Hagskýrslur um atvinnuveg - 01.10.1977, Blaðsíða 16
14
úr framleiíslu vegna slakrar eftirspurnar á heimsmarkaði.
Útflutningur áls jókst um tæplega 57%, þannig að birgðir
minnkuðu. Framleiðsla kísilgúrs stóð nokkurn veginn í
stað á árinu 1976, er framleidd voru 21.500 tonn í stað
21.400 tonna framleiðslu árið 1975. Áburðarframleiósla
jókst úr 37.500 tonnum árið 1975 í 42.800 tonn árið 1976
eða um 14,1%, en innflutningur á tilbúnum áburði minnkaði
um rúmlega 4%, þannig að áburðarsala árið 1976 jókst
aðeins um 7% frá árinu áður. Framleiðsla áburðar á
fyrstu sex mánuðum ársins í ár nam 23.900 tonnum en á
sama tima í fyrra voru framleidd 20.900 tonn af áburði.
Sxðustu áætlanir um framleiöslubreytingar í iðnaði
benda til þess, að framleiösla á 1.ársfjórðungi þessa
árs hafi aukizt verulega miðað við 1.ársfjórðung árið
1976 eða 15-20% en taka veröur tillit til verkfalla í
ársbyrjun 1976, sem skýra þessa aukningu að verulegu
leyti. Miðað við síðasta ársfjórðung 1976 hefur orðiö
4,5% framleiðsluaukning á 1.ársfjórðungi þessa árs sam-
kvæmt niöurstööum Hagsveifluvogar iönaðarins. Áætlanir
um framleiöslu á 2.ársfjórðungi í ár leiöa í ljós 4-5%
framleiðsluaukningu frá sama tíma í fyrra en framleiðslan
virðist hafa minnkað nokkuð miðað við fyrsta ársfjórðung
í ár einkum vegna áhrifa yfirvinnubanns frá í vor, en
yfirleitt bjuggust framleiðendur við aukinni framleiðslu
á 3.ársfjórðungi þessa árs.
Ótflutningsverðmæti iðnaðarvara jókst um 106% á
árinu 1976, en þar af jókst útflutningur á áli. og ál-
melmi um 146%, þannig að aukning útflutningsverðmætis
án áls nam 49%. Verðhækkun á útflutningi án áls er
áætluð 30,4% á árinu 1976, en aukning á útfluttu magni
er talin nema rúmlega 14%. Mest hefur verðhækkun orðið
á ullarlopa og -bandi, 86% og á útflutningi á lagmeti,
46%. Ótflutningur hefur aukizt mest á málningu og lakki,
83% og á ytri fatnaöi öðrura en prjónafatnaði, 73%, og
einnig hefur útflutningur loðsútaðra skinna og húða
aukizt verulega eða um 65%.