Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Side 9
7
I. Inngangur
í skýrslu þessari er að finna margvíslegar upplýsingar
um þróun iönaðar á undangengnum árum. Athuganir þessar
ná til atvinnuvegaflokka 2 og 3, að undanskildum fisk-
iðnaöi, í flokkun Hagstofu Islands á atvinnustarfsemi í
landinu. Ekki hefur þó enn verið gert rekstraryfir1it
yfir allar iðngreinar, svo sem slátrun og kjötiðnað, en
þær þó teknar með í töflum yfir mannafla og framleiðslu
svo og við mat á þessum stærðum fyrir iðnaðinn í heild.
Talnaefnið nær fram til ársins 1975, en ekki liggja
enn fyrir nákvæmar tölur um framvinduna á árinu 1976.
ÞÓ veröur fjallað um helztu áætlanir um afkomu iðnaðarins
á árinu 1976, auk þess sem greint er frá afkomu einstakra
greina hans árin 1968-1975.
II. Iðnaður 1975
Samkvæmt iðnaöarskýrslum Hagstofu íslands og athugunum
Þjóðhagsstofnunar er talið, að iðnaðarframleiðsla, án
framleiðslu fiskiðnaöarins, hafi dregizt saman um 3,3%
á árinu 1975, en um l,6%,ef álframleiðsla er einnig
undanskilin. Framleiösla í þeim greinum, sem magnvísi-
tala Hagstofu íslands (MIF) nær til (eingöngu vörufram-
leiðsla) minnkaði um 5,3% (2,3% að áli undanskildu), en
í öðrum iðngreinum, sem að meginhluta eru viögerðargreinar
auk slátrunar og kjötiðnaðar, dróst fraraleiðslan saman
um 1%. í þessum tölum eru framleiðslubreytingar í ein-
stökum greinum vegnar saman með vinnsluvirði ársins
1970, en sé notuð vog vinnsluvirðis 1974 veröur samdráttur
heldur meiri eða um 4% í stað 3,3%.
Eftirfarandi tölur sýna framleiðslubreytingar í
iðnaöi án áls árin 1968-1975.
1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975
Magnvxsitala
iönaðarframleiðslu 84,1 90,4 100 114,9 124,2 134,9 135,3 133,1
(1970 = 100)
Breyting frá
fyrra ári
+7,5 +10,6 +14,9 +8,1 +8,6 +0,3 -1,6