Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 50
F jölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur undan­ farið ár fengist við að skrifa ævisögu kraftakarlsins Jóns Páls Sigmarssonar. Jón Páll, sem var goðsögn í lifandi lífi, hóf feril sinn í lyftingum aðeins 19 ára og á há­ tindi ferilsins varð hann fjórum sinn­ um Sterkasti maður heims. Hann lést langt um aldur fram, aðeins 33 ára, á miðri æfingu í íþróttasal sín­ um við Suðurlandsbraut. Banamein hans var ættgeng hjartabilun, en margir hafa haldið því fram að hann hafi látið lífið vegna steranotkunar. Þrátt fyrir mögnuð afrek sín á ferlin­ um hefur aldrei verið skrifuð ævisaga kraftakarlsins. „Hugmyndin kviknaði árið 2011,“ útskýrir Sölvi þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. „Þá var ég bú­ inn að vera að taka fullt af viðtölum í sjónvarpinu og hafði hitt mikið af þekktu íslensku fólki sem hefur verið í sviðsljósinu lengi. Stór hluti hóps­ ins hafði þekkt Jón Pál og hann barst alltaf einhvern veginn í tal. Það var að segja sögur af Jóni og það var glampi í augunum á fólki þegar það talaði um hann. Það var eins og öllum þætti ótrúlega merkilegt að þekkja Jón. Mér var sagt fullt af fyndnum og skemmtilegum sögum sem ég hafði aldrei heyrt áður.“ Leit upp til Muhammed Ali Sölvi fór því á stjá og skoðaði hvað hefði verið skrifað um Jón Pál. Það hafði verið gerð bók um afrek hans í kraftlyftingum á meðan hann var á lífi og einnig horfði Sölvi á heim­ ildamynd um hann. Sölva fannst að maður eins og Jón Páll ætti skilda ævisögu og varð það kveikjan að skrifunum. Hann ræddi hugmyndina við bókaútgáfuna Tind frá Akureyri og fékk góðar viðtökur. Áætlað er að bókin um Jón Pál komi í bókabúðir eftir helgi. „Á tímabili stóð til að bókin kæmi út um síðustu jól, en svo var ákveðið að við gæfum okkur aðeins meiri tíma í þetta,“ segir Sölvi. En hvernig var manneskjan Jón Páll? „Hann leit mikið upp til Muhammed Ali og tileinkaði sér þannig framkomu. Það var mik­ ill galsi í honum og hann var frekar hrokafullur í tilsvörum, samt sem áður á skemmtilegan hátt, sem varð til þess að síðar á ferlinum fékk hann mun betur greitt fyrir að koma á ýmis mót. Jafnvel þótt þar væru menn sem voru á þeim tíma að vinna hann,“ útskýrir Sölvi, en Jón Páll átti sér líka aðra hlið. Barnsmóðir Jóns setti sig í 2. sæti „Þessi hlið á honum var aðeins til sýnis fyrir almenning. Hann var dá­ lítið tvískiptur karakter. Þeir sem þekktu hann segja að hann hafi ver­ ið rólyndismaður heima fyrir, hleypt fáum að sér og ekkert endilega sóst í læti og athygli.“ Í bókinni er rætt við barnsmóður hans og aðra konu sem hann trúlofaðist síðar meir. Barnsmóðir hans lýsir í bókinni hvernig hafi verið að búa með Jóni Páli og segir það hafa verið gríðar­ legt álag. „Það sem allir eru sammála um hvað varðar einkenni hans er ómannlegur viljastyrkur, gríðarleg­ ur agi og ofboðslega hár sársauka­ þröskuldur,“ segir Sölvi. „Hann lagði allt í sölurnar. Það þýddi að þegar hann var í sambúð þá snerist allt um æfingar og keppni hjá honum. Barnsmóðir hans setti sjálfa sig í 2. sæti.“ n 54 Fólk 29. nóvember–1. desember 2013 Helgarblað Jón er ekki sáttur við L.A. Reid n Tónlistar- og knattspyrnumaðurinn talar opinskátt um samstarf sitt við Sony V eistu, ef ég mætti ráða öllu þá væri ég búinn að gefa út tvær plötur,“ sagði tónlistar­ maðurinn Jón Jónsson í við­ tali í Eldhúspartý FM957 sem var haldið í Stúdentakjallaranum. „En þessi L.A. er aðeins að fokka þessu upp. Ég er samningsbundinn en samt eru þeir ekki að gera rassgat. Þetta er eins og ég myndi skrifa undir samning sem atvinnumað­ ur í fótbolta og mætti ekki mæta á æfingu.“ Jón Jónsson hefur látið lítið fyr­ ir sér fara síðastliðna mánuði að undanskildu einu lagi sem bandið gaf út um miðjan október. Lagið heitir Feel For You. Jón samdi við útgáfufyrirtækið Sony í fyrrahaust og vakti það mikla athygli hér á landi. Það hefur hins vegar lítið gerst síðan og af orðum Jóns að dæma er honum mikið í mun að gefa út nýtt efni. Hann hefur meðal annars sagst vera með fullt af nýj­ um lögum í skúffunni. Í sumar lék Jón stórt hlutverk með meistaraflokki FH í knatt­ spyrnu. Hann leikur í stöðu hægri bakvarðar. Þetta var fjórða árið hans með uppeldisfélagi sínu, en leiktímabilin þar á undan fékk hann sárafá tækifæri. Í ár tók hann hins vegar þátt í 16 leikjum af 22 í Pepsi­deildinni. Áður lék Jón í fjög­ ur ár með Þrótti Reykjavík. n ingosig@dv.is Rólyndismaður en hrokafullur n Ævisaga Jóns Páls kemur út í næstu viku n Fékk betur greitt en kollegarnir Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingosig@dv.is Bókaútgáfan Tindur tók vel í Jón Pál Hugmyndin kviknaði hjá Sölva fyrir tveimur árum. Mynd SigTryggur Ari Sterkastur í heimi Jón Páll vann fjórum sinnum titilinn Sterkasti maður í heimi. Lítið að gera Jón hefur aðeins gefið út eitt lag eftir að hafa undirritað samning við Sony. Bryndís Gyða orðin mamma Glamúrfyrirsætan og ritstjór­ inn Bryndís Gyða Michelsen er orðin mamma. Hún sagði frá því á Facebook­síðu sinni í vik­ unni að henni hefði fæðst sonur. Þar sagði hún að fæðingin hafi gengið vel og að allir séu hress­ ir eftir hana. Bryndís Gyða hef­ ur vakið athygli fyrir vösk skrif á netinu en hún er ein kvennanna á bak við vefsíðuna Hún.is. Mið­ illinn hefur tæplega 100 þúsund notendur vikulega. Rikka og Skúli sögð hætt saman Séð og Heyrt greinir frá hávær­ um sögusögnum um að Skúli Mogensen og Friðrika Geirs­ dóttir, betur þekkt sem Rikka, séu hætt saman eftir nokkurra mánaða ástarsamband. Þau hafa um hríð verið eitt glæsilegasta par landsins og vöktu athygli hvert sem þau fóru. Ætlað að vera ein Gleðigjafinn í Bónus, Francisca Mwansa, er í forsíðuviðtali í Vik­ unni. Hún segir hlutskipti sitt að vera ein. „Alltaf þegar karlmaður hefur komið inn í líf mitt og boð­ ið mér á stefnumót þá hef ég leit­ að til Guðs. Ég hef beðið til hans að gefa mér ást í hjartað til þess manns sem myndi aldrei valda mér hjartasári. Sú ást kom aldrei svo ég hef aldrei átt kærasta,“ seg­ ir Francisca og segir frá því að hún sé búin að vinna skírlífisheit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.