Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 28
28 Fólk 29. nóvember–1. desember 2013 Helgarblað
S
teingrímur J. Sigfússon kemur
aðvífandi eftir Austurstræti
með skjalatösku í hönd. Hann
er með skrifstofu á efstu hæð
húss við götuna. Segir stutt-
lega frá útgáfuhófinu sínu á leið upp í
lyftunni. Hann er ánægður með þann
góða hóp vina sem mætti til hans og
samgladdist honum vegna útgáfu
bókar hans.
Hann er á leiðinni norður eftir
nokkrar klukkustundir og hlakkar til.
„Þar er mitt fólk,“ segir hann og brosir
hæversklega.
Af ysta hjara veraldar
Steingrímur er frá Gunnarsstöðum
í Þistilfirði. Afskekktum firði úr
almannaleið. „Ég er af ysta hjara ver-
aldar. Við eigum þar okkar gamla hús,
systkinin sem erum flutt í burtu. Þá
löbbum við bara inn á heimilið eins
og það var. Þar er „heima“ í skilningi
bernskunnar. Þetta er mjög stórt og
mikið hús. Við höldum því í uppruna-
legu horfi að öllu leyti. Ég hef alltaf
reynt að halda tengslum við mína
sveit, dvelja á Gunnarsstöðum á sumr-
in og fara í göngur og réttir á haustin,
skjótast norður í veiði og slíkt,“ segir
hann og heldur að hann muni nýta
norðurferðina í þetta skiptið til að
ganga eða fara í veiði.
Foreldrar Steingríms eru Sigríður
Jónsdóttir sem var fædd og uppalin á
Gunnarsstöðum og Sigfús Jóhannsson
frá næsta bæ. Uppruninn verður varla
kirfilegar negldur niður. „Þannig að
ég á allar mínar rætur þarna og er til-
tölulega hreinræktaður Norður-Þing-
eyingur.
Þetta er fjarlægt landshorn, ligg-
ur við opnu hafi. En í sunnanáttum
og björtu veðri er oft mjög hlýtt þarna.
Langanesið., Þistilfjörðurinn og Mel-
rakkasléttan, þetta eru magnaðir stað-
ir, mikið fuglalíf og margt að skoða.“
Sjö ára í vinnu í sláturhúsi
Steingrímur segist hafa vanist harðri
lífsbaráttunni í Þistilfirði, hann var
uppátækjasamur og vann frá barns-
aldri öll þau störf sem til féllu.
„Ég var uppátækjasamur og frískur
strákar. Ég var hrekkjóttur og ég ólst
upp í stórum systkinahópi. Við gát-
um hringt á næsta bæ og þá vorum
við komin með tvö fótboltalið svo það
var oft líflegt á kvöldin. En það var líka
unnið. Ég vann frá blautu barnsbeini
öll störf í sveit og til sjávar. Ég byrjaði
mína fyrstu launavinnu áður en ég
byrjaði í barnaskóla.
Þá vantaði mannskap til að klára
sláturtíðina. Þá vorum við sóttir, sem
vorum sterkir og ekki byrjaðir í skóla.
Við vorum sjö átta ára peyjar að
hjálpa til í léttum verkum og unnum
með feðrum okkar og frændum, þeir
pössuðu að sjálfsögðu upp á okkur.
Ég var byrjaður að vinna með harð-
fullorðnum karlmönnum um ferm-
ingu, var sterkur og aðstoðaði eins
og ég gat. Ég kom stundum heim úr
menntaskólanum til að flá, seinna
keypti ég mér vörubíl og vann fyrir
mér í háskóla með akstri. Ég tók þar af
leiðandi aldrei nema eitt námslán og
notaði það til að kaupa dekk á bílinn.
Þetta voru aðrir tímar. Það var eðli-
legur og náttúrulegur hlutur að hjálpa
til frá blautu barnsbeini. Ég tel mig
ekki hafa beðið skaða af því að hafa
byrjað snemma að taka til hendinni.
Þessi bakgrunnur hefur reynst mér
vel, að hafa vanist þessu viðhorfi til
vinnunnar. Þetta var hörð lífsbarátta á
mörkum hins byggilega heims.“
Bóndasonur
Rætur Steingríms í sveitinni segir hann
hafa gagnast sér í lífi og starfi. „Það var
seigla í þessu fólki sem bjó sér líf við
erfiðar aðstæður, mannlífið var gott
og þarna á ég sterkar og góðar rætur,
þótt ég hafi fengist við aðra hluti síð-
an. Ég segi nú frá því í bókinni að það
var erlendur blaðamaður að taka við
mig viðtal fljótlega eftir að ég byrjaði
sem fjármálaráðherra. Hann spurði
mig hvort það væri góður bakgrunn-
ur fyrir fjármálaráðherra að vera jarð-
fræðingur. Ég játti því og sagði að jarð-
fræðingar væru vanir því að horfa yfir
langt tímabil í jarðsögunni og svona,
hefðu yfirsýn. En ekki síður að hafa
verið bóndasonur og vörubílstjóri og
kynnst vinnu.“
Með ferðabakteríu
Steingrímur fékk ungur ferðabakteríu.
Hann fór ungur sem skiptinemi alla
leiðina til Nýja-Sjálands.
„Ég fór nítján ára sem skiptinemi til
Nýja-Sjálands. Ég lét þess getið að ég
væri úr sveit og því hef ég líklega endað
á Nýja-Sjálandi þar sem er mikill land-
búnaður. Þetta var mikill skóli og víkk-
aði út sjóndeildarhringinn.
Þetta varð til þess að ég fékk ferða-
bakteríuna og ég notaði árið eftir stúd-
entspróf að hluta til þess að ferðast um
heiminn með félögum mínum.
Við vorum á sex mánaða
puttaferðalagi um Kyrrahafið, fórum
þvert yfir Ástralíu, vorum í Kaliforníu
og Nýja-Sjálandi.
Ferðalög eins og þessi eru ómet-
anleg á þessum tíma, þegar maður er
frjáls, liðugur og á allt lífið fram undan.
Ég er enn haldinn þessari ferðabakt-
eríu sem ég smitaðist af ungur, þótt
ég hafi ekki endilega gaman af því að
sendast á milli landa í starfi mínu.
Ég vil meina að ég sé ágætis blanda
af sveitamanni og heimsborgara,“
segir hann og kímir.
Steingrímur J. Sigfússon hefur verið 31 ár á
þingi. Hann segist ekki ætla að verða til vandræða
og þvælast fyrir. „Nú hef ég fært mig aftur í skut
rúmið og ræ þar,“ segir hann. Hann hefur meiri tíma
nú en áður til að sinna fjölskyldunni og sjálfum sér
og vill rækta það sem hefur mætt afgangi öll þau ár
sem hann var á brunavaktinni.
Ég vil ekki vera einn
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Viðtal
„Við höfum
ekki farið
í Séð og heyrt-
væðinguna með
heimilið og
fjölskylduna