Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 18
18 Sport 26. ágúst 2013 Mánudagur Þriðji sterkasti maður heims n Hafþór Júlíus Björnsson náði þriðja sætinu í keppninni Sterkasti maður heims í Kína H afþór Júlíus Björnsson varð að láta sér lynda þriðja sætið í keppninni Sterkasti mað­ ur heims sem lauk í Kína um helgina en Hafþór sjálfur hafði frá upphafi augastað á efsta sætinu sem hefði fært hann í flokk með þeim Jóni Páli Sigmarssyni og Magnúsi Ver Magnússyni sem báðir hafa unnið þessa keppni fyrir Íslands hönd. Það gekk þó ekki eftir en það var bandarískur keppandi, Brian Shaw, sem stóð uppi sem sigurvegari en sá átti afar góðan lokadag og setti meðal annars mótsmet í réttstöðulyftu sem var ein lokagreinanna. Þar lyfti hann 445 kílóum meðan Hafþór náði best að hífa 400 kíló. Árangur Hafþórs er engu að síð­ ur glæsilegur en 30 keppendur hófu keppni fyrir rúmri viku í fimm riðlum en aðeins tveir efstu í hverjum fyrir sig komust áfram í lokakeppnina sem var hin glæsilegasta og sýnd í sjón­ varpi í Kína þar sem kraftakeppnir eiga miklum vinsældum að fagna. Hafþór tryggði sér þátttöku í úrslitunum ör­ ugglega á þriðjudaginn var en sem fyrr segir reyndist ástríða hans og vilji ekki nóg til í þetta sinn. Hafa ber þó í huga að Hafþór er aðeins rétt rúmlega tvítugur að aldri meðan allir helstu keppinautar hans í kraftakeppnum eru mun eldri og sum­ ir hverjir farnir að nálgast endalok fer­ ils í kraftlyftingum hvers konar. Það er því góð von til að Hafþór nái takmarki sínu fyrr en síðar. n albert@dv.is Kemur síðar Hafþór Júlíus á verðlaunapalli í Kína. Hann stefndi ótrauður á efsta sætið en varð að sætta sig við það þriðja að lokum. Lokastaðan 1. Brian Shaw, Bandaríkjunum 51 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 48 stig 3. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 42 stig 4. Mike Jenkins, Bandaríkjunum 41 stig 5. Mike Burke, Bandaríkjunum 38,5 stig 6. Vytautas Lalas, Litháen 34 stig 7. Terry Hollands, Bretlandi 31,5 stig 8. Johannes Arsjo, Svíþjóð 16 stig 9. Robert Oberst, Bandaríkjunum 14 stig 10. Misha Koklyaev, Rússlandi Hætti keppni Gagnrýnir Guardiola „Það var Bayern München undir stjórn Jupp Heynckes sem vann alla titla á síðustu leiktíð. Nú hafa þeir nýjan þjálfara og breyttan hóp og ég er ekki viss um að sá sé jafn­ góður og áður,“ sagði Jose Mourin­ ho, þjálfari Chelsea, aðspurður um möguleika síns liðs gegn Bayern München á föstudaginn kemur í Úrvalsbikar Evrópu. Þar mætir Mourinho sínum forna fjanda, Pep Guardiola, en þeir elduðu grátt silfur saman á Spáni þegar þeir stýrðu Real Madrid og Barcelona. Lét Portúgalinn þá fá tækifæri forgörðum fara til að gagnrýna Börsunga og hann heldur fast við sinn keip nú með skotunum á Gu­ ardiola og hóp hans í Bayern. Gu­ ardiola hefur þó byrjað vel og er lið hans taplaust hingað til. Lokatilraun við Fabregas David Moyes, stjóri Manchester United, hyggst gera lokatilraun til að kaupa hinn hæfileikaríka Cesc Fabregas frá Barcelona og undir­ býr nú sitt þriðja boð í kappann að því er fullyrt er í enskum miðlum. Stjórn United hefur gefið grænt ljós á tilboð upp á 7,5 miljarða króna og segja miðlar á Spáni ekki alveg loku fyrir það skotið að því verði tekið. Fabregas er ekki talinn eiga fast sæti hjá nýjum þjálfara Börs­ unga og eigi það við rök að styðj­ ast mun Fabregas eflaust fremur kjósa að spreyta sig á Englandi en verma bekkinn á Spáni. Hvort það sé helber tilviljun eður ei þá er 7,5 miljarðar króna sama upphæð og Chelsea hefur lagt á borðið vegna Wayne Rooney. Ruglverð fyrir Bale Þær verðhugmyndir sem rætt er um að Real Madrid greiði Totten­ ham fyrir Gareth Bale eru bara móðgun við þá veröld sem fólk býr í að mati þjálfara Barcelona, Gerardo Martino. Óljósar fregnir herma að forráðamenn beggja liða séu að leggja lokahönd á samning um að að Bale fari til Real Madrid en það hefur ekki fengist staðfest þegar þetta er skrifað. Þó er talið víst að samningar hafi tekist og Bale verði opinberaður sem leik­ maður Real innan skamms. Hins vegar telja fjölmiðlar sig vita að sú upphæð sem um ræðir sé um sextán milljarðar króna eða hund­ rað milljónir evra og það finnst Martino ósmekkleg upphæð. Sé upphæðin rétt verður Bale dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. E f mark er takandi á tölfræði­ miðlum vestanhafs eru með­ altalstekjur atvinnukylfinga á PGA­mótaröðinni í golfi um 116 milljónir króna árlega. Það er þó miðjumoð sem segir lítið og öllu nær lagi að tiltaka þá millj­ arða króna sem þeir bestu í golfinu þéna á ársgrundvelli en þar er ekki um neinar ölmusur að ræða. Beinar tekjur Tiger Woods að frá­ töldum öllum aukatekjum á borð við auglýsingatekjur á síðasta ári námu 1,5 milljörðum króna en Tig­ er er vitaskuld í nokkrum sérflokki eða hvað? Ekki aldeilis. Ungstirnið Rory McIlroy vann sér inn 1,6 millj­ arða króna á sama ári. Þeim næstur í tekjum 2012 var Phil Mickelson sem þénaði 580 milljónir króna. Bónus í vasann Ofantaldir kylfingar og fjöldi annarra sem jafnvel eiga stóra titla í safni sínu taka þó á honum stóra sínum þegar kemur að lokamótum hvers árs sem er Fedex­mótaröðin sem er ólík öllum öðrum golfmótum. Sú keppni er útsláttarkeppni sem leik­ in er yfir fjögur mót á fimm vikum og sá sem stendur uppi með sigurinn á fjórða og síðasta mótinu fær í sinn hlut beint í vasann litlar tíu millj­ ónir dollara sem gera rétt tæplega 1,2 milljarða íslenskra króna. Það er upphæð sem um munar. Reglurnar Sem fyrr eru margir kallaðir en fyrsta Fedex­mótið af fjórum fór fram um helgina í New Jersey í Bandaríkjun­ um. Það mót er kennt við styrktar­ aðila mótanna; Barclays­banka, Deutsche Bank, BMW og Coca­ Cola meðan yfirskrift þeirra allra er Fedex­mótaröðin. Ólíkt hefðbundn­ um mótum þar sem menn missa engan rétt leiki þeir illa eina helgina eru engin vettlingatök leyfð hér. Aðeins þeir 125 kylfingar með flest samanlögð stig eftir hefðbundin mót fá að taka þátt í Barclays­mótinu en stig fást fyrir efstu sæti í öllum mót­ um á PGA­mótaröðinni. En strax eft­ ir helgina detta 25 neðstu úr leik og aðeins hundrað hafa þátttökurétt á Deutsche Bank­mótinu. Að því móti loknu halda aðeins 75 efstu áfram í þriðja mótið og einungis þeir 30 með flest stig eigast við á lokamótinu. Margir kallaðir Margir eru kallaðir að þessu sinni og að venju eru veðbankar að gefa Tiger Woods bestu líkurnar á sigri. Woods hefur staðið sig vel í ár og stóð sig mjög vel um helgina. Aðrir sem spil­ uðu af stakri prýði liðna helgi voru menn á borð við Matt Kuchar og Henrik Stenson, og Gary Woodland átti frábæra helgi. Þá var Phil Mickel­ son ekki langt undan heldur. Aðrir sem taldir eru eiga góða möguleika sökum stöðugrar spila­ mennsku eru Adam Scott, Bradley Keegan og Jason Dufner. Þá má ekki afskrifa Rory McIlroy en hann virðist hafa náð tökum á nýjum kylfum og spilað öllu betur síðustu vikurnar en mestallt árið sem hefur verið honum erfitt svo ekki sé dýpra tekið í árina. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is Milljarður króna í bónus n Menn sem þéna tugmilljónir bítast grimmt um 1,2 milljarða króna bónusverðlaun Stórstjörnur Hvorki Phil Mickelson né Tiger Woods myndu slá hendinni móti miljarði króna í vasann. Woods hefur unnið mótið tvívegis en Mickelson aldrei. Henrik Stenson Svíinn hefur aldeilis verið að finna sig að undanförnu og gæti orðið annar útlendingurinn sem vinnur Fedex-bikarinn. Matt Kuchar Bandaríkjamaðurinn hefur leikið af stakri prýði og á sjaldan slæma daga á vellinum. Rory McIlroy Norð- ur-Írinn hefur verið að finna fjölina eftir erfitt ár og hann gæti vel komið á óvart í Fedex- keppninni Mótin sem leikið er á Barclays - New Jersey Deutsche Bank - Boston BMW - Chicago Coca-Cola - Atlantat

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.