Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 6
Félag Finns situr á
tveimur milljörðum
n Fjárfesti í hlutabréfum og skuldabréfum í Noregi n Rennur inn í Spector
E
ignarhaldsfélag í eigu Finns
Ingólfssonar, Frumherji In-
vest ehf., situr á rúmlega
tveimur milljörðum króna.
Fjármunirnir eru að stofnin-
um til hagnaður vegna hlutabréfa-
viðskipta í Noregi á árunum fyrir
íslenska efnahagshrunið en eru nú
bundnir í skuldabréfum sem gefa
góða ávöxtun á hverju ári. Þetta
kemur fram í ársreikningi félagsins
fyrir árið 2012.
Eigandi Frumherja Invest er
eignarhaldsfélagið Spector ehf. sem
er að 40 prósenta leyti í eigu Finns
sjálfs og 40 prósenta leyti í eigu
eignarhaldsfélags hans, Fikts ehf.
Spector á svo 10 prósent í sjálfu sér
og Lynghóll ehf., eignarhalds félag
var í eigu Helga S. Guðmundssonar
heitins, á tíu prósenta hlut. Fram-
kvæmdastjóri Frumherja er einn
nánasti viðskiptafélagi Finns
Ingólfssonar til margra ára, Jóhann
Ásgeir Baldurs, en hann var meðal
annars forstjóri VÍS á árum áður.
Seldu bréfin á 1.400 milljónir
Í ársreikningi félagsins fyrir árið
2008 kemur fram að árið 2009 hafi
félagið selt hlutabréf sín í norsku
eignarhaldsfélagi, Banebryter A/S
en Frumherji Invest átti ríflega átta-
tíu prósenta hlut í því á árunum
fyrir hrunið. Í ársreikningi félagsins
fyrir þetta ár segir: „Eignarhlutur í
dótturfélagi var seldur í maí 2009.
Hluturinn er færður til eignar á sölu-
verði að frádregnum kostnaði við
söluna.“ Þetta söluverð nam ríflega
1.400 milljónum íslenskra króna en
nafnverð bréfanna nam rúmlega
30 milljónum norskra króna. Í árs-
reikningum félagsins er starfsemi
Banebryter A/S ekki tilgreind.
Félag í eigu Finns Ingólfssonar
hagnaðist því verulega á hluta-
bréfaviðskiptum í Noregi árið 2009,
nokkrum mánuðum eftir íslenska
bankahrunið.
Keyptu skuldabréf
Sama ár fjárfesti Frumherji Invest í
skuldabréfum í Noregi fyrir ríflega
1.500 milljónir króna. Ekki er tilgreint
í ársreikningum félagsins hvaða
skuldabréf um ræðir nema að þau
eru í Noregi. Hlutabréfin í Banebryter
voru því seld en í stað þeirra voru
keypt ótilgreind skuldabréf.
Í ársreikningum félagsins kemur
fram að útgefandi skuldabréfanna
eigi að greiða Frumherja upp bréfin
með vöxtum í maí árið 2016. Skulda-
bréfaeignin er í dag langstærsta eign
félagsins en hún nemur rúmum 2,2
milljörðum króna en á móti eignum
félagsins eru skuldir upp á tæplega
300 milljónir króna. Eignir félags-
ins eru því í plús upp á tvo milljarða
króna.
Á hverju ári hagnast félagið vel
vegna vaxtatekna af skuldabréfunum
sem það á. Í fyrra nam hagnaðurinn
tæplega 286 milljónum króna en 133
milljónum árið áður. Árið þar á und-
an hafði verið tap hjá félaginu upp á
tæpar 70 milljónir króna.
Rennur inn í Spector
Þetta fjársterka félag, Frumherji
Invest, mun senn hætta að vera til
sem sjálfstæður lögaðili. Fyrirhug-
aður er samruni þess og Spector
ehf. samkvæmt samrunaáætlun
sem dagsett er þann 5. nóvember
síðastliðinn. Upplýsingar um sam-
runann eru aðgengilegar í gegn-
um ríkisskattstjóra. Ríflega tveggja
milljarða króna eignir Frumherja
Invest munu þá renna inn í Spector
ehf. sem Finnur Ingólfsson á að
stóru leyti. Spector ehf. verður fyrir
vikið ríflega tveimur milljörðum
króna ríkara vegna hlutabréfa- og
skuldabréfaviðskiptanna í Noregi.
Finnur er því ágætlega settur
með félagið þar sem eignir þess
eru ríflega tveimur milljörðum
krónum hærri en skuldirnar.
Ekki náðist í Jóhann Ásgeir
Baldurs, framkvæmdastjóra og
prókúruhafa Frumherja Invest og
Spector ehf. til að spyrja hann um
málið. n
„
Eignarhlutur
í dótturfélagi
var seldur í
maí 2009
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Tveggja milljarða króna eignir
Eignarhaldsfélag Finns, Frumherji Invest,
á ríflega tveggja milljarða króna eignir
sem bráðum renna inn í Spector ehf.
6 Fréttir 29. nóvember–1. desember 2013 Helgarblað
Hækka framlög til stjórnmálaflokka
n Framlög ríkisins verða 314 milljónir í ár
F
jármálaráðherra hefur farið
fram á 24 milljóna króna hækk-
un á fjárframlögum ríkisins til
stjórnmálastarfsemi frá fjárlög-
um ársins 2013. Þetta kemur fram í
frumvarpi sem Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, hef-
ur lagt fram á Alþingi. Frumvarpið
kemur til umræðu í þinginu á næstu
dögum.
Verði frumvarpið samþykkt
óbreytt þýðir það að heildarstyrkir til
stjórnmálaflokka verða 313,9 milljón-
ir króna í ár. Fjárframlögin skiptast á
milli stjórnmálaflokka sem fengu 2,5
prósenta fylgi eða meira í alþingis-
kosningum. Í lögum er einnig gert ráð
fyrir því að þeir flokkar sem ná inn á
þing fái hærri greiðslur, en greitt er
sérstaklega fyrir hvern þingmann í
hverjum flokki og sem nemur einum
þingmanni á hvern þingflokk. Þá fá
flokkar sem eiga ekki aðild að ríkis-
stjórn sem nemur tólf þingmönnum
aukalega.
Skipting fjármunanna miðast við
kosningarnar 2009 eftir því sem DV
kemst næst. Það þýðir að Samfylk-
ingin er sá flokkur sem fær stærsta
einstaka hlutinn til sín. Það mun þó
breytast á næsta ári þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkurinn
fá langstærstan hluta styrkja ríkisins
til stjórnmálaflokka. Við næstu út-
hlutun eru líka fleiri sem koma til með
að taka hluta fjárins til sín. Nokkrir
flokkar sem ekki fengu mann kjör-
inn fá til að mynda hluta styrkja ríkis-
ins þar sem þeir fengu yfir 2,5 prósent
atkvæða. Má þar meðal annars nefna
Flokk heimilanna og Dögun.
Ákvörðun um styrki til stjórnmála-
samtaka er alfarið í höndum þing-
manna sjálfra. Lögin sem farið er eftir
í dag voru samþykkt árið 2006. Í lög-
unum er svo gert ráð fyrir því að for-
sætisnefnd þingsins vinni ítarlegri
reglur um fjárframlögin í samræmi
við lögin. n
adalsteinn@dv.is
Fjáraukalög Hækkunin kem-
ur fram í fjáraukalögum sem
Bjarni Benediktsson hefur lagt
fram á þingi. Mynd SigTRygguR ARi
Burðardýr sent
í steininn
Nítján ára karlmaður, Kamil
Szpicki, hefur verið dæmdur í
átján mánaða fangelsi fyrir inn-
flutning á 553 grömmum af kóka-
íni með allt að 65 prósenta styrk-
leika.
Maðurinn var tekinn á
Keflavíkurflugvelli þann 8. sept-
ember síðast liðinn við komuna til
landsins frá Dusseldorf í Þýska-
landi. Voru efnin falin í líkama
hans í 56 pakkningum. Maðurinn,
sem er pólskur ríkisborgari, var í
framhaldinu úrskurðaður í gæslu-
varðhald þar sem hann hefur setið
síðan.
Maðurinn játaði brot sitt fyrir
dómnum þar sem hann kvaðst
hafa verið burðardýr og far-
ið í ferðina þar sem hann var í
fjárþröng. Að mati dómsins var
framburður mannsins „að hann
hefði verið burðardýr“ ekki ótrú-
verðugur en framburður manns-
ins um aðdraganda ferðarinnar
til Íslands var í „öllu ótrúverðug-
ur“ að mati dómsins.
Auk þess að sæta eins og
hálfs árs fangelsis var maðurinn
dæmdur til greiðslu alls sakar-
kostnaðar, samtals 787 þúsund
krónur.
Fengu tveggja
milljóna styrk
Sjö stéttarfélög í Eyjafirði afhentu
á fimmtudag Mæðrastyrksnefnd
Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunn-
ar, Hjálpræðishernum og Rauða
krossinum rúmlega 1,9 milljóna
króna styrk.
Í tilkynningu frá Einingu-
Iðju kemur fram að styrkurinn
verði notaður í samstarfsverkefni
Mæðrastyrksnefndar Akureyrar,
Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálp-
ræðishersins og Rauða krossins.
Samstarfið var sett á laggirnar
til að einfalda málið, en nú þarf
einungis að sækja um aðstoð
á einum stað. Rétt er að vekja
athygli á því að þessir aðilar að-
stoða fólk um allan Eyjafjörð, frá
Siglufirði að Grenivík.
Þetta er í annað sinn sem
þessi samtök taka höndum
saman fyrir jólin og veita þeim
aðstoð sem þurfa. Í fyrra var
ákveðið að vinna saman að
jólaaðstoðinni og gafst sam-
starfið það vel að ákveðið var
að endurtaka leikinn og í lok
október var undirritaður sam-
starfssamningur til næstu þriggja
ára. Í fyrra var úthlutað 303
styrkjum í formi greiðslukorta
sem hægt var að versla fyrir í
ákveðnum verslunum.