Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 45
Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” „Ég hringdi í öryggisvörðinn okkar og hann sagði bara: „Bönker!”“ Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr. Uppáhalds í sjónvarpinu „Mjög góður vinur minn sagði mér frá þætti að nafni The Blacklist og það eina sem ég hugsa um er hvenær næsti þáttur kemur. Þeir eru geðveikir.“ Sigurður Hrannar Björnsson módel og knattspyrnumaður Afþreying 45Helgarblað 29. nóvember–1. desember 2013 The Mummy í bíó 2016 n Universal tilkynnir fyrirhugaða endurgerð K vikmyndin The Mummy var gríðar- lega vinsæl þegar hún kom í kvikmyndahús árið 1999 og sautján árum síðar kemur hún aft- ur á skjáinn í endurgerðri út- gáfu. Samkvæmt Deadline hefur Universal Studios stað- fest að myndin verði frum- sýnd 16. apríl árið 2016. Alex Kurtzman og Roberto Orci munu framleiða myndina, en þeir verða einnig meðal þeirra sem munu endurgera Van Helsing í framtíðinni. Andres Muschietti leikstýrir myndinni. Framhaldsmyndir The Mummy eru The Mummy Returns, sem kom út árið 2001, og The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor, sem kom út fyrir fjórum árum. Þrí- leikurinn sló í gegn en nýja myndin er sögð verða meira í ætt við hrollvekju en ævin- týramynd eins og frumgerðin. Ekki er ljóst hverjir muni leika í myndinni, en leikarinn Brendan Fraser brá sér í hlut- verk Rick O’Connell í þríleikn- um og leysti það með miklum sóma. Frægðarsól hans hefur þó ekki risið hátt fyrir utan velgengni hans í aðalhlutverki The Mummy. Það hefur lengi tíðkast vestanhafs að tilkynna frum- sýningardaga langt fram í tímann með þeim fyrirvara að hann gæti breyst þegar nær dregur. n ingosig@dv.is Laugardagur 30. nóvember Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (17:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (32:52) 07.15 Teitur (17:26) 07.25 Múmínálfarnir (17:39) 07.34 Hopp og hí Sessamí (17:26) 07.58 Tillý og vinir (49:52) 08.09 Sebbi (36:52) 08.20 Friðþjófur forvitni (3:10) 08.43 Úmísúmí 09.08 Paddi og Steinn (127:162) 09.09 Abba-labba-lá (17:52) 09.22 Paddi og Steinn (128:162) 09.23 Kung Fu Panda (7:17) 09.46 Teiknum dýrin (3:13) 09.51 Robbi og Skrímsli (12:26) 10.13 Stundarkorn 10.15 Stundin okkar 10.45 Orðbragð (1:6) 11.15 Útsvar 12.15 Kastljós 12.40 360 gráður 13.10 Landinn 13.40 Kiljan 14.25 Djöflaeyjan 14.55 Á götunni (3:8) 15.25 Varasamir vegir – Nepal (2:3) 16.25 Basl er búskapur (1:10) 16.55 Grettir (7:52) 17.07 Kafteinn Karl 17.19 Sveitasæla (1:20) 17.35 Vasaljós (2:10) 18.00 Táknmálsfréttir 18.10 Íþróttir 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.30 Á bakvið tjöldin með Fólkinu í blokkinni 20.05 Vertu viss (4:8) Spurningaleikur þar sem keppendur fá fúlgur fjár í upphafi þáttar og reyna síðan að halda í peningana með því að leggja undir á rétt svar við miserfiðum spurningum. Umsjónarmaður er Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð: Saga film. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.00 Hraðfréttir 21.10 Julie og Julia 7,0 (Julie & Julia) Í myndinni er fléttað saman sögunni af því þegar matreiðslubókahöfundurinn frægi, Julia Child, hóf kokksferil sinn og sögu ungs bloggara í New York sem einsetur sér að elda alla réttina í fyrstu bók Child. Leikstjóri er Nora Ephron og meðal leikenda eru Meryl Streep, Amy Adams, Chris Mes- sina og Stanley Tucci. Bandarísk bíómynd frá 2009. e. 23.15 Allt um Steve 4,7 (All About Steve) Mary er málglaður kross- gátuhöfundur sem fellur fyrir myndatökumanni og eltir hann þvers og kruss um Suðurríkin og reynir að sannfæra hann um að þeim sé ætlað að vera saman. Leikstjóri er Phil Traill og meðal leikenda eru Sandra Bullock, Bradley Cooper og Thomas Ha- den Church. Bandarísk bíómynd frá 2008. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.55 Banks yfirfulltrúi – Bróð- urtryggð (1:3) (DCI Banks: Strange Affair) Bresk sakamála- mynd. Alan Banks lögreglu- fulltrúi rannsakar dularfullt sakamál. Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 Hello Kitty 08:00 Algjör Sveppi 10:20 Kalli kanína og félagar 10:45 Scooby-Doo! Mystery Inc. 11:10 Young Justice 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 13:15 Popp og kók 13:40 Óupplýst lögreglumál 14:10 Heimsókn 14:35 Kolla 15:10 Doktor 15:45 Sjálfstætt fólk (12:15) 16:20 ET Weekend 17:05 Íslenski listinn 17:35 Sjáðu 18:08 Leyndarmál vísindanna 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir 18:55 Fangavaktin (Fangavaktin) Ge- org hefur loksins náð takmarki sínu og þríeykið af bensínstöð- inni af Laugaveginum er nú sameinað að ný. Ólafur kemst að því að hann hafði ranghug- myndir um fangelsi á meðan Daníel leiðir hann um sali Litla hrauns. Georg á hinn bóginn sér færi á að auka völd sín með því að gerast formaður Afstöðu, réttindafélags fanga. 19:30 Lottó 19:35 Spaugstofan 20:05 Diary Of A Wimpy Kid: Dog Days Skemmtileg mynd um Greg Heffley sem hefur hugsað sér að eiga gott sumar eftir vet- urvistina í skólanum. Ráðagerð Gregs snýst þó aðallega um að liggja í tölvuleikjum, fyrir utan að hann vonast til að vinna ástir stúlkunnar sem hann er hrifinn af. Þessari áætlun setur faðir hans sig upp á móti og framundan eru alls kyns fyndnar uppákomur og margs konar flækjur. 21:40 Lawless 7,2 Mögnuð mynd frá 2012 með Tom Hardy, Shia Labeouf og Guy Pearce í aðal- hlutverkum. Myndin er byggð á sönnum atburðum og gerist í Franklin-sýslu í Virginia-fylki á kreppuárunum snemma á síðustu öld þegar óprúttnir landasalar börðust við laganna verði um peninga og völd. 23:40 Heights 6,9 Dramatísk mynd sem gerist á einum sólarhring og fjallar um manneskjur í New York sem allar standa frammi fyrir stórum ákvörðunum varðandi líf sitt. Þau þurfa að gera upp hug sinn áður en dagur rís og smám saman koma tengingar þeirra á milli í ljós. 01:15 The Shining 03:35 Shakespeare in Love (Ástfanginn Shakespeare) Stórmynd sem hlaut alls sjö Óskarsverðlaun. Shakespeare er ungur og upprennandi leikritahöfundur en er haldinn ritstíflu. Hann kynnist hinni fögru Violu de Lesseps og hún vekur skáldagyðjuna af værum svefni. En Viola er lofuð hinum kaldlynda Wessex lávarði og nú magnast spennan! Skyldi leikrit Wills slá í gegn og hreppir hann stúlkuna að auki? 05:35 Óupplýst lögreglumál 06:00 Fréttir 06:10 Pepsi MAX tónlist 10:25 Dr.Phil 12:40 Gordon Ramsay Ultimate Cookery Course (16:20) 13:10 Borð fyrir fimm (7:8) 13:40 Judging Amy (15:24) 14:25 Skrekkur 2013 16:25 The Voice (10:13) 18:55 America’s Next Top Model (12:13) Bandarísk raunveruleika- þáttaröð þar sem Tyra Banks leitar að næstu ofurfyrirsætu. Verkefnin eru ólík og stúlkurnar margar en aðeins ein mun standa eftir sem næsta súpermódel. 19:40 Secret Street Crew (7:9) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dans- rútínur með ólíklegasta fólki. 20:30 The Bachelor (5:13) Þættir sem alltaf njóta vinsælda meðal áhorfenda SkjásEins. Sean Lowe er fyrrverandi ruðnings- leikmaður frá Texas og hefur verið valinn piparsveinninn í ár. Nú fylgjumst við með 26 konum sem allar vilja hreppa hnossið. Það verður nóg um að vera í þætti kvöldsins, m.a. hópstefnumót og geitamjólk- unarkeppni. 22:00 The Client List 6,5 (5:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki. Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum. Hún bregður á það ráð að fara út á vinnumarkaðinn en þegar þangað er komið renna á hana tvær grímur. 22:45 Laws of Attraction 00:15 Hawaii Five-0 (3:22) 01:05 Scandal 7,4 (2:7) Vand- aðir þættir sem fjalla um yfirhylmingu á æðstu stöðum í Washington. Olivia er aðal- persóna þáttanna og starfaði áður sem fjölmiðlafulltrúi í Hvíta húsinu. Hún hefur stofnað eigin almannatengslafyrirtæki enda nóg að gera í rotinni borg fyrir ráðgjafa sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. Svo virðist sem ein valdamesta kona höfuð- borgarinnar sé á leið í fangelsi. Til að leysa málið þarf meira en grunnþekkingu á áfallastjórnun. 01:55 The Borgias (10:10) 02:45 The Client List (5:10) Spennandi þættir með Jennifer Love Hewitt í aðalhlutverki. Sam er þriggja barna móðir í Texas. Hún er hamingjusamlega gift en á í fjárhagsvandræðum. Hún bregður á það ráð að fara út á vinnumarkaðinn en þegar þangað er komið renna á hana tvær grímur. 03:30 Excused 03:55 Pepsi MAX tónlist 10:05 Spænsku mörkin 2013/14 10:35 Meistaradeild Evrópu 12:20 Evrópudeildin 14:05 Evrópudeildarmörkin 15:00 Þýski handboltinn 2013/2014 16:25 NBA 16:50 Dominos deildin 18:20 La Liga Report 18:50 Spænski boltinn 2013-14 20:55 Meistaradeild Evrópu 22:40 Meistaradeildin - meistara- 14:10 Junior Masterchef Australia 15:00 The X-Factor US (19:26) 16:25 The X-Factor US (20:26) 17:05 The Amazing Race (12:12) 17:50 Offspring (11:13) 18:35 The Cleveland Show (12:21) 19:00 Around the World in 80 Plates (3:10) 19:45 Raising Hope (12:22) 20:05 Don’t Trust the B*** in Apt 23 20:30 Cougar Town (12:15) Þriðja þáttaröð þessara frábæru gam- anþátta með Courteney Cox úr Friends í aðalhlutverki. 20:55 Golden Boy (12:13) Bandarísk þáttaröð um ungan lögreglu- mann sem öðlast skjótan frama eftir að hann bjargar lífi félaga síns í skotbardaga. Hann setur stefnuna á að verða lögreglu- foringi í sögu New York og fjalla þættirnir um leið hans þangað. 21:35 27 Dresses 23:25 The Vampire Diaries (12:22) 00:05 Zero Hour (12:13) 00:50 Around the World in 80 Plates (3:10) 01:35 Raising Hope (12:22) 02:00 Don’t Trust the B*** in Apt 23 (6:19) 02:20 Cougar Town (12:15) 02:45 Golden Boy (12:13) 03:30 27 Dresses 05:20 Tónlistarmyndbönd 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (13:24) 18:45 Seinfeld (3:23) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men (10:24) 20:00 Gavin & Stacey (4:6) 20:30 Footballer’s Wives (1:8) 21:20 Pressa (5:6) 22:05 Entourage (4:12) 22:30 Krøniken (8:22) 23:35 Ørnen (8:24) 00:35 Gavin & Stacey (4:6) 01:05 Footballer’s Wives (1:8) 01:55 Pressa (5:6) 02:40 Entourage (4:12) 03:05 Tónlistarmyndbönd frá Popptíví 09:35 October Sky 11:20 Hemingway & Gellhorn 13:55 Monte Carlo 15:45 October Sky 17:30 Hemingway & Gellhorn 20:05 Monte Carlo 21:55 Moonrise Kingdom 23:30 Trust 01:15 And Soon The Darkness 02:45 Moonrise Kingdom Stöð 2 Bíó 09:05 WBA - Aston Villa 10:45 Match Pack 11:15 Ensku mörkin - úrvalsdeildin 12:10 Enska B-deildin 14:20 Enska úrvalsdeildin - upphitun 14:50 Cardiff - Arsenal 17:20 Newcastle - WBA 19:30 Enska B-deildin 21:10 Everton - Stoke 22:50 Norwich - Crystal Palace 00:30 West Ham - Fulham 02:10 Aston Villa - Sunderland Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Gull Stöð 3 17:00 Randver í Iðnó 17:30 Eldað með Holta 18:00 Hrafnaþing 19:00 Randver í Iðnó 19:30 Eldað með Holta 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Árni Páll 22:30 Tölvur tækni og kennsla. 23:00 Fasteignaflóran 23:30 Á ferð og flugi 00:00 Hrafnaþing ÍNN Fær hann hlutverkið, aftur? Brendan Fraser sló í gegn í The Mummy. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.