Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 10
Fórnarlömb auðlegðarskattsins 10 Fréttir 26. ágúst 2013 Mánudagur n Fjölskyldur Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs hafa greitt hundruð milljóna í auðlegðarskatt n Prófessor telur skattinn ekki stjórnarskrárbrot n Ráðgert að leggja auðlegðarskatt af B jarni Benediktsson fjármála- ráðherra og Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra eru meðal þeirra sem ekki munu þurfa að greiða auðlegðarskatt ef hugmyndir þess fyrrnefnda um afnám skattsins verða að veruleika. Skatturinn, sem byrjað var að inn- heimta árið 2010, leggst á einstak- linga sem eiga meira en 75 milljón- ir króna og hjón sem eiga meira en 100 milljónir króna. Skatturinn nem- ur 1,5 prósenti af eignum umfram skuldir hjá einstaklingum sem eiga á bilinu 75 til 150 milljónir og hjónum sem eiga á bilinu 100 til 200 milljón- ir en þeir aðilar sem eiga meiri eignir en þetta þurfa að greiða 2 prósent af þeim til ríkisins. Báðir eiga þeir Bjarni og Sig- mundur Davíð meiri eignir en þetta: Sá fyrrnefndi er skráður fyrir 128 milljónum króna, ásamt konu sinni, og sá síðarnefndi á 1,1 milljarð króna umfram skuldir ásamt konu sinni. Báðir ráðherrarnir losna því við að greiða auðlegðarskattinn ef hann verður afnuminn. Eignaupptaka? Bjarni rökstuddi skoðun sína um afnám auðlegðarskattsins með þeim orðum í þættinum Vikulok- in á laugardaginn að líklegt væri að skatturinn væri brot gegn eignar- réttarákvæðum stjórnarskrárinn- ar. „Ég tel reyndar að það sé nú allt á mörkum þess sem heimilt er sam- kvæmt stjórnarskrá og það sem nú þegar hefur verið ákveðið ef það þá brýtur ekki hreinlega stjórnarskrána. Það getur vel verið að það verði látið reyna á það fyrir dómstólum. […] Þar er einfaldlega um það að ræða að það sé gengið svo hart fram í þessari skattlagningu að það jaðri eða gangi gegn eignarréttarákvæðum stjórnar- skrárinnar. Og þarna er þá um það að ræða að mönnum er gert að greiða skatt sem er í raun og veru margfald- ar ráðstöfunartekjur viðkomandi að- ila.“ Bjarni vísaði svo til þess að fyrir dómstólum væri í gangi mál einstak- lings gegn ríkinu þar sem látið væri reyna á það hvort auðlegðarskattur- inn stæðist stjórnarskrá en um er að ræða Guðrúnu Lárusdóttur, eiganda útgerðarinnar Stálskipa í Hafnar- firði, sem vill að ríkið endurgreiði sér þær 35 milljónir króna sem hún hefur greitt í auðlegðarskatt á þeim forsendum að innheimtan sé brot á stjórnarskrá. Dómstólar hafa ekki skorið úr um lögmæti auðlegðar- skattsins fyrir dómi þar sem enginn annar en Guðrún hefur höfðað slíkt dómsmál út af auðlegðarskattinum – svo vitað sé. Efins um rökstuðninginn En hvað segja lögfræðingar um þessa túlkun Bjarna á auðlegðarskattinum? Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Ís- lands, er efins um það við fyrstu sýn að auðlegðarskatturinn sé brot á stjórnarskrá. „Við fyrstu sýn verður ekki séð að þessi skattlagning verði talin andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, a.m.k. ef litið er til dómaframkvæmdar, enda hefur lög- gjafanum verið veitt talsvert svigrúm í þessum efnum. Það þarf mjög mik- ið til að koma svo skattlagning telj- ist vera jafngild eignaupptöku, hún þarf að vera óvenjulega há og þung- bær og skýrt brot á jafnræðisreglu.“ Björg segir að varla sé hægt að leggja auðlegðarskattinn, sem er á bilinu 1,5 til 2 prósent, að jöfnu við eigna- upptöku. Almennt séð segir Björg að í skattkerfinu sé það viðurkennt sjónarmið að meiri byrðar séu lagð- ar á þá sem hafa meiri tekjur og svo framvegis. „Við fyrstu sýn virðist mér því að það sé fjarri lagi að þessi skatt- lagning höggvi nærri eignarréttará- kvæði stjórnarskrárinnar.“ Björg hefur skrifað um skatta og eignarréttarákvæði í bók sinni um stjórnskipunarrétt og er kafli úr henni hér á opnunni. Þar segir Björg meðal annars að „svigrúm“ ríkisins til skattlagningar sé mikið og að þær deilur um skattgreiðslur sem eigna- upptöku sem farið hafi fyrir dómstóla hafi yfirleitt endað með því að dóm- stólar hafi úrskurðað eða dæmt rík- inu í vil. Miðað við þessi orð Bjargar, bæði almennt séð og eins með sér- tækari hætti, verður því ekki séð að hún fallist á þá túlkun Bjarna Bene- diktssonar að auðlegðarskatturinn sé eignaupptaka. Á hinn bóginn hafa aðrir lög- fræðingar lýst yfir efasemdum um lögmæti skattsins, til að mynda Hróbjartur Jónatansson í grein í Viðskiptablaðinu árið 2011. Hró- bjartur sagði að hann teldi skatt- inn fela í sér stjórnarskrárbrot og sagði að dómstólar þyrftu að skera úr um það hvort svo væri: „Að mínu mati ríkir a.m.k. verulegur vafi á lögmæti auðlegðarskattsins eins og hann er settur fram og því nauðsynlegt að fá dómstóla til að skera úr því hvar valdmörkin séu á milli réttmætrar og óréttmætrar eignaupptöku.“ Dómsmál Guðrúnar Lárusdóttur gegn íslenska ríkinu, og væntanlega hæstaréttardómurinn í því máli þar sem reikna má með að það fari til Hæstaréttar Íslands, mun væntan- lega skera úr um þessa óvissu sem Hróbjartur lýsti. Eiga milljarða Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð munu ekki bara losna við skattinn persónulega heldur munu margir úr fjölskyldum þeirra losna við skatt- inn. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, og Gunnlaugur Sigmundsson munu báðir sleppa við skattinn auk föður- bróður Bjarna, Einars Sveinssonar, og tengdaföður Sigmundar Davíðs, Páls Samúelssonar. Þá eru fleiri eigna- miklir aðilar tengdir þeim báðum. Benedikt Sveinsson á nærri 1.200 milljónir króna samkvæmt skatta- upplýsingum frá árinu 2010 og Gunn- laugur Sigmundsson á 386 milljónir samkvæmt upplýsingum um skatt- greiðslur einstaklinga frá því á þessu ári. Þeir báðir eru því langt yfir lög- bundnu skattleysishámarki og greiða því báðir auðlegðarskatt. Óbein eign þeirra beggja, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs, er því miklu hærri í reynd þar sem feður þeirra eru báðir stóreignamenn. Þá á Einar Sveinsson, bróðir Benedikts, tæpa tvo milljarða króna umfram skuldir samkvæmt upplýs- ingum um skattgreiðslur einstak- linga árið 2012 og DV greindi frá fyrr í sumar. Einar hefur verið með- al hæstu skattgreiðenda landsins síðastliðin ár en hann er fluttur frá Íslandi og greiðir því ekki skatt hér lengur. Einar mun vera búsettur í Frakklandi. Samkvæmt heimildum DV voru tvær meginástæður fyrir flutningi Einars frá Íslandi: Annars vegar hlerun sem hann varð fyrir út af rannsóknum sérstaks saksóknara á málefnum Glitnis og Sjóvár og svo hins vegar skattalegar ástæður. Sjálf- ur sagði Einar í viðtali við Viðskipta- blaðið að ástæður flutninganna frá Íslandi væru „persónulegar“. Einar stendur í dómsmáli við íslenska rík- ið út af skattamálum en ekki er vitað hvers eðlis þau málaferli eru, hugs- anlega er um að ræða deilu um auð- legðarskattinn. Ekki er vitað hversu miklar eign- ir Páll Samúelsson á en auðlegð Sig- mundar og konu hans, Önnu Sigur- laugar Pálsdóttur, er tilkomin vegna þess að hún fékk fyrirframgreiddan arf frá Páli föður sínum fyrir nokkrum árum. Deilan um arfinn rataði næstum til dómstóla en samið var utan þeirra á endanum. Páll seldi Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Svigrúm ríkisins mikið „Þá fléttast saman við þetta álitamál um jafnræði við skattlagningu og hvort óeðlilega þung skattbyrði er lögð á ákveðinn hóp einstaklinga eða lögaðila í þjóðfélaginu miðað við þær afleiðingar, sem hún hefur fyrir þann hóp. Þegar skera á úr um hvort skattlagning fari í bága við eignarréttarákvæðið verður því að líta til margra atriða. Þar koma einkum til álita fjárhæð skattsins, á hversu marga hann leggst og þá einkum hvort segja megi að einstakir aðilar séu teknir út úr og hvort skattur sé miðaður við raunverulegt verðmæti í umráðum skattþegns. Ágreiningur um takmörk skattlagningarvaldsins hefur margsinnis verið borinn upp við dómstóla. Kröfur, sem reistar verða á því að farið hafi verið út fyrir þau takmörk, hafa sjaldan náð fram að ganga, en ráða má af ummælum í dómum að þótt svigrúm löggjafans í þessum efnum sé mikið sé heimild hans ekki takmarkalaus.“ Björg Thorarensen í bókinni Stjórnskipunaréttur, bls. 479 til 484„Við fyrstu sýn verður ekki séð að þessi skattlagning verði talin andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Ríkustu ís e di ga niR 29. júlí 2 13 r R úmlega þrjú þúsund ís­ lensk r fjölskyldur greiddu auðlegðarskatt á síðast ári og s ilaði hann ríkissjóði tekjum upp á tæplega 5,6 milljarða króna. Þetta eru ríkustu fjölskyldur landsins. Auðlegðar­ katturinn er eignaskattur se leggst aðeins á hreinar eignir, það er allar ignir ð frádregnum öllum skuld­ um. Hann reiknast aðeins af eignum umfram 100 milljónir króna þegar um er að ræ a hjón o umfram 75 milljónir króna hjá ógift m. DV hefur áætlað auð rík stu Ís­ lendingan a út frá greiddum auð­ legðarskatti árið 2012. Í efstu 25 sæt­ um listans eru margir þjóðþekktir athafnamenn; útgerðarmenn, fjár­ festar og frumkvöðlar. Á toppin­ um trónir Kristján V. Vilhelmsson, annar af helstu eigendum og stjórn­ endum útgerðarrisans Samherja, og fast á hæl honum kemur fjárfestir­ inn Skúli Mogensen sem vermt hefur efsta sætið unda farin ár. Rétt er að taka fram að áætlaður auður byggir hér aðeins á greiddum uðle ðarskatti en svokallaður við­ bótarauðlegðarskattur, sem lagður er á ismun nafnverðs og raunvirð­ is hlutabréfa, er ekki tekinn með í reikninginn. Listann má því alls ekki taka of hátíðlega en hann er ágætur til viðmiðunar. Kvótakó gar tróna efst Eins og áð r sagði eru útgerðar­ me n nokkrir á meðal a ðugustu Ís­ lendinganna og ber þar hæst eigend­ ur og stjórnendur Samherja frá Akureyri. Fyrirtækið ar keypt árið 1983 af bræðrunum Kristjáni og Þor­ steini Vilhelmssonum og frænda þeirr , Þor teini Má Baldvinss ni. Sa herji hefur mal ð gull í áraraðir og er nú alþjóðlegt stórfyrirtæki með 3.500 starfsmenn víða um heim. Kristján og Þor teinn Már eru bá ir á listanum yfir þá sem greid u mestan auðlegðarskatt á síðasta ári og það sama gildir um H lgu S. Gu ­ mundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Þorsteins Más. Helga fer með stóran hlut í Sa herja og hefur gegnt for­ mennsku í Samherjasjóðnum sem tofnaður var fyrir nokkrum árum. Þorsteinn Vilhelmsson seldi sig út úr Samherja ári 2000 n hann var að­ eins fáeinum milljónum frá því að ná inn á listann. Guðbjörg Matthíasdóttir, stærsti eigandi Ísfélagsins í Vestmanna­ eyjum, gr iddi auðlegðarskatt upp á tæplega 60 milljónir króna á síðasta ári sem þýðir að skattskyldur auð­ ur hennar emur rúmlega þremur milljörðum króna. Hún er í fjórða sæti listans. Guðbjörg og Samherja­ men fara samanlagt með tæplega helmingshlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Aðrir útgerð rmenn á listanum eru Guð undur Kristjánsson í Brimi og J kob Valgeir Flos on útgerðar­ maður frá Bolungarvík. Þá er auður Berglindar B. Jónsdóttur, sem skipar áttund sæti listans, og Ragnheiðar J. Jónsdóttur, sem skipar ellefta sætið, einnig til kominn veg a fiskveiða. Þær systur tilheyra Sjólasystkinun­ um svokölluðu e faðir þeirra var Jón Guðmundsso , eigandi Sjólaskipa í Hafnarfirði. Erfingjar áberandi Margir þeirra se greiddu hæstan auðlegðarskatt á síðasta ári eign­ uðust veruleg n hluta eigna inna í egnum arf. Auk B r lindar má þar nefna Þorstein Hj ltested, sem greiddi ásamt konu sinni tæpar 66 milljónir krón í auðlegðarskatt. Þor­ steinn er í þriðja sæti á listanum yfir ríkustu Íslendi gana og nema eignir hans rúmlega 3.400 milljónum ró a samkvæmt útreikningum DV. Þorsteinn var skattakóngur árin 2010 og 2011. Hann efnaðist gríðar­ lega þegar Kóp vogsbær tók hluta af l nd reign hans vi Vatnsenda eignarnámi og árið 2007 fékk hann greidda 2,5 milljarða frá bænum. Fjölskyldudeilur um eignarhald jarð­ an a hafa staðið í nær hálfa öld og er þeim hvergi nærri lokið. Í maí síð­ astlið um st ðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness um að Þor­ steinn væri ekki réttmætur eigandi jarðarinnar heldur teldist hún til eigna dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested, afa Þorsteins, sem lést ári 1966. Þessi niðurst ða þýðir í raun að Þorsteinn hafi aldrei átt frekara tilkall til auðæf nna en aðrir afkomendur Sigurðar. Á meðal annarra erfingja á fstu sætum listans má nefna Kjartan Gunnarsso , fyrrverandi fram­ kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks­ ins, og Sigríði Snæ rr, fyrrverandi sendiherra. Eignir þeirra hjóna nem rúmlega tveimur milljörðum króna. Faðir Kjartans, Gunnar Axel Pálsson hæstaréttarlö maður var sterkefnaður og auðgaðist hann að­ allega á lánastarfsemi. Þegar Gunnar lést árið 1991 var arfur sem kom í hlut Kjartans, einkasonarins, rúmur milljarður króna. 1 Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir 6.563 Kristján er einn af stjórnendum og aðaleigendum Samherja. 2 Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir 5.439 Skúli er stofnandi WOW air. Hagnaðist á sölu OZ til Nokia í september 2008. 3 Þorsteinn Hjaltested og Kaire Hjaltested 3.423 Erfði landareign á Vatnsenda og seldi Kópavogsbæ. 4 Guðbjörg Matthíasdóttir 3.073 Stærsti eigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. 5 Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir 2.356 Finnur var framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og hefur hagnast á fjárfestingum. Hann er nú stjórnarformaður Klasa. 6 Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr 2.050 Kjartan erfði sterkefnaðan föður sinn sem féll frá árið 1991. 7 Benedikt Sveinsson og Guðríður Jónsdóttir 1.990 Benedikt Sveinsson er fjárfestir af Engeyjarættinni og faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Benedikt seldi Íslandsbanka Sjóvá árið 2003 og var stærsti eigandi N1 ásamt bróður sínum, Einari Sveinssyni, sem nú er með lögheimili í Bretlandi. 8 Berglind B. Jónsdóttir og Sigurður Örn Eiríksson 1.927 Berglind er dóttir Jóns Guðmundssonar sem var eigandi Sjólaskipa í Hafnarfirði. 9 Ingunn Wernersdóttir 1.888 Ingunn Wernersdóttir seldi sinn hlut í Milestone fyrir 5 milljarða árið 2005. 10 Sigurður Gísli Pálmason og Guðmunda H. Þórisdóttir 1.566 Sigurður er sonur Pálma í Hagkaupum og einn af eigendum IKEA á Íslandi. 11 Ragnheiður J. Jónsdóttir og Arnór Víkingsson 1.350 Ragnheiður er dóttir Jóns Guðmundssonar sem var eigandi Sjólaskipa í Hafnarfirði. 12 Þorsteinn Már Baldvinsson 1.330 Þorsteinn er einn af stjórnendum og aðaleigendum Samherja. 13 Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur 1.198 Lilja er dóttir Pálma í Hagkaupum og hrossaræktandi í Skagafirði. 14 Stanley Pálsson og Ágústa H. Lárusdóttir 1.155 Stanley Pálsson var stjórnarformaður lyfjafyrirtækisins Omega Farma. 15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna S. Pálsdóttir 1.092 Anna er dóttir Páls Samúelssonar sem var eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi. Það var selt Magnúsi Kristinssyni útgerðarmanni árið 2005 á 7 milljarða króna. 16 Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Eyjólfur Haraldsson 1.081 Guðbjörg er forstjóri Actavis. 17 Helga S. Guðmundsdóttir 1.039 Helga er einn af eigendum Samherja og fyrrverandi eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins. 18 Einar F. Kristinsson og Ólöf Októsdóttir 948 Einar var eigandi Danól og Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar til ársins 2007 þegar fyrirtækið skipti um eigendur. 19 Kirstín Flygenring og Sigurður R. Helgason 912 Kirstín hefur verið í fréttum að undanförnu þar sem hún átti sæti í rannsóknarnefnd Alþingis um starfsemi Íbúðalánasjóðs. 20 Baldur Guðlaugsson og Karítas Kvaran 826 Baldur starfaði lengi sem hæstaréttarlögmaður áður en hann varð ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann hefur hagnast á hlutabréfa- viðskiptum en var fundinn sekur um innherjasvik í aðdraganda bankahrunsins. 21 Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir 784 Jakob er útgerðarmaður frá Bolungarvík. Hann átti einnig Stím ehf. en málefni þess hafa verið á borðum sérstaks saksóknara frá bankahruninu. 22 Magnús Scheving og Ragnheiður Pétursdóttir Melsteð 738 Magnús er íþróttaálfur og maðurinn á bak við Latabæ. 23 Jón Pálmason og Elísabet Björnsdóttir 714 Jón er sonur Pálma í Hagkaupum og einn af eigendum IKEA á Íslandi. 24 Guðmundur Kristjánsson 685 Guðmundur er forstjóri og aðaleigandi Brims. 25 Hreggviður Jónsson og Hlín Sverrisdóttir 682 Hreggviður er forstjóri Veritas Capital og formaður Viðskiptaráðs Íslands. n Útgerðar enn og erfingjar áberandi á lista DV yfir 25 ríkustu fjölskyldur Íslands Þau eru ríkust Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Vill að ríkið endurgreiði auðlegðarskattinn G uðrún Lárusdóttir, stærsti eigandi Stálskipa í Hafnarf­ irði, fer ekki í launkofa með andúð sína á auðlegðar­ skattinum. Hún greiddi ásamt Ágústi Sigurðssyni, eiginmanni sínum, auðlegðarskatt upp tæp­ ar 10 milljónir króna á síðasta ári sem þýðir að skatturinn hefur veri greiddur af um 600 milljón­ um króna. Við þá útreikninga er hins vegar ekki tekið mið af við­ bótarauðlegðarskatti sem leggst á hlutabréfaeignir. Þau hjónin greiddu hátt í 50 milljónir króna í viðbótarauðlegðarskatt sem þýðir að eignir þeirra eru í raun miklum mun meiri en hér er áætlað. Guðrún Lárusdóttir, fram­ kvæmdastjóri Stálskipa í Hafnar­ firði, hefur stefnt ríkinu vegna auðlegðarskattsins og krefst hún þess að ríkissjóður endurgreiði þá tugi milljóna króna sem hún hefur g eitt í uðlegðarskatt. Hún telur skattlagninguna brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár­ innar. Tekist er um mál hennar í Hér ðsdómi Reykjavíkur en í st fnu hennar á hendur ríkinu er m.a. vísað í ákvæði l ga og mannréttindasáttmála Evrópu um skatta. Gagnaöflun í málinu stendur nn yfir og liggur ekki fyrir hvenær aðalmeðferð fer fram í því en þett mun vera fyrsta mál­ ið tengt auðlegðarskattinum sem ratað hefur í dó sal. Óttast að þjófar no i tekjuskrár I nga Lind Karlsdóttir, fjöl­ miðlakona, er mótfallin því að tekjur Íslendinga séu gerðar opinberar og óttast að mis­ indismenn notfæri sér upplýs­ ingarnar þegar þeir skipuleggj ódæði verk sín. Þessu lýsti hún yfir í morgunþætti Bylgjunnar þar sem hún viðraði skoðanir sínar á birtingu álagningarseðla. Sjálf býr Inga Lind af r vel. Hún og eigin­ maður hennar, athaf amaðurinn Árni Hauksson, búa í glæsihýsi á Arnarnesinu og eiga 216 illjónir í hreina eign. Þau borguðu tæpa milljón í auðlegðarskatt á síðasta ári. „Mér finnst alveg galið að birta þe sar upplýsingar,“ sagði Inga Lind í útvarpsviðtalinu. Tölur eru í milljónum króna Þetta eru fórnarlömb auðlegðars attsins 814 Hrein eign í illj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.