Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 26. ágúst 2013 Mánudagur E lli tott var uppnefnið sem hann fékk eftir að honum var nauðgað á skólaballi. „Elli tott,“ sögðu þeir og hlógu, krakkarnir í skólanum. Stríðnin viðhélt skömminni sem tók sér bólfestu í huga hans, hertók sál­ ina og hafði áhrif á allt hans líf þar til hann fékk taugaáfall og endaði á geðdeild. Í kjölfarið tókst honum að vinna sig aftur inn í hamingju og hugarró og segir nú sögu sína í von um að aðrir strákar þurfi ekki að þola það sama verði þeir fyrir kynferðis­ ofbeldi. Misnotaður á skólaballi Elfar Þór Erlingsson var venjulegur strákur í Hafnarfirði sem hafði gaman af íþróttum og æfði bæði handbolta og fótbolta. Hann var feiminn en átti marga góða vini og gott líf. Sumarið eftir tíunda bekk drakk hann áfengi í fyrsta sinn og á fyrsta ári í mennta­ skóla var slegið upp balli í skólanum. Hann hafði fengið sér í tána með félögunum fyrir ballið og kannski einum of mikið því þegar hann kom á ballið var hann orðin ofurölvi. „Ég fann einhvern sófa og lagðist í hann þar sem ég var við það að drepast áfengisdauða. Síðan kom einhver stelpa sem gekk beint að mér, renndi niður buxnaklaufinni og byrjaði að fitla við mig. Það endaði með því að hún tottaði mig. Ég var við meðvit­ und og vissi hvað hún var að gera en ég hafði hvorki styrk né getu til þess að gera eitthvað í því. Síðan kláraði hún og ég drapst.“ Þegar ballið var búið fór Elfar Þór heim og svaf úr sér. Morgun­ inn eftir rann upp fyrir honum hvað hafði gerst. „Ég fann strax fyrir skömm og kvíða,“ segir hann, „en þótt nauðgunin væri afstaðin þá var þetta hvergi nærri búið.“ Ætluðu að taka þetta upp á vídeó Af því að þegar hann kom í skólann þá hófst stríðnin. „Stríðnin viðhélt þeirri hugmynd að þetta væri mér að kenna, að ég hefði gert mistök og væri bara einhver trúður. Það jók enn á skömm­ ina að ég var niðurlægður vegna þess að mér var nauðgað. Fyrir utan allar athugasemdirnar sem ég þurfti að þola þá var hlegið að mér. Það var jafnvel skrifað um þetta í skólablaðið þar sem ég var uppnefnd­ ur Elli tott og gert grín að mér. Fólk var alltaf að minna mig á þetta og hlæja. Ég var aðhlátursefnið, en ekki hún – af því að í huga skólafélaga minna þá var þetta ekki misnotkun heldur var ég bara einhver vitleysingur sem lét totta sig fyrir framan alla á skólaballi. Það munaði hársbreidd að strák­ arnir í vídeóráðinu hefðu náð þessu á vídeó, eða svo var mér sagt. Það hefði verið vægast sagt ógeðslegt. Pældu í því ef allur skólinn hefði getað horft á þetta, ég myndi ekki vilja hugsa þá hugsun til enda að það væri til upptaka af þessu einhvers staðar.“ Titraði af reiði Næstu daga og vikur fylltist Elfar Þór af heift og reiði, nánast hatri gagnvart þessari stelpu, án þess að vita einu sinni hver hún var. „Ég hef aldrei viljað vita hver hún er. Ég veit ekki einu sinni hvernig hún lítur út,“ útskýrir hann. „En ég man að ég titraði oft af reiði þegar fólk var að skjóta á mig. Af því að ég fann fyrir svo djúp­ stæðri skömm þá reyndi ég aldrei að svara fyrir mig eða láta fólk vita af því hvernig mér raunverulega leið. Ég reyndi bara að gera lítið úr þessu og tjá mig sem minnst um þetta, fór frekar en að ræða þetta. Ég gat ekki talað um þetta við neinn.“ Þegar hann horfir til baka og sér sig fyrir sér í skólanum þá er hann alltaf einn. Hann átti auðvitað sína vini og hélt áfram að umgangast þá en honum leið eins og Palla sem var einn í heiminum. „Það var enginn þarna sem ég gat leitað til. Ég fékk enga hjálp, bara stríðni og niðurlægingu. Fé­ lagar mínir gerðu lítið úr mér og of­ beldið hélt áfram í skólanum þar sem ég var minntur á nauðg unina á hverj­ um degi. Innra með mér grasseraði skömmin og reiðin.“ Hætti í skólanum Afleiðingarnar voru margvíslegar. Elfar Þór lokaði á tilfinningarnar, varð hálfdofinn og hleypti engum að sér. Með tímanum varð hann hálfgerður einfari. „Mér leið mjög illa og enn verr í skólanum. Eins hafði þetta áhrif á ein­ beitingu og áhuga og mér fór að ganga verr í skólanum og það endaði með því að ég flosnaði upp úr náminu. Ég var alveg týndur.“ Satt best að segja þá missti hann trú á sjálfum sér. „Ég hafði enga trú á að ég gæti klárað stúdentsprófin. Sömuleið­ is hafði ég enga trú á sjálfum mér þegar ég fór í háskóla og þurfti ég að hætta vegna kvíða. Ég byrjaði nokkrum sinn­ um í náminu áður en ég náði tökum á því,“ segir Elfar Þór sem lauk að lokum námi í uppeldis­ og menntunarfræði. Slæm sjálfsvirðing hafði einnig þau áhrif að hann leitaði í óheilbrigð sambönd með konum sem höfðu lítið sem ekkert að gefa. „Ég hafði það svo sem ekkert sjálfur heldur. Ég var mjög markalaus og misbauð sjálfum mér margvíslega. Ég var alltaf að leita að óheilbrigðri nánd og einhverjum skyndilausnum til að deyfa sársauk­ ann inni í mér. Fyrir vikið magnaðist skömmin upp og vanlíðanin jókst. Þannig lenti ég í tilfinningalegum vítahring. Satt að segja var ég á mjög slæmum stað.“ Endaði á geðdeild Þegar verst lét glímdi hann við kvíða­ röskun og þunglyndi. „Þegar ég var að fara í gegnum mín erfiðustu ár þurfti ég einu sinni að fara upp á bráðageðdeild þegar ég fékk hálfgert taugaáfall. Andlega þjáningin kom út í líkamlegum verkjum, ég herptist allur saman, hjartað sló svo hratt að ég gat ekki sofið og grét stanslaust. Ég var í einhverri móður sýki og hélt að ég væri að deyja. Mér fannst eins og hjartað væri að springa. Þetta var hræðilegur tími, ég var svo fullur af sársauka.“ Það versta gekk yfir á tveimur sól­ arhringum. Í kjölfarið fór Elfar Þór til geðlæknis sem vann með kvíðann og þunglyndið. Skömmu síðar kynnt­ ist hann tólf spora samtökum þar sem hann lærði að takast á við með­ virkni og umgangast annað fólk. Það­ an lá leiðin til ráðgjafa sem höfðu sér­ hæft sig í að takast á við afleiðingar kynferðis ofbeldis. Þetta var árið 2010 en eftir allt sem á undan er gengið er Elfar Þór enn að vinna í sjálfum sér. Hann er núna í við­ tölum hjá faglærðum þerapistum þar sem hann lærir að þekkja eigin tilf­ inningar og setja sjálfum sér og öðr­ um mörk. „Ég er enn að vinna úr af­ leiðingunum en mér hefur aldrei liðið eins vel og núna. Loksins er ég laus við skömmina og þess fullviss að ég bar ekki ábyrgð á ofbeldinu sem ég var beittur. Enda getur enginn borið ábyrgð á ofbeldi nema sá sem beitir því. Ákvörðunin er alltaf hans. Það er verst hvað ég var gjörsamlega varnar­ laus. Það var ekkert sem ég gat gert. Þetta var svo mikil svívirðing. Á einni stundu var allt tekið frá mér.“ Vildi að hann hefði fengið hjálp Hann segist ekki hafa hugmynd um það hvort stelpan hafi ætlað sér að særa hann eða hvort hún hafi gert sér grein fyrir því að það sem hún gerði væri nauðgun og ofbeldi. „Það skiptir engu máli, ofbeldi er alltaf ofbeldi og hvatir þess sem beitir því breyta engu þar um. Afleiðingarnar eru alltaf þær sömu og þær eru mjög miklar. Það er óhætt að segja að þetta atvik hafi mót­ að mig mjög mikið. Ég hef stundum spurt mig að því hvernig viðbrögð fólks hefðu verið ef ég hefði verið stelpa og hún strákur. Ég held að þau hefðu verið allt öðru­ vísi og ég vildi óska þess að viðhorfin hefðu verið öðruvísi þannig að ég hefði fengið hjálp í stað þess að vera niður lægður.“ Satt best að segja þá hefur þetta breytt allri sýn hans á samfélagið. „Mér finnst mjög brenglað að fólk sé tilbúið að ráðast á þolanda og verja geranda. Að þolandi þurfi að berjast fyrir rétti sínum og þola niðurlægingu. Pældu í því, það er búið að nauðga manni en samt er samfélagið tilbúið til þess að gera lítið úr manni. Ég held að það sé vegna þess að fólk hafi ekki styrkinn til þess að horfast í augu við verknaðinn, þetta er of ljótt. Þess vegna er skárra að ráðast á þolandann sem minnir fólk á það sem gerðist og reyna að þagga nið­ ur í honum. Gerandinn er ekkert að minna fólk á það sem hann gerði eða valda fólki óþægindum. Hann er bara einhvers staðar í felum.“ Hann segir að hugmyndir fólks um kynhlutverk hafi líka sitt að segja í þessum efnum. „Þetta tengist auð­ vitað gömlu viðhorf unum til karla og kvenna, að karlar eigi alltaf að vera tilbúnir í kynlíf og það sé ekki hægt að misnota þá. Ef kona misnot­ ar þá eru þeir hálfgerðir aumingjar. Vegna reynslu minnar sé ég þessar kyn ímyndir með allt öðrum augum. Mér finnst þessar staðalmyndir svo skakkar. Þær gera ekkert annað en að ýta undir ofbeldi.“ Fann sáttina Með breyttum viðhorfum, mikilli vinnu og stuðningi unnustunnar hef­ ur honum þrátt fyrir allt tekist að finna sátt í sínu lífi. „Ég er ekki búinn að sættast við það sem gerðist en ég er búinn að finna sátt í mínu lífi og sætt­ ast við sjálfan mig. Ætli það sé ekki það sem fólk á við með fyrirgefningunni? Ég fyrirgef ekki það sem gerðist en ég öðlast innri frið og get haldið áfram að lifa mínu lífi. Ég er hamingjusamur, glaður og frjáls í dag. Það er það sem skiptir máli.“ n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Ofurölvi á skólaballi þegar stúlka misnotaði hann kynferðislega n Niðurlægður og einmana Nauðgað á skólaballi og uppnefndur í skólablaðinu „Pældu í því, það er búið að nauðga manni en samt er sam­ félagið tilbúið til þess að gera lítið úr manni Glímdi við kvíða Elfar Þór gekk í gegnum mikla erfiðleika áður en botninum var náð og bataferlið hófst. Þegar verst lét var vanlíð- anin svo mikil að hann fékk taugaáfall. Mynd KrisTinn MaGnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.