Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Blaðsíða 18
16
Afkoma viðgerðagreina iðnaöar er áætluð töluvert
lakari árið 1976 en árið á undan með vergan hagnað fyrir
skatta 2,5% af tekjum í stað 5,1% árið 1975, sem stafar
einkum af slakari afkomu í vélaviðgeröum en áður.
VI. Skýringar við töflur og helztu niðurstöður
1. Rekstraryfirlit.
Rekstraryfirlit iðnaðar árið 1975 er byggt á úrtaksathugun
á skattframtölum og ársreikningum fyrirtækja. Úrtakiö
nær að þessu sinni til 507 fyrirtækja í iönaöi með rúm-
lega 61% af heildarvinnuvikufjölda í þeim greinura, sem
teknar eru með í athugun þessari. í úrtakinu eru 368
félagafyrirtæki raeð 67,6% af heildarvinnuvikufjölda félaga
1 iðnaöi og 139 einstaklingsfyrirtæki með 25,2% af vinnu-
afli hjá einstaklingsfyrirtækjum í iönaði árið 1975.
Rekstraryfirlit iðnaðar 1975 er birt 1 töflu 1.1 og 1.2
bæði í heild og eftir greinum og flokkum, þar sem hagnaðar-
stærðir og -hugtök hafa verið gerð sambærileg með því að
áætla eigendum einstak1ingsfyrirtækja laun í samræmi við
meðallaun starfsmanna í viðkomandi greinum. Rekstrar-
yfirlit útflutningsiðnaðarins er birt sérstaklega í töflu
1.3, en til úfflutningsiðnaðar teljast hér fyrirtæki eða
atvinnugreinar, sem flytja a.m.k. fjórðung framleiðslu
sinnar út.
Yfirlit yfir rekstur iðnfyrirtækja á árunum 1968-1975
er birt í töflu 1.4 og 1.5, þar sem tilgreindar eru
tekjur, aðföng til fraraleiðslunnar, laun og launatengd
gjöld svo og hagnaöur fyrir skatta. 1 þessum yfirlitum
hafa laun eigenda einstaklingsfyrirtækja verið áætluó
frá og með árinu 1971, en árin 1968-1970 teljast eigenda-
launin með hagnaðinum.
2. Vinnuafl og stærðardreifing.
Upplýsingar um vinnuafl og stærðardreifingu fyrirtækja í
iönaði eru byggðar á skrám Hagstofu íslands yfir slysa-