998 en tilgangur félagsins er
að stuðla að endurreisn og viðhaldi á
listaverkum og byggingum Sam úels
Jónssonar. Þar er nú Samba-hátíð
sem er ekki tengd sambadansi held-
ur vísun í Samúel sem var kallaður
Sambi. Þess má geta að hljómsveitin
Sigur Rós tók upp efni fyrir myndina
Heima í Selárdal.
Sögusýning Djúpavíkur
Hér er á ferðinni stórskemmtileg
sögusýning sem hefur verið sett upp
um starfsemi síldarverksmiðjunnar
í Djúpavík í Árneshreppi á Strönd-
um sem starfrækt var á árunum
1935-1954. Djúpavík komst skyndi-
lega í sviðsljósið á fjórða áratugn-
um þegar hópur frumkvöðla reisti
síldar verksmiðju í víkinni. Verk-
smiðjan var starfrækt þar til skömmu
eftir 1950 og nú er í vélasal hennar
sögusýning Djúpavíkur sem fjallar
um þessa stórbrotnu daga.
Norðurland
(Upplýsingar og myndir af
nordurland.is, phallus.is og myv.is)
Hljóðaklettar
Hljóðaklettar eru sérkennileg þyrp-
ing stuðlabergskletta í mynni Vest-
urdals niðri við Jökulsá á Fjöllum.
Stuðlarnir hafa alls konar legu og
er gaman, jafnt fyrir börn sem full-
orðna, að nota ímyndunaraflið þegar
þeir eru skoðaðir. Þar er „kirkja“ þar
sem fólk hefur látið gefa sig saman.
Vegur 862 liggur þangað og er fær
öllum fólksbílum.
Skútustaðagígar
Skútustaðagígjar eru gervigígar sem
friðlýstir voru sem náttúruvætti
1973. Gervigígar myndast við það að
glóandi hraun streymir yfir vatn eða
votlendi. Við þessa snöggu kælingu
þrýstist gufa úr kvikunni með miklu
afli og myndar hina formfögru gíga.
Gígarnir nefnast gervigígar þar sem
hraunkvikan kemur ekki beint úr
iðrum jarðar við myndun þeirra.Gíg-
arnir eru vinsæll staður til fuglaskoð-
unar og eru þeir friðlýstir sem nátt-
úruvætti.
Hið íslenzka reðasafn
Þeir sem hafa ekki enn heimsótt
safnið ættu ekki að láta það fram
hjá sér fara í sumar. Safnið er vænt-
anlega hið eina sinnar tegundar í
heiminum en þar hefur verið safnað
saman reðrum af allri spendýrafánu
eins lands. Það telur nú 209 reðra og
reðurshluta af nálega öllum land- og
sjávarspendýrum hinnar íslensku
fánu.
Sauðanes
Kirkjustaðurinn Sauðanes er forn-
frægur kirkjustaður, höfuðból og
menningarsetur. Hann er staðsettur
á Langanesi, um það bil 7 kílómetra
norðan við Þórshöfn.
Prestsbústaðurinn að Sauðanesi
(Sauðaneshús) var byggður 1879 úr
höggnum grásteini en endurbygg-
ing þess stóð frá árunum1991–2003.
Gamla prestshúsið er elsta steinhús
í Þingeyjarsýslum og er gert úr steini
er fluttur var langt að og tilhöggvinn
á staðum.
Askja
Askja er eldstöð sem er staðsett á
hálendinu og er því aðeins aðgengi-
leg yfir sumarmánuðina. Í Öskju
er Öskjuvatn sem er dýpsta stöðu-
vatn á Íslandi og við hliðina á Öskju-
vatni er gígurinn Víti. Vatnið í gígn-
um er enn um 22 gráða heitt og er
vinsælt að baða sig þar, enda mik-
il upplifun. Náttúran er stórbrotin
á þessum afskekkta stað uppi á há-
lendi Íslands. Askja tilheyrir Vatna-
jökulsþjóðgarði.
Hvítserkur
Hvítserkur er sérkennilegur brim-
sorfinn klettur í sjó við vestanverð-
an botn Húnafjarðar í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Kletturinn, sem er 15
metra hár, er hvítur af fugladriti og
dregur nafn sitt sennilega af því.
Hægt er að ganga niður í fjöruna og
skoða klettinn enn nánar, skemmti-
leg fjöruferð fyrir börnin.
Jólagarðurinn
Jólin eru alltaf góður tími, hvort sem
það er sumar og sól eða desember
því andi jólanna ríkir í Jólagarðinum
allt árið um kring. Garðurinn, turn-
inn og litla húsið skapa skemmti-
lega umgjörð um verslun með vörur
sem tengjast jólunum. Hann er vin-
sæll áningarstaður ferðamanna sem
koma í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri
og óhætt að segja að þar hellist yfir
mann gleði og friður hátíðarinnar.
Jafnvel þótt það sé hásumar.
Ásbyrgi
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur
Íslands og er staðsett í Vatnajökuls-
þjóðgarði. Lagðir hafa verið göngu-
stígar um svæðið og sett upp lítil
upplýsingaskilti við þá. Í Ásbyrgi er
mikið af fallegum gróðri og mikið
fuglalíf. Margar tilgátur hafa verið
settar fram um tilurð Ásbyrgis og ein
þeirra er að svæðið hafi mótast þeg-
ar tvö hamfarahlaup urðu í Jökulsá
á Fjöllum, hið fyrra fyrir um 8 til10
þúsund árum og hið síðara fyrir um
3 þúsund árum.
Skemmtilegri er þó sú saga sem
segir að þarna hafi Sleipnir, hest-
ur Óðins, stigið fast niður fæti þeg-
ar hann var á ferð sinni um lönd og
höf. Ásbyrgi sé því hóffar Sleipnis og
eyjan í miðjunni sé far eftir hóftung-
una.
Það er upplifun fyrir alla fjöl-
skylduna að virða fyrir sér tignarlega
hamraveggi og njóta kyrrðarinnar.
„Staðirnir sem hér
eru nefndir eru
áhugaverðir vegna nátt-
úrunnar eða sögunnar
sem liggur að baki.