Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2012, Page 14
14 Fermingar 2.–4. mars 2012 Helgarblað Ráð til að gera veisluna ódýrari A ð halda fermingarveislu vex mörgum foreldrum ferm- ingarbarna í augum, þá sér- staklega kostnaðarliðurinn. Það er þó vel hægt að halda upp á þennan áfanga í lífi barnsins án þess að fara fram úr sér í kostnaði og tæma pyngjuna alveg. Það er algjör óþarfi að halda hundrað og fimmtíu manna veislu enda kemur fermingarbarnið þá varla til með að þekkja helminginn af gestunum. Fjölskyldur eru vissulega mis- munandi að stærð og gerð en skyn- samlegast er að setjast niður og gera gestalista og leyfa fermingarbarninu að vera með í ráðum. Þannig er barn- ið líka meðvitað um hverjum það er að fara að taka á móti en kemur ekki af fjöllum í veislunni þegar „ókunn- ugar“ gamlar frænkur mæta með opinn faðminn. Tilbúnar að knúsa fermingarbarnið og kyssa. Fáðu ættingjana til að aðstoða Ef um er að ræða fimmtíu til sextíu manna veislu, ætti að vera auðvelt að halda hana í heimahúsi. Sem er auð- vitað langhagkvæmasti kosturinn. Ef foreldrar fermingarbarnsins hafa ekki aðstöðu til að halda veislu af þeirri stærðargráðu má alltaf kanna hvort ættingjar eða vinir eru tilbúnir til að bjóða fram húsnæði. Ef sá möguleiki er ekki fyrir hendi getur verið nauðsynlegt að sníða veisluna að því plássi sem er til stað- ar. Veislur í minni kantinum þar sem nánustu ættingjar koma saman og fagna með barninu bjóða líka upp á meiri nálægð og hægt er að sinna gestunum betur. Ef íslenska vorveðrið sýnir sínar bestu hliðar getur líka verið frábær lausn að færa hluta veislunnar út í garð eða á verönd, ef húsnæðið býð- ur upp á það. Súpa er ódýr kostur Þegar kemur að veitingunum eru möguleikarnir jafn margir og veisl- urnar eru ólíkar. Ef um er að ræða kökuveislu er tilvalið að biðja ætt- ingja og vini um að taka að sér að baka eina köku eða sjá um eitthvað nasl. Það er jafnvel allt eins líklegt að nánustu ættingjar og góðir vinir bjóði sjálfir fram aðstoð sína. Þá er góður tími til að brjóta odd af oflæti sínu og þiggja alla þá aðstoð sem býðst. Fyrir þá sem vilja frekar bjóða upp á mat en kökur er tilvalið að gera góða og matarmikla súpu með ýmiss konar meðlæti. Súpur fara yfirleitt vel í fólk, bæði unga sem aldna og hráefnið getur verið ódýrt sé það rétt valið. Í eftirrétt er svo hægt að bjóða upp á smá kökus- makk, svona til málamynda, enda allir væntanlega vel saddir eftir mat- armikla súpuna. Skreyttu með fánum og blöðrum Flestum þykir nauðsynlegt að hafa borðskreytingar á fermingarborðinu. Þegar kemur að slíkum skreytingum er um að gera að láta hugmynda- flugið ráða en hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Blöðrur og litlir íslenskir fánar eru ódýr og góð lausn á skreyt- ingum. Falleg blóm lífga líka upp á borðið og geta vel dugað sem skreyt- ingar ein og sér. Páskaliljur eru til dæmis mjög stílhreinar og guli litur- inn er hlutlaus. Og svo er bara að skella fallegum dúk á borðið og raða veitingunum smekklega þar á. solrun@dv.is n Haldið veisluna í heimahúsi og bjóðið upp á súpu n Skreytið með blómum og fánum n Leyfið fermingarbarninu að vera með í ráðum „Skynsamlegast er að setjast niður og gera gestalista og leyfa fermingarbarninu að vera með í ráðum. Ódýr kostur Matarmikil súpa er ódýr og góður kostur í fermingarveisluna. Blöðrur Einfaldar skreytingar eins og blöðrur geta verið mjög fallegur og ódýr kostur á fermingarborðið. Síðumúla 20 www.blomabud.is sími 553 1099 Persónuleg og fagleg þjónusta í 45 ár Öðruvísi og falleg fermingargjöf Handmáluð hnattlíkön Handgerð hnattlíkön eru sniðug fyr- ir þá sem langar til að gefa ferming- arbarninu fallega og frumlega gjöf. Á vef artonglobes.com má finna einstök handmáluð hnattlíkön eftir Wendy Gold, bandaríska listakonu sem hefur getið sér gott orð fyrir fal- lega hönnun. Wendy málar fallegar mynd- ir yfir gömul hnattlíkön og eru því engir tveir hnettir eins. Hægt er að sérpanta líkan og fá myndir og orð á hnöttinn sem falla að smekk og áhugamáli fermingarbarnsins, en einnig má velja úr fallegri hönnun sem þegar er til og má sjá á heima- síðunni. Verð fer eftir stærð hnattar- ins og hversu mikið fólk vill sér- sníða hann eftir eigin óskum. Verð á hnattlíkönum fer eftir stærð og hönnun en grunnverð er tæplega 45 þúsund án sendingarkostnaðar. Ef pantað er hnattlíkan sem er al- gjörlega sérsniðið að sérstökum óskum kostar það rúmlega hundr- að þúsund krónur án sendingar- kostnaðar. Á heimasíðunni kemur fram að biðtími eftir hnattlíkani er um sex til átta vikur frá því að pöntun er gerð og sendingarkostn- aður er tæplega sjö þúsund krónur. Ef fólk vill virkja listræna hæfi- leika sína má líka kaupa sér gaml- an hnött og spreyta sig sjálfur á skreytingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.