Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2013, Blaðsíða 16
Algengt verð 253,8 kr. 250,8 kr. Algengt verð 250,5 kr. 247,5 kr. Höfuðborgarsvæðið 250,4 kr. 247,4 kr. Algengt verð 253,7 kr. 250,7 kr. Algengt verð 252,9 kr. 247,9 kr. Melabraut 250,5 kr. 247,5 kr. Eldsneytisverð 25. ágúst Bensín Dísilolía Gott viðmót n Efnalaugin og þvottahúsið Drífa við Hringbraut fær lof dags- ins. Maður sem segist hafa skipt við þvottahúsið lengi segist alltaf hafa fengið góða þjónustu þar og verðið sé hagstætt og viðmót af- greiðslufólksins gott. Það taki stuttan tíma að fá hreinsað og þveg- ið og ef mikið liggi við leggi starfsmenn sig í framkróka við að hreinsa og þvo á sem skemmstum tíma. Fékk lítið að borða n Kona nokkur fór á matstofu Bergsson og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún segist hafa ætlað að fá sér morgunverð og fengið stóra brauðsneið skorna í tvennt með áleggi og kaffi. Þegar kom að því að greiða fyrir var rukk- að um 2.200 krónur. Þetta fannst konunni hátt verð fyrir kaffibolla og brauð sem hún varð ekki einu sinni södd af. DV hafði samband við Bergsson og var tjáð að þarna hefðu greinilega orðið mistök. Oft væri mikið að gera og það gæti verið skýringin ruglingnum. Tvær brauðsneiðar með áleggi kostuðu 650 krónur en „brunch“ um helgar kost- aði 2.200 krónur. Bergsson biður konuna afsök- unar á þessu og biður hana um að snúa sér til þeirra og fá frían morgunverð. Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is 16 Neytendur 26. ágúst 2013 Mánudagur K rækiber eru afar holl og það er hægt að nýta þau á ótelj- andi vegu, svo sem í saft, í hlaup, hristinga, kökur, sós- ur, út á súrmjólk eða skyr. Það er um að gera að prófa nýjar leið- ir við nýtingu berjanna og tína mikið af þeim. Það er hægt að frysta þau og það er líka hægt að pressa þau í safa- pressu og frysta saftina. Þorvaldur Pálmason er einn þeirra sem halda úti vefsíðunni Berjavinir.is. Hann segir að menn láti vel af berja- sprettu fyrir austan, norðan og á Vest- fjörðum en enn sem komið sé séu frekar daprar fréttir af berjasprettu sunnan- og vestanlands. Þorvaldur segist þó hafa frétt af berjum á Snæ- fellsnesi og í Norður árdal í Borgar- firði. „Krækiber eru algengasta berja- tegund landsins. Hvernig sprettan verður sunnan- og vestanlands ræðst mikið af því hvernig veðráttan verð- ur nú í lok ágústmánaðar og fram eft- ir september. Ef veðrið verður gott má búast við góðri sprettu. Annars lítur út fyrir að þetta verði ár aðalbláberj- anna, ég hef haft fréttir af því að það sé mikið af þeim alls staðar þar sem þau spretta á annað borð,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt reglugerð um náttúru- vernd mega allir tína ber utan landar- eigna lögbýla. Í reglugerðinni kem- ur fram að á óræktuðu landi sé öllum heimilt að tína til neyslu á staðnum. Óheimilt er að nota tæki við berja- tínslu ef spjöll af gróðri hljótast af. Tínur fást víða Flestir tína krækiber með tínu, þær fást víða í verslunum, bæði þessar gömlu góðu með taupokanum og svo tínur úr plasti eða málmi. Verð á tínum er mismunandi og áður en fjárfest er í einni slíkri er ekki úr vegi að spyrjast fyrir um verð á nokkrum stöðum og ákveða hvernig tína mað- ur telur að henti best. Neytendasíðan hringdi á fjóra staði og spurðist fyrir um verð á tín- um. Þetta er verðið sem fékkst upp- gefið í gegnum síma. Í Húsasmiðj- unni fengum við þær upplýsingar að það væru til tvenns konar tínur, annars vegar rauðar úr plasti sem kosta 1.699 krónur stykkið og hins vegar tínur úr málmi með taupoka. Verðið sem gefið var upp á þeim var 2.699 krónur. Í BYKO var okkur sagt að til væru þrenns konar tín- ur, rauðar plasttínur á 1.990 krón- ur, málmtínur með taupoka á 2.590 og svo fengust sænskar málmtínur sem voru nokkru dýrari eða á 4.990 krónur stykkið. Í Hagkaupum voru tvær tegundir til sölu, rauðar plast- tínur á 1.799 krónur og tínur úr málmi á 2.499 krónur. Fjórði stað- urinn sem haft var samband við var Rúmfatalagerinn á Korputorgi, þar Ódýrasta berjatínan fæst í Húsasmiðjunni n Víða góð berjaspretta n Krækiber eru auðug af vítamínum Jóhanna Margrét Einarsdóttir blaðamaður skrifar johanna@dv.is Berjatínur Húsasmiðjan 1.699 kr. 2.699 kr. BYKO 1.990 kr. 2.590 kr. 4.990 kr. Hagkaup 1.799 kr. 2.499 kr. Rúmfatalagerinn 2.495 kr. í berjamó Þessi litli snáði er að leita berja. Það er útlit fyrir góða berjasprettu víða um land í haust, útlitið er einna síst sunnan- og vestanlands. MynD inga sigurðarDóTTir góð uppskera Krækiber er hægt að nota á ýmsan hátt. Það er hægt að gera saft, hlaup, baka úr þeim, nota í hristing og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.