Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 38
38 Menning 29. nóvember–1. desember 2013 Helgarblað
Hver fitufelling er
sigur út af fyrir sig
n Brot úr sögu af einstökum leiðangri Vilborgar Örnu Gissurardóttur
B
ókaforlagið Uppheimar
sendi í gær, 28. nóvember,
frá sér söguna um sigur
för fyrsta Íslendingsins sem
komist hefur einn síns liðs á
Suðurpólinn, Ein á enda jarðar. Það
er Sigmundur Ernir Rúnarsson sem
skráir sögu Vilborgar Örnu Gissurar
dóttur pólfara, en óhætt er að segja
að hún hafi orðið þjóðhetja á Íslandi
eftir frækilegt afrek sitt sem hún náði
17. janúar, á þessu ári. Augu þjóðar
innar beinast enn að Vilborgu, enda
þykja lífsviðhorf hennar óvenju
leg, svo og saga hennar öll. Hún var
nýverið valin kona ársins 2013 af
tímaritinu Nýju Lífi.
Saga Vilborgar Örnu, Ein á enda
jarðar, er í senn ferðasaga, afreks
saga og þroskasaga. Hún geymir ekki
einasta ótrúlega lýsingu á því hversu
pólgangan gekk nærri henni, heldur
lýsir hún ekki síður hvernig fólk get
ur sigrast á eigin veikleikum; fund
ið fjölina sína þrátt fyrir að það hafi
borið af leið. Þroskasaga Vilborgar
Örnu minnir lesendur á að allir geta
náð langt í lífinu ef þeir trúa nógu
staðfastlega á styrk sinn, sama hvað
an þeir koma eða hvað þeir heita.
Hamborgarar og franskar í öll mál
Hér er gripið niður í tvo hluta sög
unnar, fyrst í 2. kafla, þar sem pólfar
inn er að telja sér trú um að hann sé
nógu feitur fyrir átökin fram undan:
Ég tel mig eiga góða möguleika á
að sigrast á kuldanum. Ég bý að því að
hafa fitað mig eins og nokkur kostur
var í aðdraganda leiðangursins. Og
þvílíkar trakteringar. Ég hugsa eig
inlega til þess með hryllingi. Síðustu
vikurnar fyrir ferðina át ég varla ann
að en hamborgara og franskar í öll
mál og eins mikið af ís og sósu og ég
torgaði í eftirmat. Ég man hvað mér
leið illa. Þvílíkt og annað eins rusl
fæði sem ég setti ofan í mig. Á milli
mála voru það kók og snúðar út í
eitt. Það varð að láta sig hafa það.
Við svona aðstæður getur það skilið
á milli feigs og ófeigs að hafa eflt og
ýtt undir matarlystina eins og frekast
er unnt. Og þá þýðir ekkert að hugsa
um línurnar, góna á sjálfa sig framan
við spegil alla daga og fyllast áhyggj
um af útlitinu; ég er ekki að undirbúa
mig fyrir einhvern spássitúr, held
ur líkamlega erfiðisvinnu sem bugt
ar sig og þakkar fyrir hvert kíló sem
sest utan á rassinn og lærin, brjóstin
og upphandleggina. Hver fitufell
ing er sigur út af fyrir sig, engin upp
götvun dásamlegri en sú að komast
ekki lengur í gömlu góðu buxurnar,
ekkert jákvæðara en að sjá líkamann
þrekna og þrútna út.
Eins og fylltur grís á teini
Ég hafði sett mér það markmið að
bæta á mig tíu kílóum fyrir ferðina
og náði því með því að beita mig
harðræði; fór úr 63 í 73 kíló. Minna
mátti það ekki vera. Og þótt það
verði seint sagt vera sérstaklega upp
byggilegt að úða í sig óhollum mat í
tíma og ótíma, var ég bæði staðráðin,
ákveðin og óhvikul í að þyngja mig og
þétta. Það var annað hvort að láta sig
hafa það, eða nema hreinlega staðar
strax í undirbúningnum.
Auðvitað eru takmörk fyrir því
hvað maður getur í sig látið – og á
tímabili gat ég varla torgað fleiri
frönskum með þykku lagi af kok
teilsósu. Eða dælt í mig meira kóki.
Ekki meiri óþverra, nei takk, ekki
meira af óhollustu, rusli og ógeði.
Ónei. Undir það síðasta var ég svo að
segja komin með óbeit á sjálfri mér.
Mér fannst ég vera orðin yfirfull af
drasli, eins og fylltur grís á teini eða
troðin gæs í gerði. En það varð að
hafa það.
Núna get ég þakkað fyrir alla
gnóttina og óhófið þar sem ég skíða
í átt að jökulskerjunum. Ég prísa mig
beinlínis sæla með þá ógegnd og
ofneyslu sem ég hef reynt á sjálfri mér
í aðdraganda göngunnar – og allt það
nautnalega bílífi sem ég á að baki.
Ég finn það á skrokknum að það er
af talsverðu að taka þegar brennslan
fer að heimta sinn toll fyrir alvöru á
næstu vikum. Ég er líkust uppþönd
um orkubolta í upphafi ferðar.
Líkaminn getur meira
Það er óskandi að fituforðinn sé næg
ur. Það er alltaf erfitt að meta hvort
svo sé, enda skipta aðstæður miklu
í þeim efnum. Og svo er reynslan
jafnan ólygin; margir sem reynt hafa
þessa sömu göngu og ég er að leggja
á mig á Suðurpólinn hafa sagt að þeir
hafi ekki fitað sig nægilega mikið fyr
ir ferðina. Í sumum tilvikum hafi þeir
verið búnir að missa upp undir 15
prósent af uppsafnaðri líkamsþyngd
sinni þegar þeir hafi náð á áfanga
stað. Það þýðir í mínu tilviki minnst
10 kíló. Og merkir líklega það eitt að
ég verði á mörkunum.
Alla jafna tapa ég þyngdinni hratt
á löngum og erfiðum leiðöngrum. Ég
hlífi mér sjaldnast. Ég legg gríðarlega
mikið upp úr því að ná markmið
um dagsins, jafnvel þótt aðstæður
kunni að reynast brösóttari en bú
ist var við. Mér finnst göngudagur
inn ekki vera erfiðisins virði nema að
mér hafi tekist að ljúka við ætlunar
verk mitt. Á stundum getur það þýtt
að reyna verður vel á þolmörkin, að
toppa verði sjálfan sig og berja verði
í brestina. En þá kemur að galdri get
unnar; eitt af undrum fjallamennsk
unnar er að finna að líkaminn getur
oft og tíðum meira en maður hafði
þorað að vona. Það er mikilvægt að
þekkja til fullnustu sín eigin þol
mörk, en þora samt að víkka þau
út þegar aðstæður og kraftar leyfa.
Þannig líður mér einmitt best á fjöll
um; snarpheit af brennslu og búin
undir næstu áskorun.
Skrölti í skinninu
Fyrir vikið hríðhorast ég yfirleitt á
tiltölulega stuttum tíma á löngum
göngum. Ég uni mér sjaldnast hvíld
ar fyrr en ég hreinlega skrölti í skinn
inu. Eftir allra lengstu göngurnar
kem ég vanalega til byggða með föt
in hangandi utan á mér. Og ég hugsa;
hvernig verður þetta núna þegar fyr
ir höndum er vandasamasta og erfið
asta lífsþrautin af þeim öllum sem ég
hef skipað lífi mínum og limum að
þola.
Já, vonandi er ég nógu feit, hugsa
ég, og kreppi fingurna utan um skíða
stafina.
Skrokkurinn heimtar meiri orku
Seinna í sögunni kemur berlega í ljós
að pólfarinn er að klára allt eldsneyti
líkamans. Hér er gripið niður í 11.
kafla bókarinnar:
Mér hefur verið sagt að ísbreiðan
hafi ekki verið svona erfið yfirferðar
um langt árabil. Það hefur snjóað í
samtals 14 daga á meðan á för minni
hefur staðið, en vanalega hend
ir það í einn eða tvo daga á þessum
þurrasta tíma ársins. Það er einhver
lumbra í öllu heila galleríinu, er mér
hugsað, rétt eins og blessaður hrím
þursinn sé illa fyrir kallaður, sjálfur
kuldabolinn sé fullur óþreyju og að
Kári hafi loksins fundið sinn mesta
jötunmóð. En ég verð að sætta mig
við þessar móttökur – og hafi ég yfir
einhverju að kvarta, þá er enginn
nærri sem tekur það til sín. Og held
ur enginn nálægt sem fyllist samúð,
hvað þá klappi ljúft á öxlina.
Ég skaka skíðunum í hjarnið. Það
er ekki um að villast; snjórinn verð
ur þurrari eftir því sem á líður. Það er
eftir öðru. Þegar ég geng af stað virð
ast skíðin sitja eftir í fölinu. Þurrasta
hveiti er ekki svona þurrt, hef ég í
huga, og næ varla að færa annan fót
inn fram fyrir hinn. En kannski er
þetta ekki bara færið, hvíslar að mér
einhver partur af huganum. Kannski
er langvarandi lúi og þreyta farin að
taka sinn toll. Kannski kemst ég ekki
úr skrefunum sakir þess að vöðvar
líkamans svara ekki lengur kalli.
Ég verð auðvitað að viðurkenna
fyrir sjálfri mér hvernig fyrir mér er
komið – og það er ekki eins og ég
þurfi að fela það fyrir einhverjum
nærstöddum; ég er öll að skreppa
saman. Mjög líklega er ég búin að
tapa tíu, ef ekki tólf kílóum af líkams
þyngd minni frá því ég lagði af stað
fyrir röskum 50 dögum. Já, ég hef
látið á sjá á allra síðustu vikum – og
það hefur vitaskuld ekki farið fram
hjá mér á kvöldin og morgnana
þegar ég hef verið að klæða mig í
og úr hlífðarfötunum. Þau eru orðin
nokkrum númerum of stór á mig. Og
fara stækkandi.
Allt er þetta eðlileg afleiðing langr
ar og óslitinnar áreynslu. Ofninn er
farinn að brenna meiru en í hann er
sett. Skrokkurinn heimtar æ meiri
orku eftir því sem mæðin lætur oftar
á sér kræla í holdi, sinum og beinum.
Og þegar það tvennt fer saman, að
líkaminn krefst meiri matar en unnt
er að láta honum í té og hann æskir
lengri hvíldar en honum er látið eftir,
þá er hætt við að hann geri uppsteyt.
Orðin algjörlega flatbrjósta
Jökullinn hefur verkað á mig eins og
vel brýndur yddari. Hann hefur tálg
að mig meira og hraðar en ég átti von
á. Hann hefur flatt mig á alla kanta.
Ég er orðin algerlega flatbrjósta og er
að verða rasslaus. Handleggirnir eru
einna áþekkastir móskulegum stilk
um, kálfarnir að hverfa undir legg –
og jafnvel maginn er að verða innfall
in, sem sætir nú reyndar nokkrum
tíðindum þegar ég á í hlut.
Ég veit hvað gengur á. En það tek
ur bara sinn tíma að játa fyrir sjálfum
sér hvernig komið er í búri. n
„Við svona að-
stæður getur
það skilið á milli feigs og
ófeigs að hafa eflt og ýtt
undir matarlystina eins
og frekast er unnt. Og
þá þýðir ekkert að hugsa
um línurnar, góna á sjálfa
sig framan við spegil alla
daga og fyllast áhyggjum
af útlitinu.
Prísar sig sæla með ofneysluna
„Núna get ég þakkað fyrir alla gnóttina
og óhófið þar sem ég skíða í átt að
jökulskerjunum. Ég prísa mig beinlínis
sæla með þá ógegnd og ofneyslu sem
ég hef reynt á sjálfri mér í aðdraganda
göngunnar – og allt það nautnalega bílífi
sem ég á að baki.“ Mynd Sigtryggur Ari