Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 2
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
FLJÓTSDALSHÉRAÐ Stefán Bogi
Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljóts-
dalshéraði og markaðsstjóri
Austur fréttar, vill að sveitarfélög
eystra auglýsi meira í fjölmiðlum
fyrirtækisins.
Í bréfi til bæjaryfirvalda í Fljóts-
dalshéraði áætlar Stefán að síðustu
viku hafi Fljótsdalshérað og Fjarða-
byggð auglýst fyrir samtals 295
þúsund krónur í Dagskránni og 31
þúsund krónur í Austurglugganum.
„Dagskráin er auglýsingamið-
ill en rétt er að halda því til haga
að hún er ekki fjölmiðill. Þar á sér
ekki stað nein ritstjórnarvinna og
áhrif Dagskrárinnar sem slíkr-
ar á samfélagið eru engin í þessu
samhengi,“ segir Stefán sem kveð-
ur viðskipti frá Fjarðabyggð og
Fljótsdalshéraði myndu gera kleift
að ráða að minnsta kosti einn blaða-
mann til viðbótar.
„Í rekstri þar sem barist hefur
verið við að ná að halda tveimur
manneskjum í vinnu við þetta, þá
myndi þriðja manneskjan breyta
ansi miklu,“ útskýrir Stefán sem
kveðst ekki sammála því sjónar-
miði að sveitarfélögin verði að
auglýsa í miðli sem berist „öllum“.
Ekkert sé athugavert við að sveitar-
félögin beini viðskiptum sínum til
áskriftarmiðla.
„Þá veit fólk einfaldlega hvar
það á að leita eftir tilkynning-
um sveitar félagsins. Þannig geta
sveitar félögin eflt fjölmiðlun með
því að hvetja íbúa sína til að vera
áskrifendur,“ segir Stefán Bogi.
Gunnhildur Ingvarsdóttir,
bæjar fulltrúi og flokkssystir Stef-
áns í Framsóknarflokknum sem
er í minnihluta í bæjarstjórn, vék
ásamt Stefáni af fundi þegar bréf
hans var tekið fyrir á miðvikudag.
Gunnhildur er eigandi Dagskrár-
innar. Áður en hún yfirgaf salinn
sagðist hún vilja leiðrétta það að
Dagskráin væri ekki fjölmiðill.
„Þessu mótmæli ég harðlega,“
sagði Gunnhildur sem kvaðst hafa
flett orðinu fjölmiðli upp í Orða-
bók Háskóla Íslands. „Það er tæki
til að dreifa upplýsingum til mikils
mannfjölda á stóru svæði,“ vitnaði
hún í orðabókina og benti á að Dag-
skráin kæmi út í sex þúsund eintök-
um og væri dreift frá Bakkafirði til
Skaftafellssýslu.
„Ég held að það sé nokkuð aug-
ljóst að við reynum að auglýsa þar
sem dreifingin er mest,“ sagði
Þórður Már Þorsteinsson úr Á-lista.
Bæjarstjórnin samþykkti síðan
að mælast til þess við bæjarstarfs-
menn að nýta auglýsingar í stað-
bundnum fjölmiðlum, þegar það
þætti vænlegt. „Taka verður þó
tillit til þess að í tilfellum sveitar-
félaga þarf að tryggja að slíkar
auglýsingar komi fyrir sjónir sem
flestra íbúa.“ gar@frettabladid.is
Togast á um tekjur af
auglýsingum bæjarins
Fulltrúar í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs togast á um auglýsingar sveitarfélagsins.
Mest er auglýst í Dagskránni en markaðsstjóri Austurfréttar segir hana ekki fjöl-
miðil líkt og Austurfrétt sem gæti ráðið til sín aukablaðamann fyrir tekjurnar.
STEFÁN BOGI SVEINSSON „Ef menn telja nauðsynlegt að auglýsing nái til allra, þá
er hún betur komin inni á opnum fjölmiðli á vefnum,“ segir markaðsstjóri Austur-
fréttar og vísar á vefútáfu félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hallveig, má sleppa sturtunni?
„Sturta fyrir sund er skylda sam-
kvæmt lögum en við firrum okkur
allri ábyrgð.“
Hallveig Kristín Einarsdóttir er verkefnisstjóri
RIFF sem sýnir Hitchcock-myndina Psycho
með hinu uggvænlega sturtuatriði í Sundhöll
Reykjavíkur annað kvöld.
SKIPULAGSMÁL Tvö hús voru flutt af Grettisgötu í gær. Húsin voru
flutt af skipulagsástæðum og var farið með þau að Hólmaslóð á
Granda þar sem þau verða geymd næstu misseri, eða þar til grunnur á
framtíðarstað þeirra að Grettisgötu 9a og b verður gerður.
Um er að ræða hús við Grettisgötu 17 og bakhús að Laugavegi 36.
Húsin vöktu mikla athygli á síðasta ári eftir að íbúar við Grettisgötu
mótmæltu nýju deiliskipulagi lóðarinnar en á henni stendur 107 ára
gamall silfurreynir sem íbúarnir vildu standa vörð um. - sks
Tvö friðuð hús flutt út á Granda þar til þau fá framtíðarstað:
Húsin flutt af Grettisgötu
HÚS Á RÚNTINUM Mikill viðbúnaður var vegna flutnings húsanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Gísli Freyr Valdórsson,
fyrrverandi aðstoðarmaður innan-
ríkisráðherra, hefur náð sáttum
við íslenska konu um greiðslu á
bótum til hennar. Konan var ein
þeirra sem nafngreind voru í
minnisblaði innanríkisráðuneyt-
isins í tengslum við lekamálið svo-
kallaða.
Fréttastofa RÚV greindi frá því
í gær að Gísli Freyr hefði leitað
sátta við Tony Omos auk tveggja
kvenna í lekamálinu. Tony Omos
krefst 5 milljóna króna í bætur og
Evelyn Glory Joseph 4,5 milljóna
króna. Íslenska konan sem nafn-
greind var fór fram á 2,5 milljónir
króna í bætur en sátt hefur náðst
um greiðslu á bótum til hennar.
Sigríður Hjaltested, dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur, hvatti
menn til að leita sátta í málinu.
Báðum málum var frestað til 25.
febrúar í öðru málinu og 11. mars í
öðru. Að sögn Stefáns Karls Krist-
jánssonar, lögmanns Tonys Omos,
eru fulltrúar málsaðila í sambandi
og verið er að ræða sættir. - srs
Gísli Freyr Valdórsson hefur náð sáttum um greiðslu skaðabóta:
Dómari vill að sættir náist
GÍSLI FREYR Hérðasdómari hvetur
hlutaðeigendur til að ná sáttum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVEITARFÉLÖG Bæjarráð Hvera-
gerðis hyggst bjóða bæjarstjórn
Ölfuss á fund til að kynna stofn-
anir og innviði Hveragerðisbæjar.
„Sérstaklega verður skoðuð
sameiginleg starfsemi sveitar-
félaganna svo sem grunnskóli
og leikskólar. Bæjarráð leggur
áherslu á að fundurinn verði hald-
inn fyrir skoðanakönnun Ölfus-
inga þar sem kanna á hug íbúa
sveitarfélagsins til sameiningar
þessara tveggja sveitarfélaga,“
segir í fundargerð bæjarráðs. - gar
Sameiningartal í Hveragerði:
Ölfusingar fá
bæjarkynningu
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti
í gær 5 ára fangelsisdóm yfir
Scott James Carcay í svokölluðu
,,shaken baby“-máli. Scott var
ákærður fyrir stórfellda líkams-
árás gegn fimm mánaða gamalli
dóttur sinni í mars árið 2013.
Hann mun hafa hrist dóttur sína
af slíkum krafti að blæddi inn á
heila sem leiddi til dauða henn-
ar. Scott er gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað vegna málsins,
rúmar 2,5 milljónir króna.
Ólafur Börkur Þorvaldsson
hæstaréttardómari skilaði inn
séráliti þar sem hann taldi að
sýkna ætti sakborning. - srs
Dómari skilaði séráliti:
Hæstiréttur
staðfestir dóm
VINNUMÁL Upp á síðkastið hafa
annir fylgt hagsmunagæslu fyrir
félagsmenn, að því er fram kemur
á vef Verkalýðsfélags Akraness.
Bent er á dæmi um töluverðan
fjárhagslegan ávinning sem fólk
hafi haft af því að láta reyna á
deilumál við vinnuveitendur.
Þannig hafi útgerð á miðvikudag
fallist á að greiða skipverjum fulla
kauptryggingu á meðan skip var
í viðgerð í mánuð, í stað helmings
eins og til stóð. Þá hafi náðst sátt
í veikindalaunamáli sem skilaði
skipverja hundruðum þúsunda
króna og verkamaður hafi fengið
orlofsgreiðslur og annað sem vant-
aði við uppgjör. - óká
Vilja láta reyna á deilumál:
Náðu sáttum
við útgerðina
VIÐSKIPTI Stjórn Icelandair Group
leggur til að félagið greiði hlut-
höfum samtals 2,5 milljarða í arð
á árinu 2015. Það samsvarar 0,5
krónum á hvern hlut.
Hagnaður Icelandair nam 66,5
milljónum dala eftir skatta á síð-
asta ári, eða 8,7 milljörðum króna.
Hagnaðurinn jókst um 10 milljón-
ir dala frá fyrra ári. Þetta kemur
fram í ársreikningi félagsins.
EBITDA á síðasta ári nam 154,3
milljónum dollara, eða 20 milljörð-
um króna, samanborið við 143,7
milljónir dollara árið 2013.
Rekstrartekjur jukust um 9%
á milli ára. EBITDA á fjórða árs-
fjórðungi var neikvæð um 1,5
milljón USD og lækkaði um 8,3
milljónir USD á milli ára.
Eiginfjárhlutfall 43% í árslok 2014
samanborið við 42% í árslok 2013.
„Afkoma ársins 2014 er betri en
áætlanir stjórnenda gerðu ráð fyrir
í upphafi árs og EBITDA ársins
er við efri mörk síðustu afkomu-
spár félagsins,“ segir Björgólfur
Jóhannsson, forstjóri Icelandair
Group, í afkomutilkynningu. - jhh
Hagnaður Icelandair Group nam 8,7 milljörðum eftir skatta á síðasta ári:
Greiða hluthöfum 2,5 milljarða
BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Forstjórinn segir afkomu fyrirtækisins betri en áætl-
anir hafi gert ráð fyrir. FRÉTTABLAÐIÐVALLI
SPURNING DAGSINS
LEIÐIN TIL HOLLUSTU
Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur
sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru
Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is.
www.skyr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Í rekstri þar sem
barist hefur verið við að
ná að halda tveimur
manneskjum í vinnu við
þetta, þá myndi þriðja
manneskjan breyta
ansi miklu.
Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Fljóts-
dalshéraði og markaðsstjóri Austurfréttar
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
0
-A
4
9
8
1
7
F
0
-A
3
5
C
1
7
F
0
-A
2
2
0
1
7
F
0
-A
0
E
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K