Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.2013, Blaðsíða 27
„Með þessum niður­ skurði hjá Ríkis­ útvarpinu umfram niðurskurð hjá öðrum stofnunum er verið að fallast á flokkspólitískar kröfur. Umræða 27xxx xxx „Eru starfs­ menn RÚV mótmæla virði, en starfsmenn Ístaks og Samskipa ekki? Er einhver sam­ ræmdur listi yfir hvaða uppsögnum verður mótmælt eða er þetta bara spurning um hvernig almenningsá­ litið er þá stundina?“ Sölvi Guðmundsson benti á að hópuppsagnir hefðu átt sér stað á fleiri vinnustöðum en RÚV undan- farið. „Páll er greinilega ekki í standi. Yfirmaður kallar undir­ menn ekki svona og á hann að segja af sér, ef ekki þá á fólkið sem vinnur þarna að leggja niður vinnu.“ Jón Björnsson var ekki ánægður með ummæli Páls við Helga Seljan. „Mæli með því að þessir fjölmiðla­ menn sem fengu pok­ ann sinn, taki höndum saman og fletti ofan af allri spillingunni í eitt skipti fyrir öll; öllu sukk­ inu, vændiskaupunum á eyrinni og landráðunum miklu. Almenningur er búinn að fá sig fullsaddan og það fyrir löngu.“ Magneu Ólafsdóttur er nóg boðið. „Ef þeir myndu nú bara leggja niður sinfóníuna myndu þeir spara 1 milljarð.“ Ómar Örn Sigmunds- son leysti í einni setningu vanda fjárhagsvanda RÚV. „Synd að missa besta fréttamann landsins úr Kastljósinu. Vonandi sést hann fljótlega aftur með sínar einstöku fréttir.“ Margrét Ísaksdóttir er ekki ánægð með uppsögn Jóhannesar Kr. Kristjáns- sonar. „Uppsagnir á RÚV eru sjálfsagt nauðsynlegar þegar fjármuni skortir, – uppsagnir hefur víða þurft að gera í samfé­ laginu eftir hrun. RÚV er þar ekki heilög kýr. Sú stofnun á að vera sjálfbær, en ekki þiggja styrki úr ríkissjóði. Það er mín skoðun.“ Hanna Þórðardóttir gerði uppsagnir í samfé- laginu að umtalsefni við frétt um átökin á RÚV. Vinsæl ummæli „Við fréttir af uppsögn- unum á RÚV“ 17 12 24 30 17 32 Atlaga að þjóðmenningunni Aðsent Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra M iðvikudagurinn síðasti var vondur fyrir íslenska menningarþróun. Atlaga að menningunni sagði Svan­ hildur Óskarsdóttir í út­ varpssamtali. Atlaga að þjóðmenn­ ingunni, segi ég. Aðfarirnar við uppsagnir á Ríkis­ útvarpinu kalla á umhugsun um það hvað er menning og hvað er ómenn­ ing. Uppsagnirnar á Ríkisútvarpinu eru nefnilega ekki bara uppsagnir. Þær eru pólitík. Þær eru ekki viðbrögð við hruninu, heldur ákvörðun um kerfisbreytingu á Íslandi. Hvernig? 1 Uppsagnirnar á Ríkisútvarpinu eru ákvörðun um að veikja menningarþáttinn í stofnuninni. Rás eitt hefur flutt okkur efni sem markað­ urinn vanrækir. Rás eitt hefur þannig sömu stöðu og Sinfóníuhljómsveitin eða Þjóðleikhúsið. Það að loka og veikja Rás eitt er því stuðningur við sjónarmið bæjarstjórans í Vestmanna­ eyjum, sem vildi loka menningar­ stofnunum. Það er kerfisbreyting að loka og að veikja Rás eitt. Menningin er brýnasta verkefni Ríkisútvarps­ ins. Hin verkefnin eru flest á færi ein­ hverra annarra. 2 Aðfarirnar sýna einkar ógeð­fellda breytingu á samfélaginu í seinni tíð eftir að markaðsöflin urðu alls ráðandi eftir miðjan tíunda ára­ tuginn. Það að reka fólk út eins og hunda þannig að því sé gert að loka tölvunum sínum samstundis og það verði að hætta í miðjum klíðum eft­ ir starf í fjölda ára og koma sér út í skammdegissortann er ómenning, ekki menning. Það er unnt að segja fólki upp störfum með kurteisi. Það er menning. Hitt ruddaskapur. Hvar eru annars stéttarfélögin? Elín Björg Jóns­ dóttir for maður BSRB hefur mótmælt atlögunni að RÚV harðlega. Meira þarf að koma til. 3 Aðfarirnar sýna líka hvað það er háskalegt að opinberar stofn­ anir lendi undir samskonar stjórn og tíðkast hjá einkafyrirtækjum. Af hverju er ekki kannað hvort sam­ staða getur náðst um aðra tegund sparnaðar, til dæmis með því að skera meira niður í yfirstjórn fyrirtækisins? Eða með annarri og ódýrari áherslu í dagskrárgerð? Hver segir að EINN MAÐUR sé betur til þess fallinn en öll stjórn Ríkis útvarpsins að fara ofan í saumana á því sem spara þarf. 4 Og hvað með stjórn fyrirtækis­ins. Hlutverk hennar er meðal annars þetta: „Að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarps­ ins til lengri tíma.“ Hér er mjög skýrt kveðið að orði. Samkvæmt þessu hlýt­ ur meirihluti stjórnarinnar að hafa samþykkt þær uppsagnir sem hér um ræðir og aðfarirnar við uppsagnirnar. Hver eru rök stjórnarinnar? Stjórninni er skylt að gera grein fyrir rökum sín­ um í þessu máli. 5 Það er greinilegt að það á að skera meira niður hjá Ríkisút­ varpinu en flestum öðrum stofnun­ um. Páll Magnússon heldur því fram að Ríkisútvarpið hafi minnkað um fjórðung. Það er mikið meiri sam­ dráttur en hjá ríkisstofnunum yfirleitt. Þetta eru því ekki viðbrögð við hruni heldur felst í uppsögnunum pólitísk ákvörðun um að menningin eigi að vera aftarlega í forgangsröðinni. 6 Með þessum niðurskurði hjá Ríkisútvarpinu umfram niður­ skurð hjá öðrum stofnunum er verið að fallast á flokkspólitískar kröfur. Það er verið að fallast á kröfur ritstjóra Morgunblaðsins og Baugsmiðlanna. Þarna liggja hagsmunir þeirra saman. 7 Með þessum niðurskurði er greinilega einnig ætlunin að veikja fréttir stofnunarinnar. Það er gert til að þjóna markaðnum og koma til móts við linnulausar árásir Morgunblaðsins og þingmanna Sjálf­ stæðisflokksins og Framsóknarflokks­ ins á fréttamenn RÚV. En það er líka verið að láta undan sérstökum hót­ unum formanns fjárlaganefndar sem er orðinn áhrifamesti stjórnmála­ maður landsins. Hættan er sú að þeir sem eftir eru hjá Ríkisútvarpinu verði hræddir – og það er reyndar vafalaust tilgangurinn – svo þeir leggist í sjálfs­ ritskoðun. Vesalings fólkið. 8 Og það er ekki búið að sam­þykkja fjárlögin fyrir næsta ár. Hvaða virðingarleysi er það fyrir Al­ þingi að samþykkja niðurskurð sem er byggður á tillögu sem liggur fyrir Al­ þingi en ekki ákvörðun. Hvernig leyfir stjórn sér að standa svona að málum en stjórnin starfar í umboði Alþingis? Alla mína þingmannstíð var það regla að yfirmenn Ríkisútvarpsins kæmu á fund fjárlaganefndar, þing­ flokkanna og menntamálanefndar. Hafa þeir gert það nú? 9 Ég hef tekið eftir þeim málflutningi einhverra stjórnarliða að mótmælin við atlögunni að Ríkisútvarpinu séu sérkennileg þegar þing­ menn hafi ekki á sama hátt mótmælt niðurskurði á fram­ lögum til Landspítalans og lögreglunnar. Þetta er röng uppsetn­ ing. Niðurskurður síðustu ára stafaði af hruninu sem hin tryllta frjálshyggja lagði yfir þjóðina. Þeim niðurskurði ætti að vera lokið og væri það ef ekki hefði verið ákveðið að gefa auðstétt­ unum tuttugu milljarða. Niðurskurð­ urinn á Ríkisútvarpinu á því ekki rætur að rekja til hrunsins heldur til pólitískrar ákvörðunar stjórnvalda. 10 Útvarpsstjóri ber því við að hann sé að framkvæma ákvarðanir stjórnvalda. Er það? Hafa stjórnvöld ákveðið þessar aðfarir sem hér hefur verið lýst. Og myndi útvarpsstjóri alltaf hlýða hverju sem er sem kæmi frá yfirmönnum hans? Það er hættu­ legt viðhorf. Hann á aðra kosti. Hvað er þjóð- menning? Það eru þeir þættir menn­ ingar sem tengja okk­ ur saman, menning sem við eigum og skiljum af því að við erum Ís­ lendingar. Ríkis­ útvarpið hefur með tilveru sinni verið límið í þjóðmenningunni. Veðurfréttirnar, íþróttafréttirnar, dánartilkynningarn­ ar, raddir útvarpsfólksins, erlendu fréttirnar. Fátt sameinar okkur meira. Það kemur því beinlínis við hjartað í okkur þegar Lana Kolbrún Eddudótt­ ir er rekin, eða Gunnar Gunnarsson og Gunnar Stefánsson. Til hvers og af hverju endilega líka Dagur Gunnars­ son? Eru ekki til mannlegar taugar í þessu stríði? Og svo allir hinir. Allt þetta fólk er með rödd sinni og efnis­ vali hluti af menningu okkar, tilfinn­ ingum okkar og okkur sjálfum. Það er sárt að sjá á eftir þessu fólki. Þurfti endilega að gera þetta svona rudda­ lega, tillitslaust, menningarlaust? Það er menning að gera hlutina vel. Það er ómenning að gera það ekki. Það er ljótt að koma í veg fyrir að fólk geti gert hlutina vel. Á annað þúsund manns lagði leið sína að Efstaleiti á dögun­ um. Það var hiti í fólki. Það get­ ur verið að Alþingi Íslendinga sé nú svo illa skipað að ekki verði hróflað við fjárframlög­ um til útvarpsins. Það er ekki fullreynt; stjórnarandstaðan stendur sína vakt. En alþingi götunnar er komið saman til fundar. n „Eru ekki til mannlegar taugar í þessu stríði? Mótmælt Á fimmtudag hittist fólk fyrir utan RÚV og mótmælti uppsögnunum. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.