Hagskýrslur um atvinnuveg

Issue

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.12.1973, Page 93

Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.12.1973, Page 93
91 Ef tirmáli í þessu hefti hefur verið gefiö yfirlit yfir rekstur og veltu verzlunar í heild áárunuml971 og 1972 á grundvelli skattframtala verzlunarfyrirtækja. Rétt þykir að geta stutt- lega helztu annmarka frumgagnanna og einnig þeirra atriða, sem meta þurfti við úrvinnslu þeirra. Þessar athugasemdir gefa engar hugmyndir um töluleg áhrif umræddra atriða á niður- stöðurnar, en þær ættu að sýna hvar skórinn kreppir helzt við skýrslugerð sem þessa. Annmarkar skattframtala sem frumgagna við athuganir á rekstri og efnahag atvinnufyrirtækja felast í þvx, að allt talnaefni þeirra ársreikninga, sem þar eru skráöir, er fyrst og fremst miðaö við að fullnægja kröfum skattalaga og reglna, og verður það oft á tíðum á kostnað skilmerkilegra og ná- kvæmra lýsinga á raunverulegum rekstri og efnahag. Áður hefur verið minnzt á notkun slysatryggðra vinnu- vikna til uppfærslu úrtaks til heildarstærða, og er ítrekað hér, að vinnuvikur eru e.t.v. ekki heppilegasti mælikvarðinn til slíks. Jafnframt skal þó á það bent, að þegar söfnun heildarveltuskýrslna samkvæmt söluskattsframtölum nær til alls landsins,bjóðast nýir möguleikar í þessu efni. Það er mjög algengt að rekstrarreikningar fyrirtækja, sem reka blandaðan atvinnurekstur (t.d. verzlun og iðnað), séu aðeins aö hluta sundurliðaðir á mismunandi atvinnu- rekstur, og ekki er heldur óalgengt, að slík fyrirtæki skili aðeins einum heildarrekstrarreikningi til skatts. Gefur auga leiö, að niöurstöður úrvinnslu slíkra reikninga byggja mjög verulega á því, hvernig aögreining mismunandi tegunda atvinnureksturs er framkvæmd. Slík aðgreiningarvandamál eru einnig algeng viö úrvinnslu framtala einstaklinga, þó annars eðlis séu, þar sem greina þarf atvinnurekstur ein- staklingsins frá öðrum efnahagsathöfnum hans. Þá er misræmi í uppfærslu ársreikninga töluvert, þannig að verulegum vand- kvæðum er bundið að færa þá á staðlaö form.

x

Hagskýrslur um atvinnuveg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um atvinnuveg
https://timarit.is/publication/1124

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.