Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 1
ORKUMÁL „Við fyrstu sýn er þetta Norðlingaölduveita í dulargervi. Er þetta ekki bara nýtt nafn á sömu virkjunarhugmynd þó lónshæðin sé lægri?“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, um nýja lausn Lands- virkjunar um Kjalölduveitu. Um er að ræða nýjan kost til hliðar við Norðlingaölduveitu sunnan Hofsjökuls, sem hefur verið gríðarlega umdeild vegna nálægðar við núverandi frið- landsmörk Þjórsárvera og áhrifa á fossaröð neðar í ánni. Guðmundur Ingi spyr sig hvort það geti verið að hugmynd Lands- virkjunar sé að tryggja að einhver útfærsla af Norðlingaölduvirkjun verði tekin til skoðunar af verk- efnis stjórn 3. áfanga rammaáætl- unar. Það megi túlka sem svo að fyrirtækið sætti sig ekki við að svæðið verði verndað, þrátt fyrir að engin sátt sé um að ráðast í virkjunarhugmyndir sem eru í verndarflokki. „Það er ekki hægt að sjá annað en að þetta brjóti upp víðerni vest- an Þjórsár og rennsli er tekið af fossaröðinni líkt og með Norð- lingaölduveitu,“ segir Guðmund- ur Ingi. Kjalölduveita er meðal þeirra virkjanakosta frá Landsvirkj- un sem Orkustofnun sendi inn til verkefnastjórnar 3. áfanga rammaáætlunar í janúar. Tilgangur Kjalölduveitu er að veita vatni úr Þjórsá yfir í Þóris- vatn til að auka orkuframleiðslu raforkukerfisins. Þjórsá er stífluð norðvestan við Kjalöldur, þar sem myndast lón er nefnist Kjalöldu- lón með yfirfallshæð 555 metra yfir sjávarmáli. Vatni er miðlað í Þórisvatn, þaðan sem það rennur í gegnum allar virkjanir neðar á Tungnaár-Þjórsársvæðinu sem MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Föstudagur 18 V iviscal er heildræn lína fyrir hár sem saman-stendur af sjampói, næringu, serum fyrir hársvörðinn og bætiefnum í töfluformi til að taka inn. Vörurnar vinna saman að heilbrigðu hári. Þær næra hverja hársrót fyrir sig og stuðla að auknum hárvexti en rannsóknir sýna allt að 125% aukningu í hárvexti eftir 6 mánaða notkun. Viviscal inniheldur einstaka blöndu próteina úr sjávarfangi sem næra hárið innanfrá. Blandan inniheldur einnig fjölda nærandi vítamína, steinefna og jurta fyrir aukinn hárvöxt og heilbrigt hár svo sem C-vítamín, silica, sink, bíótín og níasín.Viviscal-hárvörurnar eru frábær lausn fyrir þásem hafa skemmt hár eftir mikl fsvo se l EINSTÖK UPPBYGGJ-ANDI HÁRLÍNAINNLAND KYNNIR Viviscal-hárvörur byggja upp hárið og innihalda einstaka blöndu próteina úr sjávarfangi sem næra hárið innan frá. DRAUGAGANGURSagðar verða draugasögur fyrir börn og full-orðna á Þjóðminjasafninu í dag klukkan 19. Björk Bjarnadóttir leiðir gesti um sýning-arsali, gægist í skúmaskot og þefar uppi afturgöngur. VERÐHRUNALLT AÐ 70% 50-70% afsláttur Fæst í öllum apótekum – Hagkaup – Fjarðarkaup – Heimkaup – Heilsuver – Heilsulausn.is Lífi ð FÖSTUDAGUR Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur LISTIN AÐ KRYDDA OG BÆTA KYNLÍFIÐ 4 Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STYRKTARÞJÁLF- UN HLAUPARA MIKILVÆG 8 Tíska og trend í fatnaði ÚTVÍÐAR BUXUR FYLGIFISKUR '70 TÍSKUNNAR 10 6. FEBRÚAR 2015 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk FRÉTTIR Sími: 512 5000 6. febrúar 2015 31. tölublað 15. árgangur Togast á um tekjur Fulltrúar í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs togast á um auglýsingar sveitarfélagsins í héraðsblöðum. 2 Útgerðarmenn í óvissu Sjávarút- vegsfyrirtæki kalla eftir stöðugleika í fiskveiðistjórnunarmálum. 10 Er þetta ekki bara nýtt nafn á sömu virkjunarhug- mynd þó lónshæðin sé lægri? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Landvernd megavött myndi Kjalölduveita gefa til viðbótar við þær virkjanir sem fyrir eru á svæðinu. 44 SPORT Laus við meiðsli og nálgast lágmarkið fyrir Evrópumeistaramótið. 42 LÍFIÐ blómvöndur mánaðarins 2.900kr GREIÐSLUAPP Í SNJALLSÍMANN Pyngjan er greiðsluapp sem einfaldar lífið og þú þarft ekki að taka upp kortið. pyngjan.is ht.is Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin með Android Baráttukona og miðlafrík Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sker upp herör gegn hefndarklámi með fyrirlestrum sínum og námskeiðum um málefnið. Hún segir Lífinu frá æskunni, eldmóðnum og ástríðunni sem dregur hana áfram. Lífið Sandra Borg Bjarna- dóttir býr til fjölnota poka úr fánaefni. 46 Norðlingaalda í dulargervi Landsvirkjun hefur kynnt nýja lausn til hliðar við hina mjög svo umdeildu Norðlingaölduveitu. Land- vernd segir aðeins á ferðinni gamla umdeilda virkj- unarkostinn í dulargervi og áhrif hans þau sömu. Bolungarvík 0° SV 20 Akureyri 2° SV 14 Egilsstaðir 3° SSV 10 Kirkjubæjarkl. 3° SV 13 Reykjavík 2° SV 14 Hvöss SV-átt Það má gera ráð fyrir allt að 15-20 m/s í dag, fyrst NV-til en síðar norðanlands og við SA-ströndina. Úrkomusvæði gengur austur yfir landið og það kólnar heldur með deginum. 4 MENNING Íslenski dansflokk- urinn er hluti af Reykjavík Dansfestivali í fyrsta sinn. 28 gefa þar með 44 megavött til við- bótar. Stefán Gíslason, formaður verk- efnisstjórnar rammaáætlunar seg- ist lítið geta sagt um þessar hug- myndir. Hann hafi aldrei heyrt á Kjalölduveitu minnst fyrr en verk- efnastjórn barst listi Orkustofnun- ar nú á dögunum. Í skriflegu svari Landsvirkjunar kemur fram að báðar tillögurnar, Norðlingaölduveita og Kjalöldu- veita, eru nýjar hugmyndir frá 2. áfanga rammaáætlunar og þar tekið tillit til athugasemda verk- efnastjórnarinnar er varðar Norð- lingaölduveitu. Lónið hefur verið lækkað og við það minnkar flatar- mál þess við hæstu rekstrarhæð um nær helming eða í um 53% af því sem áður var fyrirhugað að vetrarlagi, „sem tryggir að Norð- lingaölduveita hefur engin áhrif á Eyvafen eða Þjórsárver. Kjalöldu- veita er ný hugmynd og annar val- kostur við Norðlingaölduveitu, en í þeirri tillögu hefur lónið verið fært um þrjá kílómetra neðar í Þjórsá frá friðlandsmörkum.“ - shá / sjá síðu 6 SKRAUTLEG HALLGRÍMSKIRKJA Vetrarhátíð í Reykjavík, hátíð ljóss og myrk- urs, hófst í gær með ljóslistaverki Marcos Zotes. Verkið kallast Ljósvarða og um- breytir Hallgrímskirkju með kraft mikilli sjónrænni upplifun. Heiðurinn af teikning- unum eiga upprennandi listamenn á leikskólanum Grænuborg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir skrifar satíru um launamun kynjanna. 19 SAMFÉLAG „Ég vil bara getað skapað börnunum mínum örugga framtíð,“ segir Feriane Amrouni, hælisleitandi frá Alsír, sem kom hingað til lands fyrir tveimur árum. Með henni komu tvö börn hennar auk þess sem hún var ólétt að því þriðja. Í júní 2013 tók Útlendingastofn- un þá ákvörðun að hún skyldi send til Frakklands aftur ásamt börn- um sínum en þar millilenti hún á leið sinni til Íslands. Sú ákvörðun var kærð samdægurs til innan- ríkisráðuneytisins. Síðan þá hefur Feriane beðið í óvissu um framtíð sína og barna sinna. Hún segir biðina og óvissuna sem henni fylgir afar erfiða. „Okkur líður vel á Íslandi. Elsta barnið er í skóla og miðbarnið í leikskóla. Þau tala íslensku og hér langar okkur að vera. Yngsta dóttir mín hefur aldrei búið ann- ars staðar en hér,“ segir hún en yngsta barnið er fætt í ágúst 2013. Feriane segist hafa flúið frá heimalandinu vegna ofríkis eig- inmanns síns. Þau hafi búið við slæmar aðstæður. Hún hafi ekki getað skilið við hann þar sem þá hefði hún líklega endað á vergangi og ekki fengið að hafa börnin hjá sér. „Ég vil ekki fara til baka. Ég get átt á hættu að verða sett í fangelsi og að börnin verði tekin af mér. Ég get ekki hugsað það til enda. Ég bið um miskunn stjórn- valda um að við fáum einhver svör og fáum að vera hér.“ - vh/ sjá síðu 8 Feriane Amrouni kom til Íslands fyrir tveimur árum sem hælisleitandi: Vill tryggja börnunum öryggi FÆR ENGIN SVÖR Feriane hefur beðið í tvö ár eftir svörum frá stjórnvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 0 -6 9 5 8 1 7 F 0 -6 8 1 C 1 7 F 0 -6 6 E 0 1 7 F 0 -6 5 A 4 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.