Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 11
Fórnarlömb auðlegðarskattsins
Fréttir 11Mánudagur 26. ágúst 2013
n Fjölskyldur Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs hafa greitt hundruð milljóna í auðlegðarskatt n Prófessor telur skattinn ekki stjórnarskrárbrot n Ráðgert að leggja auðlegðarskatt af
Toyota-umboðið fyrir um sex millj-
arða króna árið 2005 þannig að Páll
hefur verið milljarðamæringur síð-
ustu árin. Hann greiðir því örugglega
auðlegðarskatt. Auðæfi Sigmundar
Davíðs og Önnu Sigurlaugar eru að
öllum líkindum hlutdeild hennar í
söluandvirði Toyota-umboðsins.
Greiddu milljónir
Bæði Bjarni Benediktsson og Sig-
mundur Davíð hafa samtals greitt
nærri 100 milljónir króna í auð-
legðarskatt síðustu árin. Miðað við
eignastöðu Bjarna og konu hans
greiddu þau tæpar tvær milljónir
króna í auðlegðarskatt í fyrra á með-
an Sigmundur Davíð hefur greitt 22
milljónir króna. Síðastliðin ár hafa
þeir því greitt samtals tæplega 100
milljónir króna í auðlegðarskatt: Sig-
mundur Davíð og kona hans um 88
milljónir króna miðað við núverandi
eignastöðu og Bjarni og kona hans
tæplega 8 milljónir króna.
Þá hefur faðir Bjarna greitt um 90
milljónir króna í auðlegðarskatt af
tæplega 1.200 milljóna króna eign-
um sínum og faðir Sigmundar hef-
ur greitt um 30 milljónir króna í auð-
legðarskatt. Föðurbróðir Bjarna,
Einar Sveinsson, hefur á sama tíma
greitt um 160 milljónir króna í auð-
legðarskatt af nærri tveggja milljarða
króna eignum sínum. Ekki er vitað
hvað Páll Samúelsson hefur greitt í
auðlegðarskatt.
Finna beint fyrir afnáminu
Ef auðlegðarskatturinn verður af-
numinn mun það því þýða að
Bjarni Benediktsson og Sigmundur
Davíð, og margir fjölskyldumeð-
limir þeirra, munu losna við að
borga samtals mörg hundruð millj-
ónir króna í skatta um ókomin ár.
Þeir, og þeirra fjölskyldur, munu
því finna með beinum hætti fyrir
afnámi auðlegðarskattsins. Það
sama gildir um fjölmarga aðra eigna-
mikla Íslendinga eins og Kristján
Vilhelmsson, Þorstein Má Baldvins-
son, Bjarna Ármannsson, Skúla
Mogensen, Kjartan Gunnarsson og
fleiri, líkt og sjá má á opnunni á lista
yfir auðugustu Íslendingana. Allir
á listanum greiða auðlegðarskatt af
þessum eignum sínum en ríkið mun
ekki lengur fá þennan skatt í kassann
ef hann verður afnuminn.
Auðlegðarskatturinn var settur á
sem tímabundið úrræði til að auka
tekjur ríkisins í kjölfarið á íslenska
efnahagshruninu og hefur hann
skilað 27,5 milljörðum króna í rík-
iskassann á síðustu fjórum. Ríkið
mun verða af þessum tekjum, sem
líklega þarf að finna annars staðar
með niðurskurði og minnkun á fjár-
veitingum þar sem um er að ræða
verulega fjármuni, 5,6 milljarða
króna í fyrra til að mynda. Hvaðan
þessir fjármunir eiga að koma liggur
ekki fyrir en vitað er að „allt er und-
ir“ hjá hagræðingarhópi ríkisstjórn-
arinnar eins og einn af meðlimum
hópsins, Vigdís Hauksdóttir, orðaði
það fyrir skömmu.
Pólitísk spurning?
Ef Björg Thorarensen hefur rétt
fyrir sér um lögmæti auðlegðar-
skatts og Bjarni Benediktsson
rangt – göngum út frá því að svar
liggi ekki endanlega fyrir við
þessari spurningu fyrr en Hæsti-
réttur Íslands hefur dæmt í máli
Guðrúnar Lárusdóttur – þá liggur
það fyrir að Bjarni getur ekki vísað
til ólögmætis auðlegðarskattsins
til að afnema hann. Bjarni getur
hins vegar alltaf vísað til pólitískrar
sannfæringar sinnar, eða einhvers
slíkt, þar sem það var auðvitað slík
sannfæring um réttlæti auðlegðar-
skatts sem gerði það að verkum
að skattinum var komið á á sínum
tíma af ríkisstjórn Vinstri grænna
og Samfylkingarinnar. Vinstri
stjórninni fannst skatturinn rétt-
látur á meðan Bjarna og Sigmundi
Davíð finnst hann sjálfsagt órétt-
látur.
Nokkuð ljóst má telja að skattur-
inn verði afnuminn, ef marka má
orð Bjarna og það hversu viss hann
virðist vera um ólögmæti hans
þrátt yfir að dómur hafi ekki fall-
ið um málið. Út frá þessari stað-
reynd má draga þá ályktun að
hér búi pólitík að baki enda hefur
Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt gætt
hagsmuna hinna efnameiri í sam-
félaginu. Nú vill svo til að bæði
Bjarni og Sigmundur Davíð, for-
menn ríkisstjórnarflokkanna, eru
í flokki hinna efnameiri í samfé-
laginu og græða beint á afnámi
auðlegðarskatts þar sem þeir
munu halda fénu sem þeir hefðu
annars greitt til ríkisins. Þegar slík-
ir persónulegir og fjölskylduleg-
ir hagsmunir bætast við pólitísku
breytuna í málinu þá þarf varla að
spyrja um niðurstöðuna. Fórnar-
lömb auðlegðarskattsins munu því
sem sagt bregðast við því óréttlæti
sem þeir telja sig beitta og koma
því þannig fyrir að réttlætið nái
fram að ganga með afnámi skatts-
ins. n
Kristján Vilhelmsson
136 milljónir*
Skúli Mogensen
108 milljónir*
Þorsteinn Már Baldvinsson
27 milljónir*
Kjartan Gunnarsson
41 milljón*
Einar Sveinsson
40 milljónir*
Bjarni Benediktsson
2 milljónir*
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
22 milljónir*
* Í auðlegðarskatt árið 2012