Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Qupperneq 5
3
Formáli.
í þessu 15. hefti atvinnuvegaskýrslna Þjóðhagsstofnunar
birtast niðurstöður athugana á iðnaði árið 1975. Megin-
efni skýrslunnar eru niðurstööur athugana á rekstri og
efnahag iðnfyrirtækja árið 1975, sem byggöar eru á urtaks-
athugun úr skattframtölum og ársreikningum iðnfyrirtækja
víðsvegar að af landinu. Auk áætlaðra rekstrar- og efna-
hagsyfirlita árið 1975 er gefiö yfirlit yfir helztu stærðir
í rekstraryfirlitum einstakra iðngreina árin 1968-1975 svo
sem tekjur, hráefni, laun og hagnað.
1 þessu hefti eru birtar ýmsar aðrar hagtölur iðnaðarins
svo sem tölur um vinnuafl, stærðardreifingu iðnfyrirtækja,
framleiöslu, framleiðni, fjármagn, útflutning, áætlaða
hlutdeild í þjóðarfraraleiðslu o.fl.
Skýrsla þessi er fimmta iðnaðarskýrsla Þjóðhagsstofnunar
en áður hafa verið gefin út hefti með niöurstööum athugana
á iönaöi árin 1968-1974 (AS nr. 2 . , AS nr. 5., AS nr. 7.,
AS nr. 11.1.
Á vegum Þjóðhagsstofnunar hefur Tryggvi Eiríksson,
viðskiptafræðingur, einkum unniö aö gerð þessarar skýrslu,
tekið saman talnaefni og samið skýringar. Þjóöhagsstofnun
vill þakka Hagstofu íslands, ríkisskattstjóra, skattstofunum
Félagi isl. iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Útflutn-
ingsmiöstöð iðnaðarins og ýmsum öðrum stofnunum og fyrir-
tækjum fyrir góða samvinnu við öflun efnis og annað sam-
starf, er gerir slíkar athuganir sem þessa mögulega.
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN
£ október 1977
Jón Sigurösson