Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 2
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FLJÓTSDALSHÉRAÐ Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljóts- dalshéraði og markaðsstjóri Austur fréttar, vill að sveitarfélög eystra auglýsi meira í fjölmiðlum fyrirtækisins. Í bréfi til bæjaryfirvalda í Fljóts- dalshéraði áætlar Stefán að síðustu viku hafi Fljótsdalshérað og Fjarða- byggð auglýst fyrir samtals 295 þúsund krónur í Dagskránni og 31 þúsund krónur í Austurglugganum. „Dagskráin er auglýsingamið- ill en rétt er að halda því til haga að hún er ekki fjölmiðill. Þar á sér ekki stað nein ritstjórnarvinna og áhrif Dagskrárinnar sem slíkr- ar á samfélagið eru engin í þessu samhengi,“ segir Stefán sem kveð- ur viðskipti frá Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði myndu gera kleift að ráða að minnsta kosti einn blaða- mann til viðbótar. „Í rekstri þar sem barist hefur verið við að ná að halda tveimur manneskjum í vinnu við þetta, þá myndi þriðja manneskjan breyta ansi miklu,“ útskýrir Stefán sem kveðst ekki sammála því sjónar- miði að sveitarfélögin verði að auglýsa í miðli sem berist „öllum“. Ekkert sé athugavert við að sveitar- félögin beini viðskiptum sínum til áskriftarmiðla. „Þá veit fólk einfaldlega hvar það á að leita eftir tilkynning- um sveitar félagsins. Þannig geta sveitar félögin eflt fjölmiðlun með því að hvetja íbúa sína til að vera áskrifendur,“ segir Stefán Bogi. Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjar fulltrúi og flokkssystir Stef- áns í Framsóknarflokknum sem er í minnihluta í bæjarstjórn, vék ásamt Stefáni af fundi þegar bréf hans var tekið fyrir á miðvikudag. Gunnhildur er eigandi Dagskrár- innar. Áður en hún yfirgaf salinn sagðist hún vilja leiðrétta það að Dagskráin væri ekki fjölmiðill. „Þessu mótmæli ég harðlega,“ sagði Gunnhildur sem kvaðst hafa flett orðinu fjölmiðli upp í Orða- bók Háskóla Íslands. „Það er tæki til að dreifa upplýsingum til mikils mannfjölda á stóru svæði,“ vitnaði hún í orðabókina og benti á að Dag- skráin kæmi út í sex þúsund eintök- um og væri dreift frá Bakkafirði til Skaftafellssýslu. „Ég held að það sé nokkuð aug- ljóst að við reynum að auglýsa þar sem dreifingin er mest,“ sagði Þórður Már Þorsteinsson úr Á-lista. Bæjarstjórnin samþykkti síðan að mælast til þess við bæjarstarfs- menn að nýta auglýsingar í stað- bundnum fjölmiðlum, þegar það þætti vænlegt. „Taka verður þó tillit til þess að í tilfellum sveitar- félaga þarf að tryggja að slíkar auglýsingar komi fyrir sjónir sem flestra íbúa.“ gar@frettabladid.is Togast á um tekjur af auglýsingum bæjarins Fulltrúar í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs togast á um auglýsingar sveitarfélagsins. Mest er auglýst í Dagskránni en markaðsstjóri Austurfréttar segir hana ekki fjöl- miðil líkt og Austurfrétt sem gæti ráðið til sín aukablaðamann fyrir tekjurnar. STEFÁN BOGI SVEINSSON „Ef menn telja nauðsynlegt að auglýsing nái til allra, þá er hún betur komin inni á opnum fjölmiðli á vefnum,“ segir markaðsstjóri Austur- fréttar og vísar á vefútáfu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hallveig, má sleppa sturtunni? „Sturta fyrir sund er skylda sam- kvæmt lögum en við firrum okkur allri ábyrgð.“ Hallveig Kristín Einarsdóttir er verkefnisstjóri RIFF sem sýnir Hitchcock-myndina Psycho með hinu uggvænlega sturtuatriði í Sundhöll Reykjavíkur annað kvöld. SKIPULAGSMÁL Tvö hús voru flutt af Grettisgötu í gær. Húsin voru flutt af skipulagsástæðum og var farið með þau að Hólmaslóð á Granda þar sem þau verða geymd næstu misseri, eða þar til grunnur á framtíðarstað þeirra að Grettisgötu 9a og b verður gerður. Um er að ræða hús við Grettisgötu 17 og bakhús að Laugavegi 36. Húsin vöktu mikla athygli á síðasta ári eftir að íbúar við Grettisgötu mótmæltu nýju deiliskipulagi lóðarinnar en á henni stendur 107 ára gamall silfurreynir sem íbúarnir vildu standa vörð um. - sks Tvö friðuð hús flutt út á Granda þar til þau fá framtíðarstað: Húsin flutt af Grettisgötu HÚS Á RÚNTINUM Mikill viðbúnaður var vegna flutnings húsanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innan- ríkisráðherra, hefur náð sáttum við íslenska konu um greiðslu á bótum til hennar. Konan var ein þeirra sem nafngreind voru í minnisblaði innanríkisráðuneyt- isins í tengslum við lekamálið svo- kallaða. Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að Gísli Freyr hefði leitað sátta við Tony Omos auk tveggja kvenna í lekamálinu. Tony Omos krefst 5 milljóna króna í bætur og Evelyn Glory Joseph 4,5 milljóna króna. Íslenska konan sem nafn- greind var fór fram á 2,5 milljónir króna í bætur en sátt hefur náðst um greiðslu á bótum til hennar. Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hvatti menn til að leita sátta í málinu. Báðum málum var frestað til 25. febrúar í öðru málinu og 11. mars í öðru. Að sögn Stefáns Karls Krist- jánssonar, lögmanns Tonys Omos, eru fulltrúar málsaðila í sambandi og verið er að ræða sættir. - srs Gísli Freyr Valdórsson hefur náð sáttum um greiðslu skaðabóta: Dómari vill að sættir náist GÍSLI FREYR Hérðasdómari hvetur hlutaðeigendur til að ná sáttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARFÉLÖG Bæjarráð Hvera- gerðis hyggst bjóða bæjarstjórn Ölfuss á fund til að kynna stofn- anir og innviði Hveragerðisbæjar. „Sérstaklega verður skoðuð sameiginleg starfsemi sveitar- félaganna svo sem grunnskóli og leikskólar. Bæjarráð leggur áherslu á að fundurinn verði hald- inn fyrir skoðanakönnun Ölfus- inga þar sem kanna á hug íbúa sveitarfélagsins til sameiningar þessara tveggja sveitarfélaga,“ segir í fundargerð bæjarráðs. - gar Sameiningartal í Hveragerði: Ölfusingar fá bæjarkynningu DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær 5 ára fangelsisdóm yfir Scott James Carcay í svokölluðu ,,shaken baby“-máli. Scott var ákærður fyrir stórfellda líkams- árás gegn fimm mánaða gamalli dóttur sinni í mars árið 2013. Hann mun hafa hrist dóttur sína af slíkum krafti að blæddi inn á heila sem leiddi til dauða henn- ar. Scott er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað vegna málsins, rúmar 2,5 milljónir króna. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði inn séráliti þar sem hann taldi að sýkna ætti sakborning. - srs Dómari skilaði séráliti: Hæstiréttur staðfestir dóm VINNUMÁL Upp á síðkastið hafa annir fylgt hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness. Bent er á dæmi um töluverðan fjárhagslegan ávinning sem fólk hafi haft af því að láta reyna á deilumál við vinnuveitendur. Þannig hafi útgerð á miðvikudag fallist á að greiða skipverjum fulla kauptryggingu á meðan skip var í viðgerð í mánuð, í stað helmings eins og til stóð. Þá hafi náðst sátt í veikindalaunamáli sem skilaði skipverja hundruðum þúsunda króna og verkamaður hafi fengið orlofsgreiðslur og annað sem vant- aði við uppgjör. - óká Vilja láta reyna á deilumál: Náðu sáttum við útgerðina VIÐSKIPTI Stjórn Icelandair Group leggur til að félagið greiði hlut- höfum samtals 2,5 milljarða í arð á árinu 2015. Það samsvarar 0,5 krónum á hvern hlut. Hagnaður Icelandair nam 66,5 milljónum dala eftir skatta á síð- asta ári, eða 8,7 milljörðum króna. Hagnaðurinn jókst um 10 milljón- ir dala frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. EBITDA á síðasta ári nam 154,3 milljónum dollara, eða 20 milljörð- um króna, samanborið við 143,7 milljónir dollara árið 2013. Rekstrartekjur jukust um 9% á milli ára. EBITDA á fjórða árs- fjórðungi var neikvæð um 1,5 milljón USD og lækkaði um 8,3 milljónir USD á milli ára. Eiginfjárhlutfall 43% í árslok 2014 samanborið við 42% í árslok 2013. „Afkoma ársins 2014 er betri en áætlanir stjórnenda gerðu ráð fyrir í upphafi árs og EBITDA ársins er við efri mörk síðustu afkomu- spár félagsins,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í afkomutilkynningu. - jhh Hagnaður Icelandair Group nam 8,7 milljörðum eftir skatta á síðasta ári: Greiða hluthöfum 2,5 milljarða BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Forstjórinn segir afkomu fyrirtækisins betri en áætl- anir hafi gert ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐVALLI SPURNING DAGSINS LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Í rekstri þar sem barist hefur verið við að ná að halda tveimur manneskjum í vinnu við þetta, þá myndi þriðja manneskjan breyta ansi miklu. Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljóts- dalshéraði og markaðsstjóri Austurfréttar 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 0 -A 4 9 8 1 7 F 0 -A 3 5 C 1 7 F 0 -A 2 2 0 1 7 F 0 -A 0 E 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.